Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2007, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 24.05.2007, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 21. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR �� � � � � � � �� �� �� �� � �� �� � �� �� �� �� �� �� �� �� Data Íslandia byggir grænar gagnageymslur á Miðnesheiði: Fyrirtækið Data Ís landia stefnir á að byggja umhverf- isvæna gagnageymslu og gagna- þjónustu á Rockville-svæðinu í landi Sandgerðisbæjar. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, og Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri Sand- gerðisbæjar, kynntu fyrirhugaða uppbyggingu og starfsemi Data Íslandia á blaðamannafundi í Sandgerðisbæ á þriðjudag. Alls mun fullbúin geymslan geta haldið utan um 30 milljón gíga- bæt af gögnum. Gert er ráð fyrir að bygging hús- næðis Data Íslandia hefjist síðar á þessu ári en í tilkynningu frá aðilum segir að við uppbyggingu og starfsemi gagnageymslunnar verði lögð áhersla á umhverfis- sjónarmið. Endurnýjanleg orka mun knýja starfsemina, náttúru- leg vindkæling dregur úr orku- þörf og arkitektúr verður í sátt við umhverfið auk þess sem starf- semin mun styrkja byggð í Sand- gerðisbæ og nágrenni. Húsnæðið verður byggt upp í áföngum og er fyrsti áfangi áætl- aður um 800 m2 en fullbyggt verður húsnæðið um 4.000 m2 og er vonast til að það verði orðið að veruleika á næsta ári. Eftir að fyrsti áfangi hefur verið tekinn í notkun, væntanlega síðar á þesu ári, munu um 20 störf skapast við gagnageymsluna og verði upp- bygging í takt við áætlanir Data Íslandia munu enn fleiri störf skapast á næstu árum. Starfsemi Data Íslandia í Sand- gerðisbæ mun þurfa um 2 MW af raforku eftir uppbyggingu fyrsta áfanga og 10 MW miðað við full afköst. Til samanburðar má nefna að núverandi orkunotkun Sand- gerðisbæjar er um 20 MW. Ekki þarf að virkja sérstaklega til að út- vega raforku fyrir starfsemina en Data Íslandia mun að mestu þjón- usta stóra erlenda viðskiptavini sem vilja vista mikið magn gagna á eins umhverfisvænan hátt og kostur er. Sol Squire, sagði íslenskt samfélag hafa upp á mikið að bjóða. Stað- setning Sandgerðis við alþjóða- flugvöllinn sé kjörin þar sem stærri gangaflutningar muni eiga sér stað með því að gögn séu flutt flugleiðina til landsins og afrituð inn á netþjóna hér. Viðskipta- vinir erlendis muni þó nýtast við sæstrengstengingu til að fylgjast með gögnum sínum og hlaða inn í takmörkuðu magni. Arkitektinn Robert Örn Arnar- son hjá Hoff & Jørgensen Arki- tekter í Kaupmannahöfn, sótti innblástur í íslensku torfbæina og hannaði byggingarnar fyrir gagna- geymslur Data Íslandia með það fyrir augum að þær féllu eins vel og hægt er inn í umhverfi stað- arins. 30 MILLJÓN GÍGABÆT Í GEYMSLU Á ROCKVILLE - Framkvæmdir hefjast síðar á árinu. 20 manns fá vinnu við 1. áfanga. Jón Norðfjörð, verkefnisstjóri, Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, og Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis- bæjar, virða fyrir sér líkan af mannvirkjunum. FRÉTTASÍMINN SÓLARHRINGSVAKT 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.