Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017FRÉTTIR
HAGKVÆMASTA
FLUGIÐ FYRIR ÞIG
VÍÐTÆK VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA FYRIR HÓPA OG
EINSTAKLINGA ÓHÁÐ FLUGFÉLÖGUM
FÁÐU VERÐ Á ÞINNI FERÐ Á FLUG@UU.IS
VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA ÚRVALS ÚTSÝNAR
FLUG@UU.IS SÍMI 585 4400 UU.IS/VIDSKIPTAFERDIR
Mesta hækkun Mesta lækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
EIM
-7,99%
265
SKEL
+20,04%
6,29
S&P 500 NASDAQ
+1,43%
6.355,19
+0,53%
2.456,09
-0,56%
7.365,26
FTSE 100 NIKKEI 225
1.3.‘17 1.3.‘1730.8.‘17 30.8.‘17
401.500
602.100
1.950,00
2.087,7
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
53,98
51,39
0,28%
19.506,54
Fjölmörg tækifæri eru fólgin í því að
byggja hér á landi upp umhverfi þar
sem stutt er við og stuðlað að gerð-
armeðferð fyrir alþjóðleg fyrirtæki
líkt og þekkist víða erlendis.
Rannsóknir Queen Mary háskólans
í London hafa sýnt fram á að gerð-
ardómur er vinsælasti valkosturinn
þegar kemur að úrlausn viðskipta-
tengdra ágreiningsmála sem ná yfir
landamæri. „Ástæðurnar fyrir því eru
fjölmargar,“ segir Garðar Víðir Gunn-
arsson, lögmaður sem hefur sérhæft
sig í gerðardómsrétti og er eigandi á
LEX lögmannsstofu. „Í alþjóðlegu
samhengi er gerðarmeðferð mjög
skilvirkt ferli við úrlausn ágreinings-
mála, málsaðilar hafa til dæmis val
um hvaða málsmeðferðarreglur gilda
og á hvaða tungumáli málsmeðferð
fer fram. Síðast en ekki síst geta
málsaðilar valið í hvaða ríki gerð-
ardómurinn skuli eiga sæti sitt og það
eru til dæmi um það að ríki aðlagi
lagaumhverfi sitt með það fyrir aug-
um að skapa hagfellt umhverfi fyrir
rekstur alþjóðlegra gerðarmála. Þar
sem vel hefur tekist til má segja að
slíkt hafi leitt til þess að þar hafi orðið
til nokkurs konar miðstöðvar á sviði
gerðardómsréttar.“
Hlutlaus staðsetning
Ýmis atriði koma til skoðunar við
val á sæti gerðardóms. Valið fer jafn-
an fram við samningsgerð, um leið og
viðskiptaaðilar sammælast um að
leysa möguleg ágreiningsmál fyrir
gerðardómi. Lagaumhverfið skiptir
miklu máli en staðsetning, stjórnmál
og fleira kemur jafnframt til skoð-
unar við valið. „Við erum hlutlaust
ríki í miðju Atlantshafi á milli tveggja
risavaxinna markaðssvæða, það er
því ekki fráleitt að halda því fram að
einhverjum þætti það álitlegur kostur
að hafa sæti gerðarmeðferðar hér á
landi. Ísland er aðili að New York-
sáttmálanum sem mælir fyrir um við-
urkenningu og fullnustu gerðardóms-
úrlausna en til að vera samkeppn-
ishæf í þessu sambandi þá þyrfti að
fara fram heildarendurskoðun á lög-
um um samningsbundna gerðardóma
í takt við þá þróun sem hefur verið á
þessu sviði erlendis undanfarin ár,“
segir Garðar.
Þarf að uppfæra lögin
Garðar segir það liggja í augum
uppi að hér væri hægt að nýta sér-
fræðiþekkingu Íslendinga á norð-
urslóðum og í orkumálum. „Ísland er
í fararbroddi þegar kemur að mál-
efnum norðurslóða og í orkumálum.
Það væri tilvalið að byggja hér upp
þekkingu og mögulega stofnun sem
sérhæfði sig í úrlausn ágreiningsmála
á þessum sviðum. Það að stuðla að
hagfelldu umhverfi fyrir gerð-
armeðferð er til þess fallið að auka
innflæði þekkingar og laða að al-
þjóðleg fyrirtæki.“
Kostur að vera ekki í ESB
Tékkneski lögmaðurinn Alexander
J. Belohlavek er á sama máli og Garð-
ar og segir Ísland fullt af tækifærum
hvað þetta varðar. „Sem tékkneskur
ríkisborgari sé ég í raun margt líkt
með Íslandi í dag og Mið-Evrópu fyr-
ir ríflega aldarfjórðungi. Alþjóðleg
viðskipti munu aukast og samhliða
því væri kjörið að byggja upp um-
hverfi sem styður við alþjóðlegan
gerðardómsrétt. Lagaumhverfið er
aðgengilegt og tiltölulega einfalt og
staðsetningin er tilvalin fyrir mörg
fyrirtæki. Þar að auki er Ísland ekki í
ESB. Það eru margir aðilar að við-
skiptasamningum sem eiga eftir að
líta út fyrir ESB í auknum mæli á
næstu árum í leit að ríki sem getur
verið hentugt sæti gerðardóms af
mörgum lagalegum ástæðum,“ segir
Alexander.
Ísland tilvalið sem
gerðardómsmiðstöð
Gísli Rúnar Gíslason
gislirunar@mbl.is
Ýmislegt gerir það að verk-
um að Ísland er vel til þess
fallið að byggja hér upp
eins konar miðstöð fyrir al-
þjóðlegan gerðardómsrétt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísland er í góðri aðstöðu til að byggja upp sérhæfða gerðardómsmiðstöð.
