Víkurfréttir - 08.09.2005, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 8. SEPTEMBER 2005 I 15
Ljósanótt í Reykjanesbæ
Fjölmenni var viðstatt athöfn-
ina þegar stjörnusporið var
afhjúpað. Ættingjar og velunn-
arar systkinanna tóku formlega
við sporinu. Við sama tækifæri
var tilkynnt að hópur tónlist-
arfólks, ættingja og velunnara
hafi stofnað til félagsskapar
sem hefur það að markmiði að
heiðra minningu systkinanna
frá Merkinesi með því að reisa
þeim veglegan minnisvarða við
fæðingarstað þeirra í Höfnum
á Reykjanesi. Kom fram við at-
höfnina að stjörnusporið væri
því aðeins lítið spor að einhverju
stærra en gert er ráð fyrir því
að minnisvarðinn verði reistur
næsta vor.
Clint Eastwood, leik-stjóri stórmyndarinnar Flags of our Fathers
vill þakka íbúum Reykjanes-
bæjar þann heiður sem honum
er sýndur með því að afhjúpa
skjöld til minningar um veru
hans í Reykjanesbæ og tökur á
myndinni Flags of our Fathers.
Á laugardag var síðasti töku-
dagur kvikmyndarinnar hér á
landi og því gat Clint ekki verið
viðstaddur athöfnina utan
við Sambíóin í Keflavík. Þetta
kemur fram í skeyti sem Tim
Moore frá Malpaso og Leifur
B. Dagfinnsson frá Truenorth
sendu til Ljósanæturnefndar
síðdegis á laugardag.
Skeytið hljómar svo:
Malpaso og Truenorth þakka
íbúum Reykjanes gestrisni og gott
samstarf á undanförnum vikum
vegna vinnu okkar við kvikmynd-
ina Flags of our Fathers. Einnig
vill leikstjóri myndarinnar Clint
Eastwood þakka þann heiður
sem honum er sýndur í dag en
þar sem upptökur standa enn yfir
þá getur hann ekki sjálfur verið
viðstaddur.
Við óskum ykkur öllum til ham-
ingju með Ljósanótt
Reykjavík 3. september 2005
Tim Moore
UPM Malpaso
Leifur B. Dagfinnsson
UPM Truenorth
Ungmennafélag Íslands og verslunin Persóna við Hafnargötu fengu
Umhverfisverðlaun Reykjanes-
bæjar árið 2005. Umhverfis- og
skipulagssvið Reykjanesbæjar
valdi aðilana tvo og veitti þeim
viðurkenningar auk verðlauna-
grips, táknrænan skreyttan
kúst sl. fimmtudag.
Í umsögn USR segir að UMFÍ
hafi haft umhverfismál ofarlega í
huga undanfarið og er skemmst
að minnast viðurkenningar sem
félagið veitti Bláa hernum frá
Reykjanesbæ fyrr í sumar í sam-
vinnu við Pokasjóð. Leit bærinn
á þetta sem tækifæri til að endur-
gjalda þá viðurkenningu.
Helga Guðjónsdóttir, varafor-
maður UMFÍ veitti verðlaun-
unum viðtöku ásamt fram-
kvæmdastjóranum Sæmundi
Runólfssyni og Einari Haralds-
syni stjórnarmanni og formanni
Keflavíkur, Íþrótta- og ung-
mennafélags.
Þá fékk verslunin Persóna við-
urkenningu fyrir frumkvæði í
umhverfismálum og fyrir að
vera leiðandi afl í umgengni við
Hafnargötu. Guðmundur Reyn-
isson tók við verðlaununum
fyrir hönd þeirra hjóna.
Fengu Umhverfisverð-
laun Reykjanesbæjar
Gestaspor Reykjanesbæjar við Sambíóin
Dægurlagasystkinin
heiðruð á Ljósanótt
Minning dægurlagasystkinanna frá Merkinesi í Höfnum, Ellyar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna, var heiðruð á Ljósa-nótt í Reykjanesbæ, þegar afhjúpað var stjörnuspor
í stéttinni framan við veitingahúsið Ránna í Keflavík. Þetta er
þriðja stjörnusporið sem afhjúpað er við Hafnargötuna, en áður
hefur Hljómum og Gullaldarliði Keflavíkur í knattspyrnu verið
veitti stjörnuspor.
Stjörnuspor
Reykjanesbæjar
við Ránna:
Kærar þakkir
Garðasel!
Síðastliðin 5 ár höfum við hjónin átt syni á leikskólanum Garða-
seli. Nú er komið að lokum
þeirrar þjónustu og viljum
við þakka fyrir frábær sam-
skipti sem við höfum átt við
allt starfsfólk skólans.
Alveg frá byrjun hefur verið
einstaklega vel staðið að
okkar málum. Það var al-
veg sama hvaða bón maður
kom með eða hvaða kvörtun
maður lagði fram alltaf var
reynt með öllu móti að laga
hlutina. Innan skólans ríkir
góður andi og hefur hann
eflst með hverju ári.
Takk fyrir ómetanlegt starf
og gott „leikskólauppeldi“ á
sonum okkar.
Frá afhjúpun stjörnuspors-
ins framan við veitinga-
húsið Ránna sl. laugardag.
Clint Eastwood
þakkar íbúum
Reykjanesbæjar
heiðurinn