Dagsbrún - 01.09.1895, Side 9

Dagsbrún - 01.09.1895, Side 9
137 — engan líkama eður limi. En í 2. Mós., 33., 20.—23., er guð sjálfur að tala við Móses og segir, að hann megi ekki sjá auglit sitt, og segist svo skuli “byrgja liann með hendi sinni,-’ en jþcgar hann sé kominn fram hjá, megi Móses sjá á bak honum. Þarna er guð lát- inri tala, en til þess þarf iíkamleg málfæri, hann hefir hendi, hann liefir auglit, hann hefir bak, en það vita menn ekki til að ólíkamlcg- ir ándar hafi. í Orðskv. Salom., 15, 3, er sagt að guð hafi augu og séu þau alstaðar; hji Esaias hefir hann munn, hendur, armlegg, eyru, varir og tungu; hjá Jeremias hefir guð hönd og arm; hjá Ese- kiel er guð í mynd manns, hefir mitti cður lendar og lýsir af niynd- inni. Móses segir hann hafi hjarta og iætur hann draga anda. Jeremias segir að hann haíi nasir, og Daniel segir hann hafi liár. Þegar vér nú búum oss til mynd eftir lýsingu þcssari, sem tek- in er úr guðs óskeikanlega innblásna orði, þá sjáum vér fyrir oss persónu með höfði og augum, eyrum, nösum, munni og tungu vör- um og hári á liöfði með augliti eður andliti, sem aðrir menn, baki eður hrygg, lendum og mitti, handleggjum og höndum og með fingrum, með lijarta, lungum og öðrum líffærum, og með fótum sem aðrir menn. Og þegar vér svo litum til þess, er guð glímdi við Jakob forðum, að hann kom á fund Abrahams og át mcð honum og drakk, þá höfum vér fengið liugmynd um Gyðingaguðinn. Yér sjáum þá að Gyðingar hafa hugsað sér guð sem mann, og er þá ekki að furða, þótt þeir létu hann hafa mannlega hæfileika, mannlcga breiskleika, létu hann vera ýmist kátan og glaðan, eða hryggan og sorgbitinn, létu hann reiðast og iðrast, létu hann sitja í hásæti á himnum uppi, létu hann koma og fara hingað og þangað, létu hann eignast son við konu einni, og létu hann svo lifa á jörðunni sem mann, líða og þjást og ioksins dcvja sem mann, þó að þeir við ná- kvæmari hugsun hefðu hlotið að sjá það, að guði var með öllu ó- mögulegt að deyja. Af þessari lýsingu ritningarinnar á guði stafar og það, að á myndum frá tímum miðaldanna er guð málaður sem gamall æru- vei’ður öldungur, með síðu, hvítu skeggi. Og enn má oss víst reka minni til þess, að á barnsaldrinum og lengi frameftir, þegar vér hugsuðum oss guð, þegar vér báðum tii guðs, þá hugsuðum vér oss liann, ég held undantekningai'laust, sem mann. Þessi lýsing ritningarinnar á guði getur ómögulega komið sam- an við þá hugmynd, að guð sé ólíkamlegur andi. Því að líkama- laus andi getur ekki haft líkama. Það cru fábjánar einir sem gcta sagt slíkt í fullri meiningu,

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.