Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.2005, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 04.05.2005, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 18. TÖLUBLAÐ I MIÐVIKUDAGURINN 4. MAÍ 2005 I 19 Þessi ungi ökuþór var ansi brattur eftir að hann hafði ekið hring á Go-kartbraut Reis á dög- unum. Hann var að reynslu- aka nýjum rafbíl sem Stebbi í Reis hefur nýlega fest kaup á, en möguleiki er á að í sumar geti yngri kynslóðin keyrt slíka bíla á minni brautinni. Ökumaðurinn, Stefán Ari, verður fimm ára gamall í sum ar og fór létt með að keyra hringinn aleinn. Annars er sumarver tíð in komin í gang á Go-kart braut- inni í Reykjanesbæ. Þegar ljós- myndari Víkurfrétta átti leið hjá um helgina var Stebbi að leiðbeina hópi ungmenna sem komu úr Reykjavík til að fara í Go-kart og skreppa í Bláa Lónið. Stebbi segir að slíkt fyrirkomu- lag hafi notið mikilla vinsælda að undanförnu, en nokkuð hafi verið að gera á brautinni í vor. Erillinn er alltaf mestur um helgar þar sem keyrt er fram á kvöld, en brautin er opin alla daga vikunnar. Ferrari á Reis-brautinni Sundfólk ÍRB náði glæsilegum árangri á sundmóti Ármanns um helgina. Mikið var um góðar bætingar og einnig náðu margir lágmörkum fyrir komandi aldursflokkamót. Nú þegar hafa 43 náð lágmörkum en stefnan er sett á að fara með u.þ.b. 50 manna hóp. Sundmenn í flokknum 12 ára og yngri unnu nánast allar greinar mótsins, en ÍRB ber höfuð og herðar yfir önnur lið í þessum flokki. Sást það mjög glögglega þegar kom að boðsundunum. Þar unnu sveitir ÍRB með miklum yfiburðum, en þessi fíni árangur lofar góðu fyrir keppnina á aldursflokkamótinu í sumar. Þar á lið ÍRB titil að verja en forsvarsmenn ÍRB segjast ekki ætla að láta þann titil af hendi á næstu árum. Stighæstu einstaklingar mótsins í flokki 12 ára og yngri komu báðir úr röðum ÍRB. Það voru þau María Halldórsdóttir og Ingi Rúnar Árnason, hjá þeim báðum varð það fyrir 100m bringusund. Fyrir þennan frábæra árangur sinn fengu þau glæsileg verðlaun í mótslok. ÍRB sigrar á sundmóti Ármanns Ingi Rúnar Árnason og Marta Halldórsdóttir voru stigahæstu sundmenn mótsins í sveina og meyjaflokki. Toyota-mót 8. flokks í knattspyrnu fór fram í Reykjaneshöllinni um síðustu helgi. Þar voru ungir knattspyrnusnillingar á ferð, 4-6 ára. Þetta var stór dagur hjá krökkunum, enda fyrsta mótið hjá allflestum keppendum. Mótið tókst mjög vel og voru keppendur sem og allir þeir sem komu við í Höllinni mjög ánægðir með mótið. Leikgleðin leyndi sér ekki og skipti hjá mörg um engu máli í hvort mark ið var skor að!! Fjöldi manns mætti í Reykjaneshöll til að fylgjast með ungu snilling- unum og má áætla að heildar- fjöldinn hafi verið um 300-400 manns. Fiskiréttahlað- borð Njarðvíkur Á föstudag fór fram hið ár- lega fiskiréttahlaðborð Knatt- spyrnudeildar Njarðvíkur. Veislan fór fram í Stapa en Haraldur Helgason veitinga- maður sá um matseldina. Fiskirétta hlað borð ið er liður í fjáröflunarstarfi knatt- spyrnudeildar innar fyr ir komandi átök í sumar, en þar var boðið upp á létta og skemmtilega dagskrá ásamt því að leikkmenn félagsins í meistaraflokki og 2. flokki voru kynntir fyrir stuðnings- mönnum liðsins. Fjör á Toyota-mótinu Stofna fjölskyldu- og stuðningsklúbb Keflavíkur Stuðningsmenn knattspyrnu- liðs Keflavíkur hafa í hyggju að stofna stuðningsklúbb til að skapa skemmti lega stemmningu í kringum liðið, en fyrsti leikur þess í úrvals- deild er þann 16. maí nk. Klúbburinn er öllum op- inn, fjölskyldum og einstak- lingum, og er takmarkið að fá sem flesta til að taka þátt. Í árgjaldi er innifalið aðgöngumiðar á leiki Kefla- víkur í Landsbanksdeild- inni, afsláttur á Evrópuleiki, happdrætti fyrir meðlimi á hverjum leik, tilboð á veit- ingastöðum í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að skrá sig og sína, helst fyrir fyrsta deildarleik, á vefsíðunni www.fsk.is eða í síma 868-8462.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.