Morgunblaðið - 30.08.2017, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2017
6
sögðu sömu blöð að Íslendingar hefðu komið mjög
á óvart og leikið betri körfuknattleik heldur en
danska landsliðið því leikur Dana hefði einkennst
af handknattleik. Dómarar voru báðir danskir og
dæmdu ekki jafn strangt og við erum vanir heima,
einkum slepptu þeir skrefum dönsku leikmann-
anna og leyfðu of harða vörn. Þetta afsakar þó
ekki að við töpuðum leiknum. En ég tel ísl. liðið
sterkara og ef taugarnar hefðu verið í lagi átti leik-
urinn að vinnast auðveldlega. Okkar menn eru t.d.
áberandi öruggari á löngum skotum.“
Frammistaða liðsins kom sem sagt mörgum á
óvart og nú til dags myndu líklega flestir ekki síð-
ur undrast hvernig fjár var aflað til fararinnar.
Auk bréfsins þar sem leikmönnum var tilkynnt
landsliðssætið, fengu þeir nefnilega annað, dagsett
sama dag og einnig ritað á bréfsefni ÍSÍ. Þar
sagði: „Framkvæmdanefnd Landskeppninnar við
Dani hefur á fundi sínum í dag ákveðið, að þeir
körfuknattleiksmenn, er valdir verða til Danmerk-
urferðarinnar, er farin verður 14. maí nk. og
stendur yfir í ca. 8-10 daga, skuli undirgangast eft-
irtalin skilyrði:
Hver maður leggi fram kr. 1.500,00 og taki í
staðinn 150 happdrættismiða, er honum er heimilt
að selja á kr. 10,00 á miða og rennur andvirði mið-
anna til fyrrgreindra útgjalda hans.
Fyrir sitt leyti gerir landsliðsnefnd það að
skilyrði að þeir sem valdir hafa verið í landsliðið
komi á a.m.k. 3 landsliðsæfingar í viku og fylgi í
öllu fyrirmælum landsliðsþjálfarans á þeim æfing-
um.
Sjái viðkomandi sér ekki fært að hlíta ofan-
greindum skilyrðum, sem vonandi kemur þó ekki
til, er hann beðinn að tilkynna það einhverjum úr
framkvæmdanefnd eða landsliðsnefnd eða á skrif-
stofu ÍSÍ (sími 14955) innan 1 dags, svo unnt sé að
velja mann í staðinn hið fyrsta.“
Undir bréfið rita Guðmundur Georgsson, fyrir
hönd landsliðsnefndar, og Ingólfur Örnólfsson,
fyrir hönd framkvæmdanefndar.
Sextán ára fór til bankastjóra
„Menn urðu alltaf að afla fjár sjálfir, oftast með
því að selja happdrættismiða en það endaði gjarn-
an með því að maður keypti þá bara sjálfur,“ sagði
Birgir Örn Birgis, leikmaður fyrsta landsliðsins,
þegar greinarhöfundur vann að ritun bókarinnar
Leikni framar líkamsburðum, sögu körfuknatt-
leiks á Íslandi í hálfa öld. Birgir var 16 ára þegar
fyrsti landsleikurinn fór fram.
„Það var ekki endalaust hægt að selja foreldr-
unum miða, eða afa og ömmu. Ég kom úr fjöl-
skyldu sem hafði ekki mikil fjárráð en ég var
mannalegur. Þegar bréfið kom þar sem tilkynnt
var að ég hefði verið valinn í fyrsta landsliðið fór
ég í Verzlunarbankann og beið þar í röð eftir
bankastjóranum. En hann tók mér ekki vel: Nei,
vinur minn. Það er ekki hægt að fá víxil út á þetta,
var svarið þegar ég sýndi honum bréfið þar sem
staðfest var að ég hefði verið valinn í landsliðið!
Þarna var verið að reyna að standa á eigin fótum!
Engu skipti þó að ég segði honum að pabbi ætlaði
að ábyrgjast víxilinn …“
Fyrsta landsliðið Hópurinn sem fór til Danmerkur. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Georgsson, form. landsliðsnefndar, Kristinn V. Jóhannsson, ÍS, Ingi Gunnarsson, ÍKF, Bogi Þorsteinsson far-
arstjóri, Ásgeir Guðmundsson þjálfari, Guðmundur Árnason, KFR, Friðrik Bjarnason, ÍKF, og Ingólfur Örnólfsson flokksstjóri. Fremri röð f.v.: Þórir Arinbjarnarson, ÍS, Ólafur Thorlacius, KFR,
Birgir Örn Birgis, Ármanni, Ingi Þorsteinsson, KFR, Guðni Ó. Guðnason, ÍS, Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR og Lárus Lárusson, Ármanni. Jón Eysteinsson, ÍS, var fjarverandi þegar myndin var tekin.
Landsliðssæti háð því að
selja 150 happdrættismiða
Naumt tap fyrir Dönum í fyrsta landsleiknum Leikmönnum tilkynnt bréf-
lega um valið í landsliðshópinn Birgi Erni neitað um víxil út á landsliðssætið!
FYRSTA LANDSLIÐIÐ
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
F
yrsti landsleikur Íslands í körfuknatt-
leik var gegn Dönum í Kaupmanna-
höfn laugardaginn 16. maí árið 1959,
tæpum tveimur árum áður en Körfu-
knattleikssamband Íslands var stofn-
að, í janúar 1961. Danir sigruðu í leiknum, 41:38, en
þetta var 40. landsleikur þeirra.
