Víkurfréttir - 14.07.2016, Qupperneq 4
4 fimmtudagur 14. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR
Starfsfólk óskast í eftirfarandi stöður
Óskum eftir vaktstjórum á vaktir, þarf að geta byrjað í haust.
Umsjón með framleiðslu á mat, vaktaplönum og mannaráðningum.
Óskum eftir afgreiðslufólki á vaktir, þarf að geta byrjað í haust.
Umsjón með framleiðslu á mat og jákvæðu hugarfari.
Óskum eftir aðstoð í hádeginu Í haust fjóra daga vikunnar,
unnið er frá kl 11:00-14:30 mánudag til fimmtudags.
Vinsamlegast sendið umsóknir á nonni@ginger.is með ferilskrá.
VIÐ OPNUM
FLJÓTLEGA Á FITJUM
OG Í LEIFSSTÖÐ
UMSJÓNARMAÐUR
FASTEIGNA OG TÆKJA
Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna
og tækja hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfssvið umsjónarmanns nær til umsjónar allra fasteigna og tækja
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ, Grindavík og Vogum.
Umsjónarmaður sér um viðhald og að ráða verktaka vegna viðhalds sem
tilheyrir HSS og hefur eftirlit með þeim til að tryggja gæði og tilskilinn frágang
verka. Einnig sér hann um tillögugerð til framkvæmdastjórnar um nauðsynlegt
viðhald fasteigna og tækja. Umsjónarmaður tekur við tilkynningum frá
eftirlitsaðilum, slökkviliði og lögreglu ef þörf er á og bregst við eftir atvikum.
Hæfniskröfur
• Iðnmenntun á byggingasviði
• Víðtæk þekking á byggingamálum
• Víðtæk þekking á verklegum framkvæmdum
• Þekking á áætlunargerð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæði og frumkvæði í star
• Starfsreynsla á byggingasviði
Frekari upplýsingar um starð
Um er ræða framtíðarstarf og æskilegt er að umsækjandi geti hað störf
jótlega. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ármálaráðherra og
Starfsmannafélags Suðurnesja. Sótt er um starð rafrænt á; www.hss.is
undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.júlí 2016
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er reyklaus vinnustaður.
Nánari upplýsingar veitir Elís Reynarsson framkvæmdastjóri
ármála og rekstrar í síma 4220500 og á netfangi:elis@hss.is
Bókin
Ég gef mér allt
of lítinn tíma
til að setjast
n i ð u r m e ð
góða bók en
nýti tækifær-
ið þegar ég fer
til útlanda. Á
náttborðinu er
Gildran eftir
Lilju Sigurðar-
dóttur, virkilega spennandi og erfitt að
leggja hana frá sér. Ég fór til Tenerife í
janúar og þá las ég Endurkomuna eftir
Ólaf Jóhann og Myrká eftir Arnald
Indriða. Báðar bækurnar héldu mér
fastri en verkin voru gjörólík. Ólafur
er svo mikill meistari og þetta verk
eins og góður konfektmoli. Á döfinni
er svo að finna skemmtilega handbók
í tengslum við garðyrkju og flóru Ís-
lands.
Tónlist
Spotify er vinsælasta forritið á heimil-
inu og oft kveikt á græjunum. Undan-
farið hef ég verið að hlusta á Ásgeir
Trausta, Ylju, Mugison, Valdimar og
OMAM. Muse er líka töluvert í spilar-
anum og upphitunin löngu hafin fyrir
tónleikana sem verða í ágúst í Reykja-
vík. Ég er nýlega farin að hlusta á jazz
og er með nokkra góða lista vistaða á
Spotify sem ég gríp reglulega í. Góður
„playlisti“ er algjör nauðsyn þegar ég
fer út að hlaupa og honum að þakka
að ég er komin á skrið aftur eftir langt
hlaupahlé. Hlaupalistinn heitir Runn-
ers world og er þar að finna blöndu af
dans- og popptónlist.
