Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 29.12.2004, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grindvískafréttasíðan U m s j ó n : Þ o r s t e i n n G u n n a r K r i s t j á n s s o n 8 Sigrún Guðmundsdóttir skreytir og sendir yfir 40 jólakort: Hún Sigrún Guðmunds-d ó t t i r s i t u r e k k i auð um hönd um þó 88 ára sé því hún föndrar jóla- kortin sín á mjög fallegan og sérstakan hátt. Á sumrin tínir hún blóm og þurrkar þau og byrjar svo að föndra við jóla- kortin á haustin og gefur sér góðan tíma enda er hvert kort listaverk í sjálfu sér. Sigrún er vel ern, notar til dæmis ekki gleraugu og man alla hluti langt aftur í barn- æsku. „Ég byrjaði á þessu fyrir mörgum árum síðan og hef ekki hætt því enn þá. Nú orðið gef ég mér góðan tíma í hvert kort og byrja í september til að vera örugglega búin í tæka tíð,“ segir Sigrún og er í jólaskapi mun lengur en flestallir. Alls gerir Sigrún yfir 40 kort og sendir þeim vinum og vanda- mönnum og það eru örugglega margir sem vildu vera í þeim hópi. Jólakortin skreytt með þurrkuðum blómum Á annað hundrað manns s t ó ð u a ð ó l ö g l e g r i brennu í Grindavík að kvöldi jóla dags. Lög regl an var með mik inn við bún að þar sem talið var, samkvæmt fyrri reynslu, að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi í kringum miðnætti. Það varð raunin því undir mið- nætti fór fólk að safnast saman en til að byrja með var reynt að stafla upp brennu við Saltfisk- setrið. Lögreglu tókst að stöðva það og flutti efnið á brott. Í framhaldi af því var kveikt í bæjarbrennunni við Litluvör. Slökkviliði tókst ekki að slökkva eldinn í brennunni og brann hún að mestu leiti niður. Einnig var kveikt lítil brenna við Sól- arvé en þar safnaðist hópur fólks saman, líklega á annað hundruð manns skv. lögreglu, á aldrinum 20-30 en það vakti athygli lögreglu hversu margir fullorðnir menn stóðu að þessu og allmargir ekki undir áhrifum áfengis. Slökkviliðið slökkti í brennunni en mætti talsverðri mótspyrnu við það og kalla þurfti til lög- reglu. Hún hafði af skipti af nokkrum aðilum og voru tveir handteknir en sleppt síðar um nóttina. Þetta hófst allt saman fyrir fimm árum síðan þegar halda átti ball á bæjarpöbbnum en þegar það átti að hefjast var það stöðvað af lögreglu. Þá brugðu ballgestir á það ráð að halda útibrennu með gítarleik og hópsöng og hefur það verið árlegur viðburður síðan. Átti að kveikja lítinn eld Þorkell Marinó Magnússon er einn af forsprökkum íkveikj- unnar í Grindavík en hann sagði í samtali við Víkurfréttir að áramótabrennan átti ekki að brenna öll upp. „Þetta fór úr böndunum, það átti bara að kveikja lítinn eld í áramóta- brennunni til þess að fá lögregl- una þangað. Á meðan þeir væru þar ætluðum við að kveikja í brennu við Sólarvéið,” sagði Þor- kell. Að hans sögn hefur aldrei verið eins fjölmennt á áramóta- brennunni í Grindavík eins og á jóladagskvöld. Spurður um mót- spyrnuna við slökkviliðið sagði hann: „Það var strákur sem sparkaði í slönguna hjá slökkvi- liðinu, meira var það ekki.” Nokkrir einstaklingar voru sprautaðir með svokölluðu „mase” spreyi en Þorkell telur að það hafi verið óþarfur hlutur og að eina ástæðan fyrir notkun mase var vegna þess hve lög- reglan var óstyrk. „Þetta verður aftur á næsta ári, þarnæsta ári og árinu eftir það,” sagði Þor- kell. Hann hefur verið kærður af lögreglu fyrir íkveikju ásamt nokkrum öðrum. Tekið fyrir í bæjarráði Ólafur Ólafsson, bæjarstjórinn í Grindavík, sagði í samtali við Víkurfréttir að málið yrði tekið fyrir í bæjarráði á miðvikudag- inn. „Við munum leita leiða til þess að leysa þetta mál en ég lít á þetta sem lögreglumál fyrst og fremst,” sagði Ólafur. Þeir aðilar sem sjá um áramótabrennuna eru, að sögn Ólafs, að safna í hana að nýju. „Það er nokkuð ljóst að brennan verður ekki jafn stór og hún átti að vera til að byrja með,” sagði Ólafur. Leyfi þarf fyrir brennu Karl Hermannsson, yf irlög- regluþjónn hjá Lögreglunni í Keflavík, lítur þetta mál alvar- legum augum. „Mér finnst það virðingarleysi gagnvart lögum og reglum það alvarlegasta í þessu,” sagði Karl. Lögreglan í Keflavík veit hverjir skipulögðu atburðina en það hefur ekki fengist staðfest hve margir verða kærðir af lögreglu. Lögreglan og slökkvilið lenti í átökum við nokkra brennugesti þegar þeir hindruðu lögregluna og slökkvi- liðið við störf. „Lögreglumenn voru að handtaka einn brennu gest þegar þeim var hrint og í þá gripið svo það var gripið til mase,” sagði Karl. „Hvernig þessir aðilar höguðu sér er með ólíkindum,” sagði Karl og bætti því við að þessir aðilar þurfa að uppfylla skilyrði sem þarf til þess að fá leyfi fyrir brennu. Hvert ætla þeir með börnin? Ásmundur Jónsson, slökkvi- liðsstjóri í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir að það hlyti að vera eitthvað að þessu fólki. „Mér finnst það ótrúlegt hve mikið af allsgáðu og full- orðnu fólki eltir þessa menn,” sagði Ásmundur. „Þar að auki að klára áramótabrennuna sem er búið að kosta til að setja upp með skattpeningum okkar og tilheyrandi kostnaði, mér þætti gaman að vita hvert þeir ætli með börnin sín núna á áramóta- brennu. Það var veðrinu að þakka að ekki fór verr því það tók að versna og leystist þá hópurinn upp og lauk aðgerðum lögreglu upp úr klukkan 02:00. Lög- reglan var með sex bifreiðir á vettvangi þegar mest var. Brennan fuðraði upp á jóladag Lj ós m yn di r: O tt i R af n S ig m ar ss on 8 Mikill viðbúnaður lögreglu í Grindavík á jóladag: Ljósm yn d: A gn ar Sm ári

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.