Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2005, Side 26

Víkurfréttir - 02.06.2005, Side 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Íþróttamótið, Hreystimeist-arinn, verður haldið á sjó-mannadaginn í íþróttahús- inu í Garðinum klukkan 15. Að sögn Arnars Steinars Marinós- sonar sem skipuleggur mótið með Hirti Guðbjartssyni, er aðalatriðið að sem flestir taki þátt og á sínum forsendum. Hugmyndin að mótinu var að fólk myndi hafa eitthvað mark- mið til að koma sér í form. Með þessum viðburði sem vonandi verður fastur liður á sjómanna- daginn, vaknar fólk vonandi til meðvitundar um mikilvægi hreysti. Enda er enginn nauð- syn að vera kraftajötunn til að taka þátt þar sem úthald og þol skipta meiru máli hér. Mótið er byggt á fitness tíma- þrautum þar sem einstaklingar eiga að þræða braut þar sem leika þarf hinar ýmsu kúnstir. Það er um að gera að taka alla fjölskylduna með því brautirnar verða aðlagaðar að aldri og hreysti keppenda. „Það er aðalatriðið að fólk komi og sé með í mótinu. Enginn þarf að hafa áhyggjur á því að tapa þar sem ekki verður verðlaunað sérstaklega fyrir besta tímann. Þó verður hægt að kíkja til dóm- arans og sjá sinn persónulega tíma,” sagði Örn Steinar. Foreldrar eru hvatt ir til að koma með börn sín en byrjað er á barnabrautinni. Eina for- krafan er að börnin geti gengið nokkurn vegin sjálf en foreldr- arnir geta að sjálfsögðu hjálpað þeim að klára þrautina. Eftir að börnin hafa tekið þátt er komið að unglingaflokknum, kvenna- flokknum og að lokum að karla- flokki. Þess má geta að byrjað verður á því að draga bíl og börnin verða ekki undanskilin frá því þar sem sérútbúinn kassa- bíll verður á brautinni. Þátttaka í mótinu er án endur- gjalds og skráning fer fram í íþróttahúsinu í Garðinum á sjó- mannadaginn. 8 Sveitarstjórnamenn og þingmenn í heimsókn hjá Norðuráli á Grundartanga:Hreysti- meistarinn haldinn í Garði í fyrsta sinn Norðurál hefur farið af stað með umhverfisat-huganir vegna hugsan- legs álvers í Helguvík. Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, vill þó tala varlega um málið þrátt fyrir að allar athug- anir gefi til kynna aðbygging álvers í Helguvík sé möguleg. Þetta ásamt fleiru kom fram á fundi sem sveitarstjórnar- menn, þingmenn og aðilar sem tengjast atvinnuuppbyggingu áttu með forsvarsmönnum Norðuráls og forsvarsmönnum Akranes kaupstaðar sem haldin var á þriðjudaginn. Á fundinum ræddi Gísli Gísla- son, bæjarstjóri Akranes kaup- staðar, þær gífurlegu breytingar sem hafa átt sér stað á Akranes í kjölfar álversins á Grundar- tanga. „Akranes væri öðruvísi ef álið væri ekki á Grundartanga,” sagði Gísli á fundinum. Atvinnuleysið á Akranesi var um það bil 5% þegar Norð- urál fór af stað en er nú aðeins brot úr prósentu og ljóst þykir að með komu álversins dróst verulega úr atvinnuleysinu en Norðurál leggur upp úr því að fá fólk af svæðinu til vinnu hjá fyrirtækinu. Ef bera á saman Norðurál við hugsanlegt álver í Helguvík þá munu fyrirtæki á Suðurnesjum njóta góðs af því á síðasta ári keypti Norðurál þjónustu af um það bil 150 inn- lendum aðilum þar af eru tæp- lega helmingur þeirra staðsettir á Vesturlandi. Árni og Gísli sögðu á fundinum að Reykjanesið væri betur und- irbúið undir byggingu álvers en Akranes þar sem svo margir verktakar eru hér á svæðinu. „Mér fannst koma vel fram að það er tiltölulega auðvelt að bæta þessu inn í okkar samfé- lag,” sagði Árni í samtali við Vík- urfréttir. Einnig kom fram á fundinum að