Víkurfréttir - 07.06.2007, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
Góðir hlutir gerast hægt
Nokkrir hafa haft samband við
mig og spurt um það hvort ekki
sé eitthvað að fara að gerast í
þeim málum sem
ég hef verið að
vinna að. Eins og
staðan er í dag,
þá gengur frekar
hægt að ná saman
þv í fó l k i s e m
að þessu kemur sökum anna
og sumarleyfa. En það er allt í
gangi og það verður fundur hjá
okkur nú upp úr miðjum júní
og vonandi verður allt komið
í fullan gang áður en sumarið
er á enda, því þörfin er greini-
lega mikil. Svo les maður í
blöðunum um misþyrmingar
á börnun sem framið er af ung-
lingum (börnum) og mikinn
innflutning á eiturlyfjum og það
af manni sem margir líta upp til.
Hann hlýtur að vera alvarlega
veikur að leggja sig svona lágt,
og að geta lagt þetta á fjölskyldu
sína og aðra. Vonandi nær hann
áttum og leitar sér hjálpar og
það strax, það er að segja ef það
er hans vilji að koma sér út úr
þessum vibba og snúa blaðinu
við. Svona einstaklingar hafa
áhrif á fólk, bæði góð og slæm.
Ég vorkenni þeim sem eru á
þessum stað. Þarna eru nokkrar
fjölskyldur sem þurfa að fá hjálp
í sínum málum, það er bara að
viðurkenna vanmátt sinn (veik-
leika) sem við höfum gagnvart
okkur sjálfum og öðrum og leita
eftir hjálpinni. Annað hvort
er ég veikur sjálfur eða sem að-
standandi. Svona hrikaleg atvik
staðfesta enn meira þörfina á að
fá aðstöðuna hér á Suðurnesin
og hvað það eru margir sem
þurfa hjálpina.
P.S.
Fundur var haldinn í foreldra-
félagi einu í byggðarlagi hér
suður með sjó nýverið þar sem
aðeins sex foreldrar mættu.
Þar sem umræðan var að sjáf-
sögðu börnin og hvað betur
mætti fara. Það er nú því miður
oft þannig að þegar neyðin er
mest leita flestir í skjól og vakna
svo upp við skelfilega vondan
draum.
Finnst ykkur þetta virkilega í
lagi?
Erlingur Jónsson.
www.forvarnir.bloggar.is
Erlingur Jónsson skrifar:
Fyrirhyggja að
forvörnum
Í júní munu eftirfarandi miðlar starfa hjá félaginu:
Guðrún Hjörleifsdóttir,, Lára
Halla Snæfells og Skúli Lórenz-
son.Hermundur Rósinkranz
og Þórhallur Guðmundsson
eru væntanlegir. Tímapantanir
eru í síma 421 og 866 0345.
Opið hús verður um miðjan
mánuð, það síðasta fyrir sum-
arlokun og verður það auglýst
þegar nær dregur.
Starfsemi
SRFS
í júní
VEFGALLERY
www.eldhorn.is/elg
E L L E RT G R É TA R S S O N