Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.09.2015, Side 12

Víkurfréttir - 03.09.2015, Side 12
12 fimmtudagur 3. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR ljosanott.is Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 2.–6. september Dagskrá á útisviði Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn Ingó Veðurguð • Bæjarstjórnarbandið • Jóhanna Ruth • Leikhópurinn Lotta Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Bestu vinir í bænum • Sígull Bryn Ballett Akademían • Taekwondo • Danskompaní • Pakkið Kolrassa Krókríðandi • Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar • Líf og friður Sveitapiltsins draumur, tónleikar til heiðurs Rúnari Júlíussyni Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi Árgangaganga Tónlistarveisla • Kjötsúpa • Heimatónleikar • Sagnakvöld • Lög unga fólksins Bryggjusöngur • Bíla- og bifhjólasýning • Hátíð í Höfnum • Hjólbörutónleikar Gospel og læti • Rokksafn Íslands • Leiktæki • Hoppukastalar Brúðubíllinn • Skessulummur og dúndur Ljósanæturtilboð í verslunum Sjá dagskrá á ljosanott.is HS Orka lýsir upp Ljósanótt! Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur Láttu sjá þig! Reykjanesbær 2015 -mannlíf pósturu vf@vf.is Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra er afmæl- issýning Keflavíkurkirkju sem fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Sýningin er í bíósal Duus Safna- húsa. Sýning þessi er sett upp í tilefni af aldarafmæli Keflavíkurkirkju sem vígð var árið 1915. Rifjuð er upp byggingarsaga kirkjunnar og sagt frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kirkjunni í gegnum tíðina. En kirkjan er meira en bygg- ing, hún er líka fólk og gefin er inn- sýn í öflugt kirkjustarf í heila öld þar sem margir lögðu hönd á plóg. Zumba í Reykjanesbæ á Ljósanótt Zumba er skemmtileg líkamsrækt þar sem dansað er við Suður-Ameríska tónlist. Í Sporthúsinu að Ásbrú eru fjórir zumbatímar í viku og þar ræður ríkjum Aneta Grabowska, gjarnan kölluð Aneta Zumba og hefur hún kennt Zumba í Sporthúsinu síðan það var stofnað haustið 2012. Það er alltaf gleði og gaman í tímum hjá Anetu og ekki skemmir fyrir að það hafa myndast vinatengsl í hópnum og fyrir utan að dansa fjórum sinnum í viku þá hittast konurnar heima hjá hver annarri eða ferðast saman. Hópur- inn hefur gert talsvert af því að dansa úti á víðavangi í Reykjanesbæ m.a. á undan Kvennahlaupinu og á Ljósanótt. Næsta Ljósanótt verður engin undantekning á því. Þær munu dansa nk. laugardag kl. 15 á horni Hafnargötu og Tjarnargötu og hvetjum við áhuga- sama til að koma og dansa með eða horfa á. Þingkonur og ráðherra á Sagnakvöldi á Nesvöllum XuFimmtudaginn 3. september kl 20:00 verður haldið Sagna- kvöld á Nesvöllum sem Fé- lag eldri borgara á Suðurnesjum efnir til. Í ár verður þess minnst að 100 ár eru liðin frá því konur á Íslandi fengu kosn- ingarétt. Svanhildur Eiríks- dóttir verkefnastjóri mun stjórna kvöldinu og hafa stutta fram- sögu um efni kvölds- ins. Þingkonurnar Oddný G.Harðardóttir, Ragn- heiður Elín Árnadóttir og Silja Dögg Gunn- arsdóttir mæta og flytja stutt ávörp í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því konur fengu kosn- ingarétt. Allir velkomnir. Með óhreint mjöl í poka XuÖkumaður um tvítugt sem lögreglan á Suðurnesjum stöðv- aði um helgina við hefðbundið eftirlit reyndist ekki aðeins vera undir áhrifum fíkniefna heldur var hann einnig með kannabis í poka í bílnum. Hann viður- kenndi eign sína á fíkniefn- unum. Annar einstaklingur sem lögregla hafði afskipti af var með fíkniefni í tóbaksdós, sem hann vísaði lög- reglumönnum á. Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra Keflavíkurkirkja fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Í sumar hafa staðið yfir fram-kvæmdir við nýjan göngustíg, sem tengir byggðina í Vogum á Vatnsleysuströnd við skógræktar- og útivistarsvæðið að Háabjalla. Þar hefur skógrægtarfélagið Skógfell byggt upp myndarlega aðstöðu, bæjarbúum til yndis- auka. Nýi stígurinn liggur um undirgöng undir Reykjanesbraut, og því mun öruggari leið en áður, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í vikulegu fréttabréfi sínu. „Því miður eru vegirnir að stígnum beggja megin í lélegu ástandi, ann- ars vegar Stapavegurinn frá Voga- laxi að spennistöðinni (þar sem stígurinn byrjar) og hins vegar línuvegurinn frá stígnum að Há- abjalla. Sveitarfélagið hefur óskað eftir því við Landsnet hf. (sem á línuveginn) að þeir lagfæri hann á þessum kafla, svo hann verði greið- færari. Einnig er leitað leiða til að lagfæra gamla Stapaveginn, þótt svo ekki sjái enn fyrir endann á því hvernig úr rætist,“ segir Ásgeir jafnframt í fréttabréfinu. -fréttir pósturu vf@vf.is Nýr göngustígur frá Vogum að Háabjalla Hafnargata 29 - s. 421 8585 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM frá MIÐVIKUDegi TIL SUNNUDAGS ljósanótt Opið Miðvikdag, fimmtd., föstud. og laugard. 11:00 - 22:00 Sunnud. 13:00 - 18:00 20% aukaafsláttur af öllum skóm í opið á lau gardegin um í skól agernum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.