SJÁVARÚTVEGUR
Hagnaður HB Granda á öðrum árs-
fjórðungi nam 1,9 milljónum evra,
sem jafngildir um 240 milljónum
króna á núverandi gengi. Hagnaður
félagsins var 6,9 milljónir evra á
sama ársfjórðungi í fyrra.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 54,8 milljónum evra saman-
borið við 51,3 milljónir evra á öðrum
ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður
fyrir afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA, nam 6,5 milljónum evra
en á sama fjórðungi í fyrra nam
EBITDA 6,9 milljónum evra.
Reiknað til íslenskra króna á með-
algengi fyrri helmings ársins voru
tekjur á fyrstu sex mánuðunum 11,3
milljarðar króna, EBITDA var 1,6
milljarðar og hagnaður 700 milljónir
króna.
Heildareignir HB Granda námu
rúmlega 490 milljónum evra í lok
júní. Eigið fé nam rúmum 238 millj-
ónum evra og var eiginfjárhlutfall í
lok júní 48,6%.
Á fyrri helmingi ársins var afli
skipa félagsins 21 þúsund tonn af
botnfiski og 57 þúsund tonn af upp-
sjávarfiski. Í lok júní gerði félagið út
átta fiskiskip. gislirunar@mbl.is
Hagnaður HB Granda
dregst saman milli ára
Morgunblaðið/Golli
Vilhjálmur Vilhjálmsson er forstjóri HB
Granda en hagnaður dróst saman.
FERÐAÞJÓNUSTA
Hótel Hafnarfjörður við Reykjavík-
urveg í Hafnarfirði hefur skipt um
nafn og heitir nú Norðurey Hótel
Reykjavik Road. Nafnabreytingin
kemur í kjölfar eigendaskipta á hótel-
inu, en nýju eigendurnir reka tvö
önnur hótel undir sama nafni í
Reykjavík; Norðurey Hótel City Gar-
den, sem er 19 herbergja hótel við
Hrísateig 14, og Norðurey Guest-
house við Snorrabraut.
„Við erum þessa dagana á fullu að
endurnýja öll 71 herbergin hér í
Hafnarfirði, og stefnum að því klára
það fyrir næsta sumar. Einnig er búið
að bæta umhverfi hótelsins auk þess
sem móttakan og barinn hafa verið
endurnýjuð,“ segir Garðar Hólm
Birgisson, framkvæmdastjóri og
stærsti eigandi fyrirtækisins ásamt
Kjartani Jónssyni. Garðar segir að-
spurður að líklega verði fleiri gisti-
stöðum bætt við keðjuna á næsta ári.
Hann segir reksturinn ganga vel.
„Hér hefur verið meira og minna full-
bókað og veturinn lítur vel út.“
tobj@mbl.is
Nýtt nafn og eigendur
Hótels Hafnarfjarðar
Morgunblaðið/Ófeigur
Hótelið við Reykjavíkurveg er 3.700
fermetrar og er með 71 herbergi.
VERÐLAG
Verðbólga í ágúst var minni en grein-
ingardeildir höfðu spáð. Vísitala
neysluverðs hækkaði um 0,25% á
milli mánaða í ágúst og lækkar árs-
verðbólgan í 1,7% úr 1,8%. Spár
greiningardeilda hljóðuðu upp á 0,4-
0,6% hækkun.
Að sögn Valdísar Gunnarsdóttur,
hagfræðings hjá Arion banka, skiptir
þar mestu að húsnæðisverð hafi
hækkað minna en verið hefur og að
verslanir hafi hækkað verð minna eft-
ir sumarútsölur en oft áður á þessum
árstíma.
Magnús Stefánsson, hagfræðingur
hjá Landsbankanum, segir að inn-
fluttar vörur hafi ekki hækkað jafn
mikið í verði í mánuðinum og sem
nam veikingu krónunnar. „Líklegasta
skýringin á því er aukin samkeppni
samhliða komu fleiri alþjóðlegra
verslunarkeðja hingað til lands,“ seg-
ir hann.
Valdís segir að það hafi komið á
óvart hve fatnaður og skór hafi hækk-
að lítið á milli mánaða. Hækkunin
hafi verið 2,4% en alla jafna eftir út-
sölulok sé hækkunin 5-7%. „Verslanir
virðist vera að stíga varlega til jarðar
með hækkanir vegna aukinnar sam-
keppni með opnun H&M,“ segir hún.
Magnús segir að líklega hafi út-
sölulok færst frá ágúst til september
og býst hann þá við að verð muni
hækka.
Valdís segir að það veki athygli að
hótel og veitingastaði hafi ekki hækk-
að á milli mánaða líkt og verið hefur.
„Eflaust er um að ræða viðbragð við
fallandi neyslu ferðamanna og styttri
dvalatíma,“ segir hún.
helgivifill@mbl.is
Minni hækkun fasteigna
dregur úr verðbólgu
ELDSNEYTISMARKAÐUR
Valgeir M. Bald-
ursson forstjóri
Skeljungs mun láta
af störfum í kjölfar
skipulagsbreytinga
hjá félaginu, að því
er fram kemur í til-
kynningu sem
Skeljungur birti í
Kauphöllinni eftir
lokun markaða í gær. Breytingin felst
í því að í stað þess að íslenski og fær-
eyski hluti Skeljungs séu reknir sem
tvö aðskilin fyrirtæki, verður litið á
alla samstæðuna sem eina heild undir
einum forstjóra. Valgeir hyggst
starfa með stjórn að undirbúningi
breytinganna þar til nýr forstjóri hef-
ur verið ráðinn.
Forstjóra-
skipti hjá
Skeljungi
Valgeir M.
Baldursson