Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 7SJÓNARHÓLL Ný samevrópsk persónuverndarlöggjöf tekur gildi á næsta ári Á tímum þar sem persónuupplýsingar eru verðmæti og viðskiptalegur hvati, getur vönduð stefna í meðferð þeirra skapað samkeppnisforskot. Nýjar kröfur löggjafarinnar þýða meðal annars að: n aðilar sem vinna með persónuupplýsingar fyrir hönd annarra þurfa að uppfylla nýjar kröfur; n allar stofnanir og mörg fyrirtæki þurfa að tilnefna persónuverndarfulltrúa; n tilkynna þarf til viðeigandi aðila ef öryggisbrestir eiga sér stað. KPMG aðstoðar þig við að greina núverandi stöðu og meta hvar úrbóta er þörf. Nýttu þér hagnýta og raunhæfa nálgun okkar byggða á alþjóðlegri reynslu. Hafðu samband við Davíð Kr. Halldórsson, ráðgjafa í upplýsinga­ tækni (545 6134 / dhalldorsson@kpmg.is) eða Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur, hdl (545 6089 / sbjorgvinsdottir@kpmg.is) Ég hef oft hugsaðu um muninn á því aðvinna í hópi eða vinna einn með sjálfumsér. Og þegar ég segi vinna, þá á ég einfaldlega við það að velta hlutum fyrir sér, skoða og greina, spá og spekúlera. Á síðustu árum hefur stóraukin áhersla verið lögð á vinnu í teymum, oft þverfaglegum, þar sem hópur fólks kemur saman og ræður ráðum sín- um. Í skólakerfinu öllu er lögð áhersla á að nemendur vinni í hópi að lausn margvíslegra verkefna. Læri að ræða saman, skiptast á skoðunum, hlusta á röksemdir annarra, taka tillit til ólíkra sjónarmiða, og þjálfast í að ná samstöðu um niðurstöður. Það er nauðsynleg þjálfun fyrir lífið almennt og ekki síst að koma út í atvinnu- lífið þar sem á þetta reynir. Og fyrirtækjalíf einkennist oftