Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2007, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 13.12.2007, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 13. DESEMBER 2007 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM að leysa af í Hveragerðiskirkju í einn vetur og var félagsmála- stjóri annan vetur og svo starf- aði ég við afleysingar í Reykja- vík. Var einn vetur bæði í Hall- grímskirkju og í Dómirkjunni var ég héraðsprestur og nú er ég komin í Tjarnarprestakall.“ Kemst ekki í jólakortin fyrr en á annan í jólum Jólin nálgast og aðventan er hafin. Höfðar hún til nútíma- mannsins? ,,Við finnum að aðventan höfði heilmikið til fólks. Það er búið að panta mig í ýmsar athafnir í hinum og þessum félagsskap til að koma og tala. Fólk vill fá að skapa jólastemningu og jólahughrif og það er spurning hvernig þeim tekst það í þessu mikla áreiti sem manni finnst stundum fara yfir mörkin í des- ember. Það er samt mikill áhugi og okkur er vel tekið þar sem við komum.“ Mik ið verð ur um að vera um jólin og er þétt dagskrá hjá sr. Báru í desember bæði í Kálfatjarnarsókn sem og í Ástjarnarsókn. ,,Kirkjurnar eru til að hjálpa fólki að búa til und- irbúning fyrir jólin og skapa hughrif sem færa þau nær jóla- boðskapnum. „Í Kálfatjarn ar sókn verð ur miðnæturmessa kl. 23:00 á aðfangadag en það verð ur önnur messan hjá mér á deg- inum. Sú fyrri verður kl. 18:00 í Hafnarfirði þannig að það verður ekki mikill tími fyrir mig til að fara heim og vera með fjöl- skyldunni. Þetta er oft svona á aðfangadag hjá prestum, ég næ stundum ekki að lesa jólakortin fyrr en á annan í jólum vegna anna. Á jóladag verður jólamessa kl. 14:00 og þá munum við m.a. syngja okkar fallegu jólasöngva og svo á nýársdag verður messa kl. 14:00. Þá lokum við gamla árinu og hefjum nýtt.“ Jólin eru gleðiboðskapur Verslanir hafa verið gagnrýndar undanfarin ár fyrir að hengja upp jólaskraut löngu áður en jól in hefjast. Sr. Bára hefur ákveðn ar skoð an ir á þessu og telur að jólaboðskapurinn eigi að vera í fyrirrúmi. ,,Mér finnst að jólaundirbúningurinn sé alltaf að færast fram. T.d. er farið að skreyta sums staðar í búðum í október. Það gerir það að verkum að þetta verður svo langt tímabil og maður jafn- vel orðin nokkuð leiður áður en kemur að jólum. Þá er ég ekki síst að hugsa til barnanna sem eru örvæntingarfull fram að jólum. Tíminn hjá þeim er miklu lengri að líða heldur en hjá okkur fullorðna fólkinu. Það getur verið svo erfitt fyrir þau að horfa á jólasveina í októ- ber eða byrjun nóvember og þá eru rúmir tveir mánuðir í jólin. Mér finnst þetta algjörlega skotið yfir markið og ég vildi sjá að við settum meiri kraft í jólaundirbúninginn frá fyrstu helgi í aðventu. Það eru fjórar vikur og alveg nóg,“ sagði sr. Bára hugsi um börnin og leggur áherslu á að jólin séu gleðiboð- skapur. ,,Það eru svo miklar kröfur í samfélaginu sem fólk setur á sig sjálft og það sem það sér í umhverfinu. Gjafirnar eiga að vera svo miklar og það þarf að toppa sig frá því einhvern tímann síðast. Það getur bara verið svo erfitt að ná því. Þá má því segja að maður verði óá- nægður og líður illa því maður stendur ekki undir væntingum. Jólin eiga að færa okkur gleði, frið og kærleika og það er svo- lítið auðvelt að drukkna í þessu ytra fargani ef það nær yfirhönd- inni. Ég vil hvetja fólk til að horfa á það, hvað get ég gert með fjölskyldu minni. Jólin eru fjölskylduhátíð og mjög mikil- væg sem slík fyrir okkur Íslend- inga. Þannig að ég vildi óska að áherslupunkturinn yrði þar svo fólk geti líka ákveðið að draga sig í hlé frá þessu áreiti ef það er að trufla það. Ef það er mjög kátt með þetta og allt það þá er það allt í lagi. Ef þeim finnst að þetta sé að fara yfir strikið og þetta verkar sem kvíði og ónot í undirbúningi jólanna, að fólk hugsi þá hvar get ég dregið mín mörk og hvað ætla ég að setja í forgangsröð. Hverju ætla ég að sleppa svo okkur líði vel sem fjölskyldu, það er að ég held það sem skipti mestu máli.“ „Mér finnst þetta algjörlega skotið yfir markið og ég vildi sjá að við settum meiri kraft í jólaundirbúninginn frá fyrstu helgi í aðventu. Það eru fjórar vikur og alveg nóg.“ Viðtal: Stefán Þór Borgþórsson - Myndir: Þorgils Jónsson og Stefán Þór Borgþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.