Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2016, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 28.07.2016, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 28. júlí 2016VÍKURFRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Í Bergi, Hljómahöll – fimmtudaginn, 4. ágúst, kl. 17:30 Íslenska djúpborunarverkefnið í samstarfi við DEEPEGS boðar til opins kynningarfundar um djúpborun á Reykjanesi sem áætlað er að hefjist í byrjun ágúst. Verkefnið felst í því að dýpka 2,5 km djúpa vinnsluholu á Reykja- nesi niður í 5 km dýpi. Tilgangur verkefnisins er að kanna rætur háhitakerfisins á Reykjanesi, sem líkja má við háhitakerfi á hafs- botni, afla þekkingar á því og kanna möguleika til orkuvinnslu. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta. Athugið breyttan fundarstað, í Bergi Hljómahöll. Djúpborun á Reykjanesi - Opinn kynningarfundur www.hsorka.is Atvinna Meiraprófsbílstjóri óskast í flutning á fiski Upplýsingar í síma 690-9005 KASSABÍLAR EHF Á þessum tíma árs lætur makríllinn á sér kræla við hafnir víða um land. Jafnan er þá gamla bryggjan í Keflavík þéttsetin af veiði- mönnum sem moka upp markílnum í massa- vís. Í ár er engin breyting þar á. Nú þarf orðið að berjast um hvert gott pláss á bryggjunni og komast stundum færri að en vilja. Það er þó annars konar veiði sem hefur vaxið í vinsældum undanfarnar vikur í Reykjanes- bæ. Það eru þessar margumtöluðu Pókemon veiðar sem eru að tröllríða öllu, en tölvuleik- urinn Pokémon Go hefur slegið rækilega í gegn um allan heim. Unga fólkið hefur undan- farin kvöld safnast saman við Ægisgötu og út á Vatnsnesi þar sem ku vera heill hellingur af kvikindum sem hæglega má veiða. Ljós- myndarar Víkurfrétta hafa verið á ferðinni að undanförnu og fangað stemninguna við þessar mismunandi veiðar. Suðurnesjamenn sólgnir í makríl og Pokémon Að ofan er mynd sem tekin var í Grófinni á mánudagskvöld. Þar var fjöldi fólks að spila Pokémon Go. Til vinstri er skjáskot úr leiknum sem sýnir aðstæður í Grófinni. Að neðan er mynd frá Vatnsnesi þar sem fjöldi spilara var einnig samankominn til að leika Pokémon Go, þó svo einhverjir segðust vera að njóta veðurblíðunnar. Jóhanna Rut söngdíva úr Reykjanesbæ renndi fyrir makríl við Keflavíkurhöfn. Það var „uppselt“ á bryggjuendanum í Garði um nýliðna helgi. Að ofan eru Pokémon-veiðimenn á ferð um skrúðgarðinn í Keflavík og svo tveir hjólandi eftir strandleiðinni við Ægisgötu. Þar bar vel í veiði. Víkurfréttamyndir: Eyþór Sæmundsson og Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.