Sjónvarpsþáttur
Þessa dagana fer mikill tími í að gefa
litlu dóttur minni brjóst og þá er gott
að tylla sér fyrir framan sjónvarpið.
Ég er algjört nörd þegar kemur að
endurgerð gamalla húsa og innan-
hússhönnun og þar kemur sjónvarps-
stöðin Fine living sterk inn. Þar horfi
ég mikið á „Tiny house, big living“ og
„Fixer upper“. Annars gríp ég alltaf
reglulega í Friends á Netflix og var
að klára Breaking Bad seríurnar fyrir
stuttu. Nýi uppáhalds þátturinn er „Í
garðinum með Gurrý“ virkilega vand-
aður og góður þáttur sem er sýndur
á RÚV.
AFÞREYINGIN
GÓÐUR LAGALISTI
nauðsynlegur í hlaupin
n Njarðvíkingurinn Sigurbjörg Gunnars-
dóttir hefur mikinn áhuga á garðrækt og er nýji
uppáhalds sjónvarpsþátturinn hennar Í garðin-
um með Gurrý á RÚV. Sigurbjörg er sálfræði-
menntaður íþróttafræðingur og í meistaranámi
í forystu- og stjórnun samhliða vinnu en er
núna í fæðingarorlofi. Það fer því drjúgur tími
í brjóstagjöf þessa dagana og þá sest Sigurbjörg
stundum fyrir framan sjónvarpið. Hún hefur
brennandi áhugaá endurgerð gamalla húsa og
innanhússhönnun og heldur mikið upp á sjón-
varpsstöðina Fine Living.
n Hjónin Svava Kristín Valfells og Sveinn Valfells
komu færandi hendi í Listasafn Reykjanesbæjar síðasta
föstudag og gáfu safninu þrjú listaverk sem tengjast
Reykjanesbæ. Eitt þessara verka er nú til sýnis á sum-
arsýningu safnsins. Verkið heitir Mannfélagið, „At the
Pool“ og er eftir Ásgeir Bjarnþórsson. Verkið er önnur
útgáfa af mynd sem send var á Ólympíusýninguna í
London árið 1948.
Sveinn og Svava Kristín gáfu safninu einnig tvær aðrar
myndir sem tengjast Reykjanesbæ. Önnur er mynd eftir
Magnús Á. Árnason frá Narfakoti í Njarðvík og hin er
mynd eftir Jón Steingrímsson, stýrimann, sem bjó síðari
ár sín í Keflavík en hann var faðir Svövu. Báðar þessar
myndir voru í eigu Þórgunnar Ársælsdóttur Árnasonar frá
Narfakoti en hún var fyrri kona Jóns Steingrímssonar og
móðir Svövu.
Á vef Reykjanesbæjar kemur fram að Listasafn Reykjanes-
bæjar eigi nú um 700 listaverk sem flest eru í nýrri kantin-
um og því hafi verið mikill fengur af þessari viðbót af eldri
verkum í safnkostinn. Forstöðumaður safnsins, Valgerður
Guðmundsdóttir menningarfulltrúi, og formaður menn-
ingarráðs, Eva Björk Sveinsdóttir, tóku á móti gjöfinni og
þökkuðu höfðingsskapinn.
Vegleg gjöf til Listasafns Reykjanesbæjar
Jarðskjálfti við Grindavík
n Jarðskjálfti að stærð 3 var við Grindavík aðfararnótt síðasta föstu-
dags klukkan 04:16. Upptök hans voru tæpa þrjá kílómetra norður af
Grindavík. Á vefmiðlinum Grindavik.net segir að skjálftinn hafi fundist í
Grindavík en að eftirskjálftavirkni hafi verið lítil.
Í þessari viku er
brot af því besta úr
undanförnum þáttum.
Frá afhendingu gjafarinnar í Listasafni Reykjanesbæjar á dögunum.