Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.11.2006, Page 32

Víkurfréttir - 09.11.2006, Page 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Evrópukeppnin í körfu: Við skorum á þig að tippa,“ er nýr leikur sem Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur fyrir. Leikurinn hófst í síðustu viku með því skorað var á formann Keflavíkur að tippa hjá Íslenskum getraunum á enska boltann fyrir kr. 480 í boði Barna- og unglingaráðs gegn því að hann styrki ráðið um mögulegan vinning að hámarki 5.000.- Áskorandinn getur notað 8 leiki með einni merkingu, fjórir leikir eru tvítryggðir og einn leikur er þrítryggður. Seðilinn birtist í Víkurfréttum og þar getur tipparinn skorað á þann næsta með sömu reglu. Í vikunni á eftir kemur fram hvað fyrri áskorandi fékk marga rétta og hvort hann hafi unnið eitthvað. Leikurinn stendur yfir fram í janúar eða þar til fyrirtækjaleikurinn tekur við. Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, tók áskorun Einars Haraldssonar í síðustu viku og skorar í Daða Þorgrímsson. Getraunseðill Rúnars lítur svona út: Getraunaleikur: Við skorum á þig að tippa! 1. 2 Gefle - Helsingborg 2 12 Everton - Aston Villa 3 1 Chelsea - Watford 4. x2 Middlesbro - West Ham 5 1 Portsmouth - Fulham 6 1x2 Sheff. Utd. - Bolton 7. 1 Wigan - Charlton 8. 1 Cardiff - Burnley 9. 1x Coventry - Derby 10 1x Crystal Palace - Stoke 11. 1 Ipswich - Sheff. Wed. 12. 1 Sunderland - Southampton 13. 1 W.B.A. - Norwich Rúnar V. Árnason Njarðvíkingar hefja Evr-ópuævintýri sitt í rús-sneku borginni Sam- ara í dag þar sem þeir mæta CSK-VVS Samara í Áskorenda- bikar Evrópu í körfuknattleik. Eftir langt og strangt ferðalag bíður Njarðvíkinga gríðarlega erfitt verkefni, en óhætt er að gera ráð fyrir að lið Samara sé mjög öflugt þrátt fyrir að vera nú um miðja deild í heimalandi sínu. Þeir hafa á að skipa há- vöxnu liði þar sem átta af tólf leikmönnum eru yfir tvo metra á hæð og segir Einar Árni Jó- hannsson, þjálfari Njarðvíkinga, að þetta sé mikil áskorun. „Þetta verður mikill barningur. Okkar lykilmenn eru hins vegar allir heilir og við stefnum að því að hvíla okkur vel daginn fyrir leik og taka svo vel á þeim. Þessi keppni er annars mikið ævintýri fyrir okkur og spenn- andi verkefni þrátt fyrir löng ferðalög, en það verður mikið fjör í þessu hjá okkur næstu sex vikurnar!” Þetta er í fyrsta skipti sem Njarð- vík tekur þátt í Evrópukeppni undir eigin merkjum frá árinu 1991 þegar liðið tapaði tvisvar gegn Cibona Zagreb. Einar segir að Njarðvíkingar hafa horft til árangurs Keflvíkinga í keppn- inni undanfarin ár og ákveðið fyrir um tveimur árum síðan að taka slaginn þegar takmarki þeirra um að ná Íslandsmeist- aratitlinum yrði náð. Njarðvíkingar leika 6 leiki á jafnmörgum vikum og verður þeirra fyrsti „heimaleikur” í Íþróttahúsinu við Sunnubraut gegn úkraínska liðinu Cherasky Mavpy eftir rétta viku. Kefla vík og Hauk ar mætast í Iceland Ex-press deild kvenna í körfuknattleik að Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag. Bæði lið hafa leikið vel það sem af er vetri og er toppsætið í veði í þessum leik. Haukar hafa stigið upp sem nýtt stórveldi í kvennakörfunni á undraskjótum tíma og ógna stöðu Keflavíkur á þeim vettvangi. Jón Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, sagði í sam- tali við