hugsanlegt álver í Helguvík væri fyrsta álver Century Alum- inum sem byggt yrði frá grunni. „Álverið þyrfti að vera 200 til 250 þúsund tonn svo það yrði samkeppnishæft til lengri tíma,” sagði Ragnar Guðmundsson, fjármálastjóri Norðuráls á fund- inum. Ef fólk heldur það að vinna í álveri sé fyrir láglaunafólk þá hefur það rangt fyrir sér því meðallaun starfsmanna í álver- inu á Grundartanga eru 4 millj- ónir á ári. „Við auglýsum mjög sjaldan eft ir starfsmönnum því við höfum nú þegar langa biðlista í störf hjá okk ur,” sagði Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri starfsmanna og umhverfissviðs um álver sem vinnustað, umhverfisvöktun og árangur. „Fundurinn tókst mjög vel í alla staði en það var mikilvægt að heyra álit Gísla Gíslasonar og forsvarsmanna Akranes kaup- staðar,” sagði Árni í samtali við Víkurfréttir og bætti því við að á fundinum hafi komið fram hversu mikils virði þetta verk- efni er. „Jafnframt kom fram að allar forsendur eru til staðar ásamt því sem að orkan er til staðar hér á Reykjanesinu.” Hópurinn sem fór á fundinn ætlar sér að hittast aftur eftir mánuð. „Við viljum útvíkka þennan hóp og halda stöðufund eftir u.þ.b. mánuð þar sem farið er yfir stöðuna en við ættum að gera áttað okkur betur á hlut- unum þá.” Hitaveita Suðurnesja hefur beðið í fimm ár eftir rannsóknarleyfi til borunar á Brennisteinsfjöllum en án rannsóknarleyfisins fæst enginn orka fyrir hugsanlegt álver í Helguvík. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður- nesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að kerfið sem ósk um rannsóknarleyfi færi í gegnum væri orðin hálfgerður brandari. „Allir tafir má rekja til umhverfisráðu- neytisins og undirstofnunum þess en við verðum að fá þessi leyfi því við sköffum ekki rafmagn án þess að fá fleiri svæði,” sagði Júlíus. Það þykir ljóst að ef leyfisveiting fyrir önnur svæði tekur jafnlangan tíma og leyfið fyrir Brennisteinsfjöll þá mun álver í Helguvík ekki rísa á næstu árum jafnvel áratugum. Júlíus Jónsson neitar þó að trúa því að svona stjórnsýsla geti viðgengist. „Það getur ekki gerst því þá er stjórnkerfið bara óvirkt ef þetta gengur svona fyrir sig,” sagði Júlíus og bætti því við að þetta sé ekki eina dæmið sem þeir hafa um svona vinnubrögð. „Þetta er samt sem áður fárán- legasta atvikið og vonandi helst það sem slíkt.” Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Umhverfisráðuneytinu, sagði í samtali við Víkurfréttir að tafirnar liggi hjá Hitaveitu Suðurnesja. „Þetta á ekki að þurfa að taka langan tíma nema menn komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi frekari rannsóknir svo hægt sé að mæla með viðkomandi framkvæmd,” sagði Ingimar og bætti því við að þetta byggist allt á þeim gögnum sem þeir hafa undir höndum. Að sögn Ingimars má vænta niðurstöðu í næsta mánuði. Júlíus Jónsson sagði í samtali við Víkur- fréttir að þegar umhverfisstofnun hafði lagst alfarið gegn þessari umsókn var beðið um frekari gögn en það var gert u.þ.b. 3 árum eftir að umsóknin barst þeim upp- haflega. Að sögn Júlíusar voru gögnin um- fangsmikil og tók það töluverðan tíma að vinna þau gögn. Beðið eftir Brennisteinsfjöllum í fimm ár Reykjanes betur búið undir álver Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Hjálmar Árnason, þingmaður voru spekingslegir með þessi gleraugu og hjálmana. Hópurinn sem heimsótti Norðurál á þriðjudaginn. Texti og myndir: Atli Már Gylfason

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.