Víkurfréttir - 13.12.2007, Blaðsíða 63
63ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Jóhann Rúnar Kristjáns-son, borðtenniskappi með
meiru, varð þess heiðurs að-
njótandi í gær að vera sæmdur
titlinum Íþróttamaður árs-
ins úr röðum fatlaðra á hófi
Íþróttasambands Fatlaðra sem
fram fór í Reykjavík.
Jóhann, sem keppir undir
merkjum Nes í Reykjanesbæ,
hefur á löngum ferli unnið
mikil og góð afrek, meðal ann-
ars keppti hann á Ólympíumóti
fatlaðra í Aþenu 2004, en hann
hefur sjaldan leikið betur en í
ár. Uppskeran er ríkuleg, þrenn
bronsverðlaum og þrenn silfur-
verðlaun í mótum víðsvegar um
heiminn svo ekki sé minnst á að
hann á góða möguleika á að ná
sæti á Ólympíumótinu sem fer
fram í Peking á næsta ári.
Nánar verður rætt við Jóhann
í næsta tölublaði Víkurfrétta
fimmtudaginn 20. desember.
Víkurfrétt ir óska Jóhanni
i n n i l e g a t i l h a m i n g j u
m e ð ú t n e f n i n g u n a e n
íþróttamaðurinn er einkar vel
að verðlaununum kominn.
Úr valsl ið Iceland E x-press deildar kvenna í
körfuknattleik var verðlaunað
síðasta þriðjudag fyrir fyrstu
níu umferðirnar í Íslandsmót-
inu. Bandaríski leikstjórnand-
inn í liði Keflavíkur, TaKesha
Watson, var valin besti leik-
maður umferðanna. Keflvík-
ingar voru fyrirferðamiklir
á hófinu en Keflavík átti þrjá
leikmenn í úrvalsliðinu af
fimm og þá var Jón Halldór Eð-
valdsson, þjálfari Keflavíkur,
valinn besti þjálfarinn.
Þær Watson, Margrét Kara
Sturludóttir og Pálína Gunn-
laugsdóttir voru valdar í úr-
valsliðið frá Keflavík en þær
Kr ist rún Sigur jónsdótt ir,
Haukum, og Monique Martin,
KR, voru einnig í liðinu.
Jón Halldór Eðvaldsson var
valinn besti þjálfarinn en hann
hefur gert gríðarlega vel með
Keflavíkurliðið í vetur þrátt
fyrir að hvert áfallið á fætur
öðru hafi dunið yfir hópinn.
„Það er búið að vera erfitt að
púsla þessu saman en það sem
hefur hjálpað okkur Önnu
Maríu Sveinsdóttur í gegnum
þetta er að stelpurnar hafa verið
svo ákveðnar í því að standa
sig,“ sagði Jón í samtali við Vík-
urfréttir. Jón kvaðst staðráðinn
í því að vera með Keflavík á
toppnum í vetur og segir liðið
illviðráðanlegt haldi það áfram
á sömu braut. „Það er miklu
meiri keppni í deildinni í ár þar
sem allir geta rifið stig af öllum.
Ég sé bjarta tíma framundan og
held að deildin verði áfram jöfn
en það verða þessi fjögur lið,
Keflavík, Haukar, KR og Grinda-
vík sem verða í toppbaráttunni,“
sagði Jón.
TaKesha Watson var að vonum
ánægð með útnefninguna
en hún hefur farið á kostum í
Keflavíkurliðinu. Watson gerir
30,2 stig að meðaltali í leik fyrir
Keflavík, tekur 7,7 fráköst og
gefur 6,3 stoðsendingar. „Ég er
sjálfsörugg þessa dagana og veit
að liðsfélagar mínir bera mikið
traust til mín og því vil ég standa
mig sem best í öllum leikjum
og hjálpa Keflavík að vinna
sem flesta leiki,“ sagði Watson
og bætti við að markmið Kefla-
víkur væru þau sömu í ár og í
fyrra. „Við höfum háleit mark-
mið og viljum vinna allt sem
hægt er að vinna en þetta eru
sömu markmið og við settum
okkur í fyrra,“ sagði Watson og
ljóst að Keflavík gengur mun
betur í ár að ná markmiðum
sínum en á síðustu leiktíð.