Körfubolti hafði verið stundaður hérlendis í all-
nokkur ár og Íslandsmót farið fram árlega síðan
1952. Hugmynd um landsleik kviknaði hjá miklum
áhugamönnum um íþróttina þarna um veturinn og
úr varð að í apríl 1959 var skipuð sérstök fram-
kvæmdanefnd vegna ferðarinnar, svo og landsliðs-
nefnd og ráðinn landsliðsþjálfari, Ágúst Guð-
mundsson, sem þá þjálfaði lið Ármanns. Æft var af
kappi í mánuð áður en landsliðið hélt utan 14. maí.
Formleg tilkynning
Leikmannahópurinn var valinn 20. apríl og
formlega staðið að málum því leikmönnum var til-
kynnt valið bréflega. Allir fengu svohljóðandi bréf,
dagsett í Reykjavík 20. apríl 1959:
Á fundi landsliðsnefndar 18/4 ’59 hefur þú verið
valinn í landslið Íslendinga í körfuknattleik, sem
keppir við Dani 16. maí n.k.
Undir bréfið, sem vélritað var á bréfsefni
Íþróttasambands Íslands, skrifaði, fyrir hönd
landsliðsnefndar, Bogi Þorsteinsson, sem síðar
varð fyrsti formaður KKÍ.
Þessi fyrsti landsleikur Íslands fór fram í Otto
Mönsted-íþróttahöllinni í Kaupmannahöfn og byrj-
unarlið Íslands skipuðu Birgir Örn Birgis, Ingi
Gunnarsson, Kristinn V. Jóhannsson, Þorsteinn
Hallgrímsson og Lárus Lárusson.
Kristinn V. gerði 10 stig í leiknum, Þorsteinn 7,
Ólafur Thorlacius 6, Ingi Þorsteinsson 4, Lárus,
Þórir Arinbjarnarson og Ingi Gunnarsson 3 hver
og Birgir Örn 2.
Íslendingar heima á Fróni fengu ekki ítarlegar
fréttir af leiknum strax. Í bréfi sem Bogi Þor-
steinsson, aðalfararstjóri sendi Morgunblaðinu og
birtist sex dögum eftir að leikurinn fór fram, segir
m.a.: „Dönsku blöðin höfðu spáð því að Danir
myndu sigra með yfirburðum því körfuknattleikur
væri á frumstigi á Íslandi og Ísland gengi nú til
fyrsta landsleiks síns í þessari grein. Eftir leikinn
Meðalaldur fyrsta lands-
liðshóps Íslands í körfu-
bolta var 23 ár. Tveir
leikmennirnir voru að-
eins 16 ára gamlir, þeir
Birgir Örn Birgis úr Ár-
manni og Þorsteinn
Hallgrímsson, ÍR-ingur,
og voru meira að segja
báðir í byrjunarliðinu í
fyrsta landsleiknum,
gegn Dönum í Kaup-
mannahöfn í maí 1959.
Þætti ef til vill undarlegt
í dag en Ingi heitinn
Gunnarsson fyrirliði
fyrsta landsliðsins sagði
eitt sinn höfundi þess-
arar greinar, að það
hefði verið í hæsta máta
eðlilegt. Birgir Örn og
Þorsteinn hefðu verið
orðnir það góðir. Fyr-
irkomulagið var þannig á þessum árum að
þjálfari liðsins og fyrirliði, í þessu tilviki Ás-
geir Guðmundsson og Ingi, settust niður
daginn fyrir leik og ákváðu byrjunarliðið, að
sögn Inga. Myndirnar af Birgi Erni og Þor-
steini eru teknar í Danmerkurferðinni.
Tveir sextán ára í
fyrsta byrjunarliði
Birgir Örn
Þorsteinn
Pálmar Sigurðsson úr Haukum
skoraði eina eftirminnilegustu
körfu í sögu landsliðsins þegar Ís-
land tryggði sér í fyrsta skipti þátt-
tökurétt í B-riðli Evrópukeppninnar
1986. Ísland varð að vinna Noreg í
síðasta leik C-riðils sem fór fram
hér heima. Jafnt var í lokin og
Norðmenn í sókn en Torfi Magn-
ússon náði boltanum, sendi á
Pálmar og hann hleypti af rétt fyrir
framan miðju. Boltinn rataði rétta
leið og allt varð vitlaust í Höllinni!
Ljósmynd/Einar Ólason
Pálmar gerir körfuna ótrúlegu
gegn Noregi í Laugardalshöllinni.
Ævintýri
Pálmars
ÍR-ingurinn Þorsteinn Hall-
grímsson er einn besti leikmaður
sem Ísland hefur eignast. Honum
var margt til lista lagt og er sá
eini sem afrekað hefur að leika í
hverri einustu stöðu með lands-
liðinu. Hann var venjulega bak-
vörður, jafnvel framherji en vegna
meiðsla hljóp hann í skarðið og
lék sem miðherji í ferð landsliðs-
ins um Danmörku og Noreg um
áramótin 1974-75.
Fjölhæfur
Birgir Örn Birgis, leikmaðurinn
frábæri úr Ármanni, lék 32 fyrstu
landsleiki Íslands. Hinn fyrsti var í
Kaupmannahöfn 1959 og sá síð-
asti var lokaleikur Íslands á Norð-
urlandamótinu 11. apríl 1970,
gegn Dönum í Bærum. Það tók
hann því tæp ellefu ár að ná 32
leikjum. Fyrsti leikur Íslands án
Birgis var 8. júlí 1970 gegn Skot-
um á Íþróttahátíð ÍSÍ í Reykjavík.
Lék fyrstu 32
EM Í KÖRFUBOLTA 2017