Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017FRÉTTIR Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Á löngum ferli hefur Guðmundur Tyrfingsson byggt upp öflugt rútu- fyrirtæki á Selfossi. Hann segir samgöngubætur góðar fyrir rekst- urinn en að háir skattar hamli vexti. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Það er tvennt sem kemur í hug- ann: Annars vegar að finna og halda góðu starfsfólki og hitt að geta boðið sem fjölbreytilegastan bílaflota. Er stoltur af því að vera kominn með fyrsta rafmagns- fólksflutningabílinn sem tekinn er í notkun á Íslandi og gengur fyrir ís- lenskri orku. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Námskeið sem ég fór á vegna aukinna ökuréttinda. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Hvaða bók og hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Hávamál og þá lífspeki sem þar er hef ég haft að leiðarljósi. Má þar nefna að „ár skal rísa sá sem á yrkjendur fáa og ganga síns verka á vit. Margt um dvelur þann er um morgun sefur. Hálfur er auður und hvötum“. Sá maður sem hefur mót- að mig mest var Guðmundur Á. Böðvarsson, heitinn, en ég starfaði lengi undir hans stjórn á yngri ár- um og lærði mikið af honum. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég hef alltaf verið opinn fyrir nýjungum og reynt að fylgjast með eins og hægt er og í góðu samstarfi við vinnufélagana sem koma með nýjungar og þekkingu til að miðla. Hugsarðu vel um líkamann? Já, tel mig gera það. Geng eða hjóla til vinnu á hverjum morgni, stunda ýmsar æfingar (í ætt við jóga) og huga vel að mataræði. Svo heldur vinnan mér einnig í formi. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Myndi vilja sambærilegt starf og ég hef starfað við stærstan hluta af lífi mínu. Þetta er ekki bara vinna heldur er þetta einnig áhugamál mitt og þannig varð fyrirtækið og starf mitt eiginlega til. Bílar hafa skipað stóran sess í lífi mínu alla tíð. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Rafmagnsfræði/tölvuþekkingu þar sem rafmagn er allsráðandi í öllum bílum í dag og öllu orðið stýrt af tölvum. Einnig myndi ég bæta við tungumálum – hef aldrei haft tíma til að sinna því sökum vinnu. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Kostir eru tvímælalaust bættar samgöngur almennt frá því sem var. Sem betur fer hefur mikið lagast þó enn vanti talsvert uppá að það sé boðlegt, þá aðallega há- lendisvegirnir. Helstu gallar eru óhófleg skattheimta og allskyns gjöld sem eru á fyrirtækjum sem hamla vexti og góðu rekstr- arumhverfi. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Skattalögum almennt og ekki síst lífeyri eldri borgara en þar tel ég um mannréttindabrot að ræða bæði er varðar lágmarkslífeyri og það að fólki sé refsað fyrir með skertum lífeyri ef það vinnur eftir 67 ára aldur. Það gefur lífinu gildi að fá að vera virkur í atvinnulífinu og vera áfram einn af hópnum. SVIPMYND Guðmundur Tyrfingsson stjórnarformaður Guðmundar Tyrfingssonar „Ár skal rísa sá er á yrkjendur fáa og ganga síns verka á vit“ Guðmundur er ekki ánægður með að eldri borgurum sé refsað með skertum lífeyri ef þeir vinna. NÁM: Meistari í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum á Selfossi 1961. STÖRF: Vertíð í Grindavík 1949-1951, á Keflavíkurflugvelli sem verkamaður 1951-1954; ýmis störf 1954-1957, Bílaverkstæði KÁ sem nemi og síðar verkstjóri 1957-1970. Eigin rekstur frá 1969 til dagsins í dag. ÁHUGAMÁL: Allt sem viðkemur bílum og ferðalög um Ísland FJÖLSKYLDUHAGIR: Maki er Sigríður V. Benediktsdóttir, börnin átta talsins. HIN HLIÐIN GRÆJAN Bandaríska tæknifyrirtækið Dell svipti á dögunum hulunni af nýjum sýndarveruleikagleraugum sem eiga að lenda í verslunum í október. Af lýsingum að dæma býður tækið upp á blöndu af sýndarveruleika (VR) og gagnauknum veruleika (AR), því framan á augnstykkinu eru mynda- vélar sem ættu að geta blandað sam- an þeim veruleika sem tölvan fram- kallar og því umhverfi sem notandinn er staddur í. Tækið mun kosta 350 dali eitt og sér, en 450 dali með tveimur stýri- pinnum, sem er svipað og verðið á Vive og Oculus Rift. ai@mbl.is Sýndar- veruleiki frá Dell STÖÐUTÁKNIÐ Í sjálfu sér er karlmönnum vorkunn að geta ekki skreytt sig meira í vinnunni. Glæsileg jakkaföt, glans- andi skór, fínt bindi og rándýrt úr er það eina sem þeir geta leyft sér, og kannski líka snotran vasaklút, ermahnappa og nælu í bindið – en ekki meira en það. Ófáar áhrifamiklar konur hafa sýnt að kvenlegur glæsileiki og völd fara vel saman og réttu flíkurnar og aukahlutirnir geta sent skýr skila- boð um hver það er sem ræður. Er t.d. skemmst að minnast skódrottn- ingarinnar Theresu May, sem hikar ekki við að vaða yfir andstæðinga sína á glerfínum háum hælum, eða þokkadísarinnar Christine Lagarde sem notar franska fataskápinn og meðfædda persónutöfra til að fá skap. Nýjasta uppfærslan af hand- töskunni, sem sést hér til hliðar, kostar um 2.795 pund, eða tæpar 380.000 kr. á gengi dagsins. ai@m- bl.is þjóð- arleiðtoga á sitt band. Íslenskar frama- konur (og raunar karl- arnir líka ef því er að skipta – þetta er jú árið 2017) ættu að athuga hvort hnúajárns- handtaskan frá Alexander McQueen reynist ekki ágætis viðbót við tísku-vopnabúrið. Hnúajárns- handtöskurnar eru auðþekkjanlegar og bregða á leik með form sem flestir tengja við fanta og fauta- Fyrir konur sem láta ekki vaða yfir sig Fallega skreytt hnúajárn fyrir eitil- harðar prinsessur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.