Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 29.12.2004, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Br úð ka up Þegar kom að brúðkaupinu áttu þau ekki i erfiðleikum með að velja stund og stað. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að við giftum okkur heima á Íslandi, í Hvalsneskirkju yfir hásumar t ímann. Ég hafði aug l jós l e g a mes t um það að segja en Matt hafði svo sannarlega ekkert á móti því.” Brúðkaupsdagurinn sjálfur var erilsamur eins og gefur að skilja og í mörg horn að líta. „Rúmlega 30 Ástralir og fleiri vinir að utan komu til Íslands í brúðkaupið svo það var í nógu að snúast við að undirbúa komu fólksins,” sagði Eydís og bætir því við að dagurinn hafi verið yndislegur. „Við skipulögðum skemmtilega dagskrá sem byrjaði dagana fyrir brúðkaup svo hópurinn var búinn að hristast vel saman þegar stóri dagurinn rann upp. Við vorum líka ótrúlega heppin með veður sem gerði daginn ennþá eftirminnilegri en ella.” Þar sem það eru mjög ólíkir brúðkaupssiðir í þessum tveimur löndum, reyndu Eydís og Matt að tvinna þeim eins vel saman og þau gátu. Athöfnin var haldin bæði á íslensku og ensku og sálmar voru sungnir á báðum tungumálum. Þá lék Hanna Björg, systir Eydísar, á f iðlu eft ir g ift inguna og flutti verkið Meditation eftir Massenet. Veislan var síðan haldin í Bláa lóninu og segir Eydís að það hafi verið mjög spennandi. „Það var sérstaklega gaman að halda veisluna á þessum skemmtilega stað þar sem svo margir af gestunum höfðu aldrei séð Bláa lónið áður. Bræður okkar voru veislustjórar og skipulögðu mikla og skemmtilega dagskrá sem stóð vel fram eftir nóttu. Þetta var alveg yndislegur dagur í HvalsneskirkjuEydís Konráðsdóttir sundkona er flestum góðkunn fyrir afrek sín á íþróttasviðinu en hún gekk að eiga Matthew Dunn við hátíðlega athöfn í Hvalsneskirkju í sumar. Séra Sigfinnur Þorleifsson, góður fjölskylduvinur, gaf þau saman, en brúðkaupið vakti nokkra athygli utan landssteinanna. M.a. sendi ástralskt blað útsendara sinn hingað til að festa athöfnina á filmu, en Matthew er margfaldur Ólympíufari, líkt og Eydís, og vann m.a. til heimsmeistaratitla á sínum tíma og átti um tíma heimsmet í 400m fjórsundi. Eydís segir þau Matt hafa kynnst í gegnum sundið. „Við hittumst á nokkrum sundmótum í Evrópu en eftir heimsbikarmót í París 1998 fór sambandið að þróast.” Sundbrúðkaup Eydís og Matt ásamt brúðarmeyjum og svaramönnum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.