Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2005, Page 4

Víkurfréttir - 02.06.2005, Page 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fimmtu dag inn 2. júní klukk an 20.30 verða haldnir tveir fyrirlestrar í Gryfjunni í Duushúsum. Þeir sem fram koma eru Þórólfur Þórlindsson prófessor við Há- skóla Íslands sem talar um bylt- inguna í útgerð og fiskinefið og Grímur Karlsson líkanasmiður og fyrrverandi skipstjóri sem segir frá fiskihnífum á síðustu öld. Allir eru velkomnir og að- gangseyrir er enginn. Áhugasömum er einnig bent á að nú eru þrjár sýningar tengdar sjó og sjósókn í gangi í Duus- húsunum og tilvalið að nota tækifærið á sjómannadaginn 5. júní til að koma í heimsókn því þá er enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Sýningarnar eru opnar alla daga frá klukkan 13.00-17.30. Lista sal ur: 365 fisk ar eft ir Martin Smida. Bátasalur: Rúmlega 70 báta- líkön eftir Grím Karlsson og ýmsar sjóminjar. Gryfjan: Saga síldveiða á Ís- landi. Síðasta sýningarhelgi. ������������������������������������������������������ ����������� ������������������������������������������������������������� ����������������������������� ����� ���������������� ������������������� �� ������������� ��������������� ������������������ �������������� ������������������������ �� ������������� ��������������� ����������������� Það var blómlegt um að litast fyrir utan Ytri Njarðvíkur-kirkju um síðustu helgi. Systrafélag kirkjunnar var með sinn árlega blómamarkað um helgina en þar gat fólk komið og keypt blóm til þess að punta garðinn yfir sumarið. „Þetta hefur verið í gangi í mörg ár og markaðurinn verður alltaf vinsælli með árunum,” sagði Sigurbjörg Björnsdóttir, varaformaður Systrafélags Ytri Njarðvíkurkirkju. „Við erum aðallega með sumar- blóm þ.e.a.s. pottablóm en erum einnig með nokkur í stykkjatali. Við erum líka með rósir og einstaka tré og runna,” sagði Sigurbjörg. „Þetta er okkar aðal fjáröflun en allur ágóði fer til styrktar kirkj- unni,” sagði Sigurbjörg. Er til eitthvað sem heitir fiskinef? 8 DUUS-húsin: Sumarblóm í garðinn Sc o t t R a m s e y , s e m ákærður var fyrir stór-fellda lík ams árás sem mannsbandi hlaust af, játaði sök í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Scott Ramsey, sem er með skoskt ríkisfang en er búsettur hér á landi, neitaði ekki bótakröfu en fól verjanda sínum að fjalla um hana við meðferð málsins. Bótakröf- urnar á hendur honum nema um 2,8 milljónum íslenskra króna. Atburð ur inn sem leiddi til dauða Flemming Tholstrup, 33 ára dansks hermanns, átti sér stað á skemmtistað í Keflavík. Scott Ramsey var ákærður fyrir að hafa fyrirvaralaust slegið Flemming hnefahögg í háls hægra megin með þeim afleið- ingum að hann hlaut heilablæð- ingu sem leiddi til dauða. Ríkissaksóknari telur brotið varða við 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningar- laga, þar sem segir að ef stórfellt líkams- eða heilsutjón hljótist af árás eða brot sé sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, sem notuð sé, svo og þegar sá, er sæti líkamsárás, hljóti bana af at- lögu, þá varði brotið fangelsi allt að 16 árum. Aðalmeðferð málsins hefst 22. september. 8 Héraðsdómur Reykjaness: Brotið varðar allt að 16 ára fangelsi - Aðalmeðferð hefst 22. september.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.