Víkurfréttir - 08.09.2005, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 8. SEPTEMBER 2005 I 11
Hvað þarf til þess að læra að treysta æðra mætti, til að bæta heils-
una, auka orku
og bæta hana?
Laug ar dag inn
10.sept em ber
endurtekur Púls-
inn vinsælt nám-
skeið frá því í
vor m e ð E r n i
Jónssyni, nálarstungulækni og
Master í NLP.
Á þessu námskeiði kennir Örn
einnig hvernig efla má tengsl
við innsæið, innri mann og
innri sköpun. Þú lærir hvernig
þú getur breytt hugsanamynstri
og haft þannig betri stjórn á and-
legri líðan þinni. Farið verður í
NLP æfingar, sem eru æfingar
til að breyta td. neikvæðum
hugsunum í jákvæðar, ásamt
hugleiðslu, slökun, orkupunkta-
nuddi og dansi. Þér verð ur
kennt að vinna með orkupunkta
líkamans og hvernig nota má
ákveðna punkta til slökunar.
Skráningu er senn að ljúka í
síma 848 5366 eða á heimasíðu
www.pulsinn.is
Lærðu að treysta (æðri mætti)
Púlsinn ævintýrahús í Sandgerðisbæ
Útskálar í Garði á Reykjanesi.
Útskálar voru lengi meðal helstu
höfuðbóla á Suðurnesjum og
lá til staðarins fjöldi hjáleiga.
Ekki eru um það heimild ir
hvenær kirkja var þar fyrst sett
en ekki er ólíklegt að það hafi
verið snemma í kristni hér á
landi. Fyrsti prestur á Útskálum
sem um getur í heimildum hét
Ormur og hefur fengið kall
seint á 14. öld. Frá öndverðri
16. öld og síðar eru til ágætar
heimildir um þá presta sem stað-
inn sátu og voru margir þeirra
ágætir fræðimenn. Má þar auk
annarra nefna síra Þorleif Kláus-
son (1627-1699) og síra Sigurð
Br. Sívertsen (1808-1887).
Kirkjan sem nú stendur á Út-
skálum var reist á árunum
1861-1863 og stækk uð árið
1895. Kirkjugarðurinn á Út-
skálum er fyrir margra hluta
sakir merkilegur, ekki síst fyrir
þá sök að þar er að finna margar
gerðir gamalla minningarmarka
(legsteinar og pottjárnsverk).
Höfundur þessa greinarkorns
mun leiða gesti um gamla hluta
kirkjugarðsins á Útskálum laug-
ardaginn 10. september n.k. og
hefst leiðsögnin klukkan 17:00.
Gunnar Bollason
verkefnisstjóri kirkjuminja
Fornleifavernd ríkisins