Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2005, Page 19

Víkurfréttir - 25.08.2005, Page 19
VÍKURFRÉTTIR I 34. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 2005 I 19 Sam komu hús ið Glað-heimar í Vogum mun brátt heyra sögunni til en á næstu vikum mun húsið víkja fyrir þremur fjölbýlishúsum sem munu rísa á reitn um. Fram að því mun Frístunda- skólinn og Félagsmiðstöðin eiga athvarf í húsinu þangað til að þeim verður búið varan- legt húsnæði í viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina. Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri sagði í samtali við Víkur- fréttir að ljóst hafi verið að húsið þyrfti að víkja fyrr en síðar, en þar sem verktakanum sem mun reisa húsin hefur gengið svo vel að selja íbúðirnar var ákveðið að flýta framkvæmdum. „Við erum að taka í gagnið ráðstefnu-, veislu- og fundar- sal í nýju viðbyggingunni við Stóru-Vogaskóla sem mun taka að stærstu leyti við hlutverki Glaðheima. Verður aðstaða þar miklu betri, enda má segja að húsnæðið eins og það var sé úr sér gengið fyrir löngu.” Jóhanna segist eiga von á því að fólk muni sakna Glaðheima enda hafa ótal minnisstæðar veislur og böll farið þar fram í þau 50 ár sem húsið hefur starfað. „Það var góður andi í þessu húsi og sveitaböllin sem þar voru haldin alltaf skemmti- leg. Þegar bæjarbúar sjá nýja sal- inn og þá glæsilegu aðstöðu sem þar er munu þau örugglega sjá að þessi breyting var tímabær.” Íbúar í Vogum höfðu samband við Víkurfréttir á dögunum og lýstu yfir áhyggjum af fram- tíð hússins sem er Vogabúum mjög hjartfólgið og hlaðið minn- ingum eftir áratuga skemmtana- hald. Verða nú minningarnar það eina sem eftir verður af þessu sögufræga húsi og bæjar- búar munu þess í stað kætast saman í glæsilegu húsnæði í grunnskólahúsinu. Glaðheimar líða undir lok Kaflaskipti í félagslífi Vogabúa: Elsku Natan Axel, til hamingju með 1 árs afmælið stóri strákur. Kveðja, mamma og pabbi. Afmæli

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.