Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2016, Side 6

Víkurfréttir - 14.07.2016, Side 6
6 fimmtudagur 14. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR n Hárstofan, ný hárgreiðslustofa var á dögunum opnuð í verslun- armiðstöðinni við Víkurbraut í Grindavík. Á stofunni starfa þær Margrét Erla Þorláksdóttir, Þór- dís Jóna Guðmundsdóttir, Edith Þóra Pétursdóttir og Anna Mar- ía Reynisdóttir. Nóg er að gera á Hárstofunni og þegar blaðamaður Víkurfrétta kíkti við var stemmn- ingin líkt og í félagsmiðstöð. Margrét Erla segir fólk oft kíkja við og fá sér kaffi þegar það er að versla í verslunarmiðstöðinni. „Það er svo félagsleg athöfn að fara í klippingu. Sérstaklega í svona litlu bæjarfélagi þar sem flestir þekkjast. Við erum all- ar mjög ánægðar með staðsetninguna á nýju stofunni,“ segir hún. Allar hafa þær fengist við hárgreiðslu í langan tíma en Anna María þó lengst, í yfir þrjá áratugi. Hún segir fagið þó alltaf jafn skemmtilegt og spennandi. „Ætli ég endi ekki bara í sjálfboðavinnu við hárgreiðslu á jafn- öldrum mínum í Víðihlíð þegar ég fer þangað,“ segir Anna María í léttum dúr en Víðihlíð er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Á stofunni er boðið upp á hárvörur frá Kérastase. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Báðar eru Kolbrún og Ingibjörg hjúkrunar- fræðingar og starfa við sjúkraflutninga í Grinda- vík. Ingibjörg er Grindvíkingur í húð og hár og hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Hún hefur starfað hjá Heil- brigðisstofnun Suðurnesja meira eða minna frá árinu 1994. Kolbrún er úr Reykjavík en bjó áður í Keflavík. Hún flutti til Grindavíkur árið 2010 og hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni þar síðan 2012 og er deildarstjóri skólaheilsugæslu í Grindavík. Þær byrjuðu báðar að vinna við sjúkraflutninga fyrir ári síðan. „Ég var búin að fást við það sama í tvo áratugi og var við það að brenna út. Þá datt þetta starf upp í hendurnar á mér, fyrir tilstuðlan Kolbrúnar. Það breytti miklu fyrir mig varðandi hjúkrunar- starfið að taka líka vaktir á sjúkrabílnum,“ segir Ingibjörg. Kolbrún var búin að kynna sér námið og starfið og kveðst hafa rætt það við Ingibjörgu að þær myndu báðar sækja um því hún vissi að Ingibjörg þyrfti á tilbreytingu að halda. Þær stunduðu svo grunnnámið saman í Sjúkraflutn- ingaskólanum sem er staðsettur á Akureyri. Það var kennt í fjarnámi og verklegi hlutinn kenndur á Selfossi. „Við lukum námi sem yfirleitt tekur eina önn á um það bil fimm vikum. Það var bara harkan sex. Við höfum reyndar afskaplega góðan grunn úr hjúkrunarfræðinni,“ segja þær. Sjúkraflutningar frábrugðnir hjúkrun Samtals eru sjúkraflutningamenn í Grindavík sjö og er fólk á bakvöktum í viku í senn, þriðju hverju viku. Upphaflega skipu þær einni vakt á milli sín en frá síðustu áramótum hefur Ingibjörg verið með heila vakt og Kolbrún tekið afleysingar. Báðar halda þær áfram að sinna störfum sínum sem hjúkrunarfræðingar meðfram sjúkraflutn- ingunum. „Þegar kallið kemur stimplar maður sig út úr vinnunni sem hjúkrunarfræðingur og skiptir um jakka. Svo þegar útkallinu líkur mætir maður aftur og bætir upp tímann sem tapaðist í útkallinu,“ segir Kolbrún. Þær eru þó sammála um að starfið við sjúkraflutningana sé frábrugð- ið starfi hjúkrunarfræðingsins. „Þjónusta utan spítala er öðruvísi en innan spítala og maður er í öðru hlutverki,“ segir Kolbrún. Ingibjörg bætir við að sem hjúkrunarfræðingur sé hún alltaf búin að fá allar upplýsingar um sjúklinga en að í sjúkraflutningunum sé hún að taka við upplýs- ingum og sinna bráðatilfellum „Það má því segja að röðin riðlist og þetta sé öfugt í sjúkraflutn- ingunum miðað við í hjúkrun.“ Blöndun á vinnustöðum af hinu góða En hvers vegna eru ekki fleiri konur sem starfa við sjúkraflutninga? „Starfið er líkamlega erfitt og bindandi því fólk þarf að geta mætt um leið og útkall berst,“ segja þær og benda á að það geti tekið á að lyfta þungu fólki. „Ef okkur vantar hjálp þá hóum við í sam- starfsmennina og þá eru þeir snöggir að hlaupa til og hjálpa okkur. Samstarfsmennirnir okkar eru alveg frábærir og hafa kennt okkur mikið,“ segir Kolbrún og Ingibjörg er sama sinnis. Þá segir Ingibjörg starfið geta verið slítandi, jafnt fyrir konur sem karla. Þær segja alltaf til góða á vinnustöðum að þar starfi fólk af báðum kynjum. „Það geta komið upp tilvik þar sem gæti hentað betur að við kon- urnar sinnum sjúklingnum og svo öfugt,“ segir Ingibjörg. Alltaf eru tveir starfsmenn á hverjum sjúkrabíl, einn aftur í með sjúklingnum og ann- ar að keyra. Ef um erfið tilvik er að ræða eins og endurlífgun, öndunaraðstoð og meiriháttar áverka eru tveir eða fleiri aftur í. Starf sjúkraflutningamanna í Grindavík er nokk- uð annasamt og voru útköllin á síðasta ári um þrjú hundruð. Það sem af er þessu ári hafa þau verið um 175. Útköllin eru mis alvarleg. Eftir erf- ið útköll, þá er boðað til viðrunarfundar þar sem farið er yfir alla þætti útkallsins. Hver og einn fær þá að tala um sína upplifun og sína aðkomu að tilfellinu og þannig segja Kolbrún og Ingibjörg að gott sé að hreinsa hugann eftir erfið útköll. FYRSTU TVÆR KONURNAR Á SJÚKRABÍL l Kolbrún Jóhannsdóttir og Ingibjörg Þórðar- dóttir sinna sjúkraflutningum í Grindavík Það er óhætt að segja að blað hafi verið brotið í sögu sjúkra- flutninga á Suðurnesjum þann 16. júní síðastliðinn þegar þær Ingibjörg Þórðardóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir voru fyrstu konurnar til að fara saman í útkall. „Við áttuðum okkur ekki á þessu fyrr en á leiðinni til baka eftir útkallið þegar við fórum að spjalla saman,“ segja þær. Ingibjörg og Kolbrún hafa starfað við sjúkraflutn- inga í Grindavík í eitt ár. Þær eru báðar hjúkr- unarfræðingar og höfðu því góðan grunn fyrir sjúkraflutninganám. VF-mynd/dagnyhulda Þær Anna María Reynisdóttir, María, Erla Þorláksdóttir, Edith Þóra Pétursdóttir og Þórdís Jóna Guðmunds- dóttir opnuðu nýja hárgreiðslustofu, Hárstofuna, í Grindavík á dögunum. VF-mynd/dagnyhulda Sameina krafta sína á nýrri stofu

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.