Watson heldur til Bandaríkj-
anna í jólaleyfi þann 20. des-
ember og kemur aftur til Kefla-
víkur þann 4. janúar en Keflavík
mætir svo nýliðum Fjölnis þann
5. janúar.
Keflavík mætti KR í gærkvöldi
en Víkurfréttir fóru í prentun
áður en úrslit urðu kunn. Hægt
er að lesa um leikinn á vf.is.
Keflvíkingar sópuðu að
sér verðlaununum
Íslandsmet
hjá Erlu
Sundkonan Erla Dögg Har-aldsdóttir gerði fína ferð
til Hollands um síðustu helgi
þegar hún tók þátt á Opna hol-
lenska mótinu í sundi. Hún
keppti í þremur greinum á
mótinu og bætti 15 ára gamalt
Íslandsmet Ragnheiðar Run-
ólfsdóttur í 50m bringusundi.
Erla synti á 32,21 sekúndu og
bætti gamla metið um 0,24 sek-
úndur. Hún náði þó ekki þeim
lágmörkum sem hún stefndi
að á mótinu fyrir Ólympíuleik-
ana í Peking.
Erla hóf keppni á mótinu síð-
asta föstudag í 200m fjórsundi
þar sem hún lauk keppni í 12.
sæti á tímanum 2.23,66 mín en
Ólympíulágmarkið í greininni
er 2.19,97 mín. Á laugardeg-
inum sló Erla svo metið í 50m
bringusundi og á sunnudeg-
inum keppti hún í 100m bringu-
sundi. Þó Erla hafi ekki náð
Ólympíulágmarkinu í greininni
bætti hún sig um 0.21 sekúndur
er hún kom í mark á tímanum
1.13,23 mín. Næsta mót sem
Erla getur reynt við Ólympíulág-
mörkin er Ægir International í
janúar í Reykjavík.
KSÍ verðlaunaði NES
Viðurkenningar fyrir Gras-rótarviðburði ársins 2007
voru afhentar í höfuðstöðvum
Knattspyrnusambands Íslands
fyrir skemmstu. Það voru þeir
Geir Þorsteinsson, formaður
KSÍ, Þórir Hákonarson, fram-
kvæmdarstjóri KSÍ og Guð-
laugur Gunnarsson, starfs-
maður mótadeildar KSÍ, sem
afhentu viðurkenningarnar.
Íþróttafélagið Nes fékk viður-
kenningu fyrir knattspyrnu
fatlaðra (Best disabled football
event). Nes hélt Íslandsleika
fatlaðra í knattspyrnu í Reykja-
neshöllinni í apríl við frábærar
undirtektir.
„Við erum hæst ánægð með
þessa viðurkenningu frá KSÍ
og er hún hvatning til að halda
áfram. Mikill áhugi er á fótbolta
hjá okkur og kvarta menn um
að ekki sé nóg af æfingum og
nóg af mótum en fótboltaæf-
ingar eru einu sinni í viku hjá
Nes. Það er vonandi að þessi
viðurkenning efli knattspyrnu-
iðkun í röðum fatlaðra þannig
að fleiri lið taki þátt og þar af
leiðandi verða fleiri mót. Við
stefnum svo að sjálfsögðu á að
halda fóboltamót á vorönn,“
sagði Jenný Magnúsdóttir for-
maður Nes.
JÓHANN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS HJÁ ÍF
Kátur í kvennafans! Jón
Halldór ásamt leikmönnum
sínum þeim TaKeshu Watson,
Pálínu og Margréti Köru.
Fulltrúar KSÍ og NES í
höfuðstöðvum KSÍ við
afhendinguna.