Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2016, Side 10

Víkurfréttir - 14.07.2016, Side 10
10 fimmtudagur 14. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar eftir að ráða tímabundið starfsmann í verkefni sem gengur útá að draga úr brotthvarfi Um er að ræða sérstakt verkefni sem felst í að þróa og útfæra stuðningsker fyrir þá nemendur skólans sem teljast vera í hvað mestri brotthvarfshættu. Kerð yrði notað til að styrkja þessa nemendur og hamla gegn brotthvar. Við leitum að starfsmanni sem hefur gaman að því að vinna með ungu fólki, er jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi ha menntun á sviði uppeldis- eða sálarfræði, félags- eða námsráðgjafar. Um er að ræða tímabundið verkefni, í 10 mánuði, og er starfshlutfallið 50%. Ráðning í stöðuna er frá 15. ágúst 2016 og eru starfskjör í samræmi við stofnanasamninga skólans og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið kras@fss.is eigi síðar en 2. ágúst 2016. Nánari upplýsingar má fá í síma 421-3100 eða í tölvupósti hjá Kristjáni Ásmundssyni skólameistara, kras@fss.is og Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara, gp@fss.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má nna frekari upplýsingar og sjá myndir úr skólalínu. LESANDI VIKUNNAR Hvaða bók ertu að lesa núna? Fyrstu bókina í Game of Thrones, ég stefni á að klára þær allar áður en næsta sería hefst. Hver er þín eftirlætis bók? The Hitchhikers Guide to the Galaxy eftir Dou- glas Adams og Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Terry Pratchett. Ég kynntist honum í framhaldsskóla og hef ekki hætt síðan. Leitt að þær verði ekki fleiri bækurnar eftir hann en hann dó í fyrra. Hvernig bækur lestu helst? Skáldsögur, vísindaskáldsögur og líka mikið af sagnfræði en aðallega 20. aldar sagnfræðibækur og ævisögur. Núna er ég einmitt að glugga í eina áhugaverða bók um Gúlagið í Sóvétríkjunum. Á seinni árum hef ég líka tekið upp á því að lesa teiknimyndasögur. Núna er ég mest að lesa Marvel en hef líka verið að lesa klassískar bækur eft- ir Frank Miller og Alan Moore. Ég mæli með því að gamlir „nördar“ kíki í kjallarann í Bókasafni Reykjanesbæjar en þar hef ég fundið allar teiknimyndasögur sem mig hefur langað að lesa. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Bókin 1984 eftir George Orwell. Þessi bók er skrifuð upp úr 1940 og fjallar um stóra bróður í samfélaginu. Í bókinni eru áleitnar hugmyndir og sterk framtíðarsýn um eftirlit stóra bróður. George Orwell er án efa einn mesti stílisti enskrar tungu. Hvaða bók ættu allir að lesa? Bróðir minn Ljónshjarta og 1984; það góða og það slæma. Hvar finnst þér best að lesa? Ég næ bestu einbeitingunni ef ég les seint á kvöldin uppi í rúmi eða þegar ég er í baði. Þá er alveg friður og ró og ekki einu sinni síminn sem truflar. Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Ég get alltaf mælt með öllum bókum eftir Terry Pratchett, það er erfitt að festast ekki í hans veröld. Líka bókum Stephen King og George Orwell, þeir eru frábærir höfundar. Af nýjum íslenskum bókum fannst mér Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson alveg frábær. Þórbergur Þórðarson er líka alltaf klassískur en ég var að ljúka við Bréf til Láru og Sálminn um blómið. Mamma las Sálminn um blómið fyrir mig þegar ég var 5 ára gamall og ég hafði ekki lesið hana síðan. Sagan stenst alveg tímans tönn því við kynnumst því hvernig unga fólkið uppgötvar heiminn og hvernig gamla fólkið uppgötvar heiminn í gegnum börnin. Við þökkum Þorgils kærlega fyrir og minnum á heima- síðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn þar sem hægt er að mæla með Lesanda vikunnar. Finnur teiknimyndasögur í kjallara bókasafnsins Sagnfræðingurinn Þorgils Jónsson er Lesandi vikunnar. Þorgils starfar sem tölvumaður á HSS og mælir með allir lesi bókina 1984. Í seinni tíð byrjaði hann að lesa teiknimyndasögur og hefur fundið marar góðar í kjallaranum á Bókasafni Reykjanesbæjar. Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkur- fréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safns- ins:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn Þorgils Jónsson heldur mikið upp á rithöfundinn George Orwell og segir hann einn mesta stílista enskrar tungu. Hópur fólks hittist á Garðskaga í blíðunni á dögunum og iðkaði jóga við sjávarnið undir miðnætursól. Ver- kefnið ber heitið Pop up úti jóga og er á vegum jógakennaranna Önnu Margrétar Ólafsdóttur og Tabitha Tarran og hófst í byrjun júlí. Að sögn Önnu Margrétar er engin dagskrá fyrir viðburðina enda verða jógatím- arnir á ólíkum tímum og á ólíkum stöðum yfir sumarið. „Jógatímarnir miða að þörfum hvers hóps hverju sinni og ekki er nauðsynlegt að hafa stundað jóga áður. Það er frábært að fá tækifæri til að njóta sumarsins út í ystu æsar og rækta um leið líkama og sál. Þær eru ófáar náttúruperlurnar á Reykjanesinu og því um að gera að njóta þeirra og lofa skynjuninni að eflast þegar hugurinn er kyrraður í jóga,“ segir hún. Hægt er að fylgjast með tímunum á Facebook-síðunni facebook.com/ onnujoga og eingöngu þarf að koma með dýnu og teppi í tímana. Tímarnir kosta 500 krónur. Það er því upplagt að fylgjast vel með og skella sér í jóga þegar vel viðrar. „Það er frábært að fá tækifæri til að njóta sumarsins út í ystu æsar og rækta um leið líkama og sál,“ segir Anna Margrét jógakennari. Jóga- tímarnir verða á ýmsum stöðum í sumar. Í síðustu viku var tími á Garð- skaga og var myndin tekið við það tækifæri. Ljósmynd/Aðsend l Pop up úti jóga á ýmsum stöðum á Suðurnesjum í sumar Jóga í miðnætur- sólinni á Garðskaga Jóhannes Hilmar Jóhannesson Jói skólabróðir okkar lést af slysförum, mikil sorg og missir er af ljúfum dreng. Hann var brosmildur, kátur og hlýr sem smitaði gleðinni út frá sér. Minning hans mun ávallt lifa. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (M. Joch.) Hvíldu í friði kæri vinur. Þín verður sárt saknað. Við viljum votta fjölskyldu hans og öðrum ástvinum samúð okkar. Sendum ykkur hlýju og styrk á þessum erfiðu tímum. Samúðarkveðja Árgangur 1982 Keflavík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.