Víkurfréttir að leikurinn legðist vel í hann. „ Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer. Þetta er samt bara venjulegur körfu- boltaleikur og þetta snýst bara um hugasástand. Haukar hafa mikið sjálfstraust þessa stund- ina en ég tel að við séum með betra lið á pappírnum og ef við spilum eins og við eigum að geta vinnum við þennan leik.” Suðurnesjafólkið Freyja Sigurðardóttir og Jakob Jónharðs-son unnu góða sigra á Bikarmóti IFBB í fitness á laugar-dag. Freyja var hlutskörpust í flokki kvenna yfir 164sm og hafði betur en Anna Bella Markúsdóttir í heildarkeppninni þar sem um afar tvísýna keppni var að ræða. Freyja hefur því gert ansi góða ferð hingað heim frá Noregi þa sem hún býr, því eins og hefur komið fram áður í Víkurfréttum varð hún einnig Íslandsmeistari í IceFitness helgina áður. Í karlaflokki var Jakob hlutskarpastur eftir jafna keppni, en hann þótti þó skara framúr. Í öðru sæti var Sigurkarl Aðalsteinsson. Skot inn Scott Rams ey hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Grinda- víkur á ný eftir nokkurra ára hlé en hann skrifaði undir samning þess efnis á laugar- dag. Auk hans gengu tveir leik- menn frá samningum við liðið en það eru þeir Orri Freyr Hjaltalín og Eyþór Atli Einars- son sem framlengja samninga sína. Þannig er ljóst að Grindvík- ingar halda eftir obbanum af leikmönnum sínum þrátt fyrir fall í 1.deild, en meðal þeirra sem horfið hafa á braut eru þeir Óskar Örn Hauksson, Jóhann Þórhallsson og David Hannah, en fyrirliðinn Óðinn Árnason hefur aukinheldur gefið í skyn að hann vilji reyna fyrir sér á öðrum miðum. Jak ob Jón harðs son og Ragnar Steinarsson hafa verið ráðnir þjálfarar knattspyrnuliðs Reynis frá Sandgerði. Gengið var frá samningum við þá félaga í síð- ustu viku, en þeir léku báðir með Keflavík á sínum tíma. Þá var Jakob, sem er Sand- gerðingur að upplagi, aðstoð- arþjálfari Milans Jankovic hjá Keflavík sumarið 2004. Hann stýrði liðinu m.a. í einum leik það árið í fjarveru Milans. Reynismenn munu leika í 1. deild næsta sumar, en Gunnar Oddsson hætti með liðið eftir að hafa komið þeim upp úr 3. deild á tveimur árum. Við sama tækifæri var einnig skrifað undir samninga við fimm leikmenn, þá Hafstein Helgason, Hafstein Friðriks- son, Björn Ingvar Björnsson, Brynjar Örn Guðmundsson og Hjört Fjeldsted. Þá hafa Guð mund ur Gísli Gunnarsson og Hafsteinn Rún- arsson gefið stjórninni vilyrði um að halda áfram hjá liðinu, en þeir áttu þess ekki kost að mæta á fundinn. Bikarmeistarar Kefla-vík ur í knatt spyrnu hafa fengið liðsstyrk en í síðustu viku samdi framherj- inn Einar Örn Einarsson við liðið til þriggja ára. Einar er 23 ára og hefur leikið allan sinn feril hjá Leikni. Hann lék 99 leiki fyrir þeirra hönd og gerði þar 44 mörk. Hann gerði 6 mörk í 17 leikjum í 1. deildinni í sumar. Við undirritun samningsins lýsti Einar mikilli ánægju með að vera kominn til Keflavíkur og það væri ögrandi verkefni að leika með félaginu í efstu deild. Jakob og Ragnar stýra Reyni Jakob og Steinar skrifa undir með Sigursveini Bjarna Jónssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar. Njarðvíkingar hefja leik í Rússlandi Ramsey aftur til UMFG Liðsauki til Keflavíkur Fitness: Freyja og Jakob bikarmeistarar Toppleikur í kvennakörfunni

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.