Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2005, Síða 30

Víkurfréttir - 02.06.2005, Síða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Vikuna 23. apríl til 30. apríl fóru 17 nemendur 9. bekkjar Grunnskól- ans í Sandgerði í námsferð til Danmerkur ásamt 3 farar- stjórum og 2 stuðningsfull- trú um. Nem end ur höfðu safnað fyrir ferðinni frá haust- dögum og foreldrar þeirra, sem ekki náðu að safna fyrir allri ferðinni, drógu þau að landi til að gera þeim kleift að komast í ferðina. Nemendur héldu bingó um jól og páska, diskótek fyrir yngri nemendur, seldu þvottaefni og salernispappír, bjuggu til og seldu matreiðslubók, báru út blöð og bréf, bökuðu vöfflur fyrir jólin ofl. Margir þjónustu- aðilar og fyrirtæki í Sandgerði og Reykjanesbæ studdu nem- endur og kunnu við þeim bestu þakkir fyrir. Ferðin gekk mjög vel en hún hófst í Leifsstöð á laugardags- morgni, rétt fyrir klukkan 6:00 með því að hópurinn bókaði sig inn. Við fengum góða stund í frí- höfninni en svo var farið í loftið og nokkrir nemendur voru að fara utan í fyrsta skiptið. Við lentum svo á Kastrup flugvelli og sótt um lest ar miða sem við áttum pantaða til Odense en þangað var ferðinni heitið fyrstu 2 dagana. Í Odense fóru nemendur í H. C. Andersen hús og skoðuðu verk skáldsins í hús- inu sem hann bjó í fyrstu árin sín. Á sunnudeginum var einnig farið í dýragarðinn en þar sem við vorum fyrr á ferðinni í ár en í fyrra þá gátum við ekki siglt upp ána til dýragarðsins þar sem bátarnir byrjuðu ekki að sigla fyrr en í byrjun maí. Mánu- daginn 25. apríl kom svo rúta að sækja okkur á farfuglaheim- ilið sem við gistum á, gamall herragarður, og ók með okkur til Jótlands en þar fóru nem- endur í Legoland, við fórum svo aftur með rútunni til Fjóns, til Faaborg, en þar heimsóttum við Faaborg Sundskole sem er svona vinarskóli skólans okkar. Við vorum í heimsókn í skólanum í Faaborg næstu 3 daga, tókum þátt í skólastarfi þar auk þess að fara í vettvangsferðir með dönskum jafnöldrum. Nem- endur Faaborg skólans ætla svo að endurgjalda heimsókn okkar í upphafi næsta skólaárs en von er á ríflega 40 manna hópi í byrjun september ef allt fer sem horfir. Fimmtudaginn 28. apríl lá svo leiðin aftur til Kaup- mannahafnar, settum farangur í geymslu á járnbrautarstöðinni og gengum niður Strikið, að Nýjatorgi konungs og í kanal- siglingu þar sem við sáum m.a. litlu hafmeyjuna og vá... hún er sko lítil, varla sást þar sem hún sat á steini í fjöruborðinu. Um kvöldið komum við okkur fyrir á farfuglaheimilinu á Amager, héldum fararstjórafund eins og fyrri kvöldin þar sem nemendur völdu m.a. ferðafélaga dagsins. Snemma næsta morgun fengu nemendur að fara í stórmarkað, Fisketorvet, þar sem þau gerðu nokkur innkaup sem við svo skil- uðum af okkur á farfuglaheim- ilið áður en við lögðum í hann í Tívolí. Við vorum langt fram á kvöld í Tívolíinu, nemendur gátu hlustað aðeins á tónleika í garðinum með Stebba hristing (Shaken Stevens) en ég held nú að þeim hafi nú þótt hann full mikill ellismellur en mikið var af miðaldra kvinnum í garðinum sem urðu máttlausar í hnjánum af hrifningu á þessu gamla goði. Næsta morgun drifum við í að ganga frá herbergjum og koma okkur af stað út á flugvöll því halda skyldi af stað heim til Ís- lands. Nemendum fannst ferðin frábær í alla staði, voru alveg tilbúin að vera lengur eða fara út aftur eftir mánuð eða a.m.k. fá að fara með 9. bekk næsta vor ef verður far ið, en það stendur þó ekki til boða. Þessi ferð jók samkennd hóps ins mikið og efldi með þeim sjálfs- traustið. Þau voru mjög dugleg að bjarga sér, reyndu að tala dönsku áður en þau skiptu yfir í ensku, kynntust því að málið var nú ekki eins erfitt og þau höfðu talið áður. Fyrir okkur fararstjórana var ánægjulegt að fylgjast með því hvernig öryggi þeirra óx með hverjum deg- inum sem leið, teljum við svona ferð tvímælalaust af hinu góða og mælum hiklaust með slíkum samskiptum á milli jafnaldra á Norðurlöndum. Fh. 9. bekkjar. Ragnhildur, Þórunn Björk & Skúli fararstjórar Skemmtileg Danmerkurferð Sandgerðiskrakka 8 Ferðalangar frá Sandgerði: Nem end ur 7. LBG úr Holta skóla kíktu í heimsókn til Víkur- frétta og í tilefni reykalusa dags- ins þann 31. maí afhentu þau tvo boli sem þau höfðu hannað í tengslum við samkeppnina Reyklaus bekkur. Alls tóku 320 bekkir þátt og komu þeir alls staðar af landinu. Keppnin er haldin í fjölmörgum Evrópu- lönd um þetta skóla ár tóku þátt auk Íslands: Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Hol- land, Ítalía, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Spánn, Sviss, Wales og Þýskaland. Gáfu boli í tilefni reyklausa dagsins Laugardagskvöld spilar Rúnar Þór fyrir dansi á Vitanum og Hreimur spilar og syngur ásamt Vigni á Mamma Mía. Á sunnudag verður skrúðganga frá Björgunarstöðinni að hátíð- arsvæðinu við höfnina. Gangan hefst kl. 13:30 og er það Lúðra- sveit Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar sem leikur undir. Hátíðahöld hefjast kl. 14:00 með því að eldri sjómenn eru heiðraðir og látinna sjómanna er minnst. Ræðumaður dagsins er Kristján Pálsson en eftir það er komið að skemmtiatriðum fyrir börnin þar sem Guffi ban- ani og Palla pera úr Ávaxtakörf- unni kíkja í heimsókn. Þá eru fjölbreytt leiktæki í boði auk hefðbundinna sjómannadags- skemmtiatriða s.s. flekadráttur, koddaslagur og margt fleira. Klukkan 15:30 er kaffisala á Vit- anum og á milli 17 og 18 er skemmtisigling á Moby Dick. að henni lokinn er grillveisla við Vita torg og Rúnar Þór spilar fyrir gesti og gangandi Ný Vídd listasmiðja við Strand- götu verður opin á milli 13 og 17 og eru allir velkomnir. Sjómenn og íbúar Sandgerðis eru hvattir til að draga fána að hún í tilefni dagsins. Dagskrá sjómannadags- ins í Sandgerði

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.