Víkurfréttir - 28.07.2016, Síða 9
9fimmtudagur 28. júlí 2016 VÍKURFRÉTTIR
KRAFTMIKILL STARFSMAÐUR Í ALMENN ÞRIF
Blue car rental er ört vaxandi fyrirtæki sem leggur mikið upp úr góðri
þjónustu við viðskiptavini auk frábærs starfsumhverfis.
Blikavelli 3, 235 Reykjanesbæ // s. 773 7070 // blue@bluecarrental.is // www.bluecarrental.is
Blue Car Rental óskar eftir að ráða jákvæða og kraftmikla manneskju í
almenn þrif á eignum fyrirtækisins, s.s. skrifstofuhúsnæði og íbúðum, auk
annarra tilfallandi verkefna. Um er að ræða hefðbundið 2-2-3 vaktavinnu-
kerfi þar sem unnið er 12 tíma vaktir frá kl. 05:00 til 17:00.
Blue Car Rental er ört vaxandi fyrirtæki sem leggur mikið upp úr góðri
þjónustu við viðskiptavini auk frábærs starfsumhverfis.
Hvaða skilyrði þarf viðkomandi að uppfylla?
• Vera 22 ára eða eldri
• Hafa reynslu af almennum þrifum
• Vera með bílpróf
Umsókn með mynd og helstu upplýsingum berist til Blue Car Rental á
skrifstofu fyrirtækisins að Blikavöllum 3, 235 Keflavíkurflugvelli eða með
tölvupósti á netfangið blue@bluecarrental.is undir subject: „Atvinnuumsókn“.
Wypożyczalnia samochodów Blue Car Rental poszukuje do pracy osobę
pozytywną i energiczną do sprzątania posiadłości firmy, takie jak biura i
mieszkania, a także inne projekty.
Praca jest w 12-sto godzinnym systemie zmianowym 2-2-3 od 5:00 do 17:00.
Blue Car Rental jest prężnie rozwijającą się firmą, skupiającą się na wysokiej
jakości usługach oraz wspaniałym środowisku pracy.
Kwalifikacje:
• Osoba powinna mieć 22 lat lub więcej
• Ogólne doświadczenie w sprzątaniu
• Prawo jazdy
Aplikacje ze zdjęciem i podstawowymi informacjami należy złożyć w biurze
na Blikavellir 3 235 Keflavíkurflugvelli lub wysłać na
e-mail blue@bluecarrental.is z tytułem “Application for work”
Energiczny Pracownik do Sprzątania
n Að vanda var fjölmenni sem
mætti til Skötumessu í Garðin-
um sem haldin var í tíunda sinn
á dögunum. Góður rómur var
gerður að skötunni sem er sívin-
sæl meðal Suðurnesjamanna. Líkt
og áður stigu fjölmargir listamenn
og skemmtikraftar á svið og fluttu
fjölbreytt skemmtiatriði. Þeir sem
mættu í Garðinn í gær nutu ekki
einungis matar og skemmtunar,
heldur létu þau gott af sér leiða
þar sem góð málefni njóta góðs af
skötumessunni ár hvert. Meðfylgj-
andi eru myndir frá fjörinu.
Fjölmenni í Skötuveislu í Garði
Víkurfréttir spurðu
nokkra Suðurnesja-
menn út í áform þeirra
um verslunarmanna-
helgina en fólk er ýmist
á leið á útihátíðir með
vinunum, í sumarbústað
með fjölskyldunni eða
slaka á heima við og
njóta kyrrðarinnar.
Sólný Lísa Jórunnar-
dóttir starfsmaður á
leikskólanum Akri er
búsett í Reykjanesbæ.
Sólný ákvað að fara
ekkert þessa verslun-
armannahelgi, heldur
njóta hennar í staðinn
heima með konunni.
Hvað á að gera um verslunar-
mannahelgina og hvert á að fara?
Ég ætla nú bara að vera í Reykjanesbæ
yfir þessa verslunarmannahelgina.
Hana mun ég eiga rólega með konunni
minni og nokkrum góðum vinum.
Er einhver verslun-
armannahelgi sem
er eftirminnilegri
en aðrar hjá þér?
Sú verslunarmannahelgi
sem stendur upp úr hjá
mér er verslunarmanna-
helgin 2015. Við fórum á
Flúðir með góðu vinafólki
og var stemmningin svo
skemmtileg að tíminn
flaug alveg frá okkur. Við
vorum allan tímann bara
á tjaldsvæðinu en var
svo yndislegt og gaman
og veðrið var geðveikt.
Hvað finnst þér einkenna
góða verslunarmanna-
helgi og finnst þér eitt-
hvað vera ómissandi um þessa helgi?
Það sem mér finnst einkenna
góða verslunarmannahelgi er
gott veður og góður félagsskapur.
Stemmningin segir svo mikið.
Stemmningin segir svo mikið
Víkurfréttir spurðu
nokkra Suðurnesja-
menn út í áform þeirra
um verslunarmanna-
helgina en fólk er ýmist
á leið á útihátíðir með
vinunum, í sumarbústað
með fjölskyldunni eða
slaka á heima við og
njóta kyrrðarinnar.
Sveinbjörg Anna Karls-
dóttir frá Sandgerði er
nemi í uppeldis- og
menntunarfræðum við Háskóla Ís-
lands. Þessa verslunarmannahelgi
mun hún standa vaktina hjá 1818.
Hvað á að gera um verslunar-
mannahelgina og hvert á að fara?
Ég ætla að standa vaktina hjá 1818
og veita landsmönnum upplýsingar
um allt og ekkert. Á laugardeginum
ætla ég reyndar að fara og hitta gamla
vinahópinn úr FS og við ætlum að
gæða okkur á góðum mat saman.
Er einhver verslunarmannahelgi sem
er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Ég hef nokkrum sinnum
verið erlendis yfir versl-
unarmannahelgina og
tróna þær á toppnum yfir
eftirminnanlegar verslun-
armannahelgar, en þær ná
ekki með tærnar þar sem
upplifun af fyrstu Þjóð-
hátíðinni hefur hælana.
Fór á mína fyrstu í fyrra
á sunnudagskvöldinu
og það er eitthvað sem
ég ætla að gera aftur.
Hvað finnst þér einkenna góða versl-
unarmannahelgi og finnst þér eitthvað
vera ómissandi um þessa helgi?
Það skiptir engu máli hvert maður
fer eða hvað maður gerir meðan
maður er með fólki sem manni
þykir vænt um, getur haft gaman
með og á skemmtilegum stað.
Númerið hjá Eyjataxa er 6982038.
Þetta númer og fleiri upplýsingar
þá svara ég ykkur alla helgina.
Gangið hægt um gleðinnar dyr
og skemmtið ykkur fallega.
1818 góðan daginn