Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.09.2015, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 03.09.2015, Blaðsíða 1
vf.is Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 • 34. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR ÞJÁLFUN LAUS PLÁSS Gleðilega Ljósanótt með Víkurfréttum XXAuk hefðbundinnar útgáfu Víkurfrétta sem reyndar er mjög vegleg eða 48 bls. gefa VF út sérstakt dagskrárrit sem dreift er í hús í Reykjanesbæ en einnig víðar, m.a. liggur það frammi á mörgum sýn- ingarstöðum og verslunum. Í ritinu sem er í handhægu broti er að finna alla dag- skrárliði Ljósanætur 2015, kort af sýningarsvæðinu og auglýsingar. Ljósmyndaleikur á Ljósanótt XXVíkurfréttir efna til ljósmyndaleiks á Ljósa- nótt. Valdar verða þrjár myndir sem fá vegleg verðlaun. Greint verður frá því í næsta blaði og á vf.is. Settu mynd eða myndir frá Ljósa- nótt 2015 á Facebook síðu þína og merku þær #vikurfrettir. Þá áttu möguleika á vinningi. Rafræn Helguvíkurkosn- ing verður ekki bindandi XXBæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúakosningu vegna deiliskipulags í Helguvík. Lagt til að kosningin fari fram á tímabilinu frá 8. til 20. nóvember nk. og standi í 10 daga og að miðað verði við 18 ára aldur kjósenda. Þá var samþykkt á fundi bæjarráðs í morgun að niðurstaða kosninganna verði ekki bindandi. Bæjarráð samþykkti einnig að óska eftir því við ráðherra að íbúakosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna kosninganna verði á rafrænu formi. XXÞað hefur verið mikið makrílfjör við og í Keflavíkurhöfn síðustu daga og þessum sprett- harða fiski verið landað í miklu magni frá bátum og þá hafa stangveiðimenn ekki látið sitt eftir liggja og einnig rifið hann upp. „Það er búið að vera gaman að vera hér á bryggj- unni undanfarið. Menn róta makrílnum upp og svo hefur selur verið hér í sömu veislu. Honum hefur ekki leiðst,“ sagði einn af nokkrum bryggju- gestum við VF. Sem sagt makrílfjör í hæstu hæðum þó verð hafi lækkað og erfiðar gangi að selja hann. XXLjósanótt var þjófstartað í gærkvöldi með söngskemmtun Bliks í auga, „Lög unga fólksins“ í Andrews salnum á Ásbrú. Hús- fyllir var á tónleikunum og stemmningin frábær. Ljósanótt var síðan formlega sett með blöðrusleppingum grunnskólabarna við Myllubakkaskóla í morgun. Við tekur gríðarlega umfangsmikil menn- ingar- og fjölskyldudagskrá sem stendur fram á sunnudagskvöld. „Við erum stolt af því að heimamenn eru í aðalhlutverkum í dag- skránni. Undirbúningur hefur gengið vel og við erum tilbúin í þessa sextándu ljósahátíð okkar,“ sagði Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Sjónvarp Víkurfrétta tók aðeins forskot á sæl- una og leit við á aðalsýningu Ljósanætur 2015, „Andlit bæjarins“ í aðalsýningarsal Duus- húsa. Björgvin Guðmundsson, ljósmyndari í áhugaljósmyndarafélaginu Ljósopi var í óða önn að setja upp 300 myndir af bæjarbúum sem hann myndaði í sumar. Hann stefnir að því að gera ljósamyndabók með myndunum. Fyrirsæturnar geta keypt myndirnar á sýning- unni en peningana ætlar Björgvin að nota til að fjármagna bókaútgáfuna.Þá ætlar hann að bjóða fleirum að koma í myndatöku á Ljósa- nótt. „Það fór eiginlega allt sumarið í þetta en verkefnið var gríðarlega skemmtilegt.“ Hann lýsir því í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í vikulegum þætti sem er sýndur á ÍNN frá kl. 21.30 (og svo á 2 klst. fresti í sólarhring) og einnig á vf.is. VF-mynd/pket. Andlit bæjarbúa á aðal sýningu Ljósanætur Makrílveisla í Keflavíkurhöfn ljosanott.is Dagskrá Ljósanætur dagana 2. til 6. september n.k. Reykjanesbær 2015

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.