Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.08.2005, Qupperneq 23

Víkurfréttir - 25.08.2005, Qupperneq 23
VÍKURFRÉTTIR I 34. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 2005 I 23 www.kylfingur.isÁ Ljósanæt ur há tíð inni munu Leiðsögumenn á Reykjanesi bjóða upp á fimm ferðir um Reykjanesbæ. Fimmtudaginn 1. september verður farið í göngu um Innri- Njarðvík, þar verður sagt frá sögu kirkjunnar og svæðisins í kring, auk þess sem byggða- safnið verður skoðað. Gengið verður að Hólmfastskoti og síðan að Garðbæ sem er með elstu steinhúsum á svæðinu. Gangan hefst við Innri-Njarð- víkurkirkju, klukkan 17:00. Laugardaginn 3. september verður farið að Stekkjarkoti á Fitj um. Þar verð ur fræðsla um búsetu í Njarðvík, Fitjum og Bolafót, auk þess sem vík- ingaskipið, Íslendingur verður kynnt. Gangan hefst við Stekkj- arkot klukkan 10:00. Seinna sama dag verður hægt að skella sér í göngu um gamla bæinn í Keflavík. Saga kirkjunnar verður rakin, gengið verður að minnis- merkinu um brunann í Keflavík sem og í gegnum gamla hlutann af Hafnargötunni. Þess má geta að sá hluti breytist í göngugötu frá klukkan 12. Gengið verður að Pakkhúsinu, Fischerhúsi, að gömlu tóftum gömlu Kefla- víkur, niður Grófina og endað við Duus hús. Gangan hefst við Keflavíkurkirkju, klukkan 13:00. Gengið verður í fótspor Rauð- höfða, sunnudaginn 4. sept- ember. Gengið er frá Hvals- neskirkju, gömlu þjóðleiðina til Keflavíkur að Stakksgnípu í Keflavík. Þar er Rauðhöfði sagður hafa steypt sér í sjóinn í hvalslíki og synt upp í Hvalvatn ofan við Hvalfjörð. Farið er frá SBK í Reykjanesbæ klukkan 10:30 að Hvals nes kirkju. Gangan tekur um tvær og hálfa klukkustund. Menn ing og mann l í f ið í Höfnum verður svo skoðað sunnudaginn 4. september. Gengið verður að ankerinu úr Jamestown og strandið rakið. Þá verður landnámsbærinn skoðaður auk hafnarinnar og Kotvogi. Leiðsögumenn hafa tekið virkan þátt í hátíðadagsskrá Suðurnesja í sumar og meðal annars tekið þátt í Sandgerðisdögum og á Sól- stöðuhátíðinni í Garði. Í Sand- gerði tók einn leiðsögumaður- inn sig til og samdi barnasögu um geirfuglinn og las hana upp fyrir yngstu kynslóðina á Fræða- setrinu. Farin var hringferð um Sandgerði auk þess sem gengið var um Stafnes og Básenda. Á Sólseturshátíðinni í Garði var gengið að fornmannaleiði, Út- skálakirkju, Skagagarði og Skála- reyki. Gamli vitinn var heim- sóttur sem og byggðasafnið. Þá var hægt að velja um nokkuð lengri göngu þar sem farið var frá Leirunni í Garði að Garð- skagavita og tók sú ferð um þrjá tíma. Leiðsögumenn Reykjaness ses. er sjálfseignastofnun sem sett var á laggirnar af nýútskrif- uðum svæðisleiðsögumönnum um Reykjanes. Hópurinn stund- aði nám sitt við Miðstöð Sí- menntunar á Suðurnesjum og útskrifaðist frá Leiðsöguskóla Íslands fyrr á árinu. Leiðsögu- menn ses samanstendur af 15 svæðisleiðsögumönnum með víðtæka sérþekkingu og reynslu úr ýmsum sviðum samfélagsins. Samsetning hópsins gerir það að verkum að hann er fær um að taka að sér hin fjölbreyttustu verkefni. Nánari upplýsingar gefur Rann- veig L. Garðarsdóttir í síma 893 8900 eða í tölvupóstinum, rann- veig@reykjanesguide.is. Gönguferðir á Ljósanótt Aldur: 14 að verða 15 :P Skóli: Heiðarskóli. Happatala: 10. Stjörnumerki: Meyjan. Æ f i r ð u e i n hv e r j a íþrótt? Já ég æfi sund. Uppáhaldstónlistarmað- ur/hljómsveit? Hmm, á erfitt með að velja. Ertu oft á msn? Já mjög oft. Hvað mundirðu kaupa þér ef þú ættir að eyða 1000 kr.? Inn- eign, engin spurning ;) Fórstu eitthvað erlendis í sum- ar? Já ég fór til Ítalíu að keppa með unglinga- landsliðinu. Hvaða vefsíðu heimsækir þú m e s t ? w w w. b2.is og blogg- síður og svo- leiðis. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Að hafa ekkert að gera. Skemmtilegasta sem þú gerir? Fara til útlanda, vera með vin- um, og margt fleira. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Twentyfour og Lost. Hvern myndirðu mest vilja hitta? Einhvern frægan... Clint Eastwood Uppáhaldshlutur? Örugglega rúmið mitt... Hvaða mynd tókstu síðast á leigu? Cool Runnings! Besti matur? Lambahryggur- inn hennar mömmu, nammi namm. Bítlarnir eða U2? Bítlarnir. Grín- eða hryllingsmynd? Grín- myndir ! Sól eða snjór? Sólin!! Íþrótta- eða gallabuxur? Bæði bara. Pulsa eða pylsa? pUlsa. Ung ling ur vikunnar Davíð Hildiberg Aðalsteinsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.