Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2007, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 24.05.2007, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Til heiðurs íslenska sjó-manninum og fjölskyldum þeirra. Gylfi Ægisson tekur vin- sælustu lögin sín. Forsala að- göngumiða á þriðjudaginn. Þann 31.maí, fimmtudaginn fyrir sjómannadaginn, verður dagskráin Óskalög sjómanna -skemmtun og fjöldasöngur, haldin í þriðja sinn og að þessu sinni í Félagsheimilinu Festi. Flutt verða gömul og sígild sjó- mannalög eins og Síldarvalsinn, Allt á floti alls staðar, Á sjó, Þórður sjóari, Ship ohoj, Síð- asta sjóferðin að ógleymdum Simba sjómanni ásamt mörgum öðrum perlum. Þá verður glæ- nýtt sjómannalag flutt en það er eftir gítarleikara Meðbyrs, Þröst Harðarson. Þá mun Gylfi Ægisson tónlistarmaður heiðra okkur með nærveru sinni og flytja vinsælustu lögin sín eins og Stolt siglir fleyið mitt, Gústa guðsmann, Minning um mann o.fl. Að sögn Rósu Signýjar Bald- ursdóttur, sem hefur skipulagt Óskalög sjómanna, eru þau til heiðurs íslenska sjómanninum, fjölskyldum þeirra og íslensku sjómannalögunum. ,,Nafnið er sótt í hinn sívinsæla útvarps- þátt sem sendur var út í ára- tugi hjá Ríkisútvarpinu. Svo skemmtilega vill til að sá þáttur var einmitt sendur út á fimmtu- dögum. Hafið stendur okkur nærri enda ótal mörg frábær lög sem fjalla um tengslin við það á einn eða annan hátt. Tón- list þessi geymir m.a. rómantík síldaráranna og minnir okkur á að við Íslendingar eigum gjöf- ulum fiskimiðum og duglegum sjómönnum mikið að þakka,” segir Rósa Signý. Það er ósk flytjenda að fólk njóti þess að koma saman og syngja sig inn í skemmtilegustu helgi sumarsins í Grindavík. Flytjendur Óskalaga sjómanna eru: Rósa Signý Baldursdóttir, Dagbjartur Willardsson, Inga Björk Runólfsdóttir, Inga Þórð- ardóttir, Björn Erlingsson, Einar Friðgeir Björnsson, Halldór Lár- usson og Þröstur Harðarson, en hljómsveitina kalla þau Meðbyr. Óskalög sjómanna í Festi Frá Óskalögum sjómanna 2006. Hljómsveitin Meðbyr í góðum gír. Grindvíkingar taka lagið í tilefni sjómannadags: VEFGALLERYwww.eldhorn.is/elg E L L E RT G R É TA R S S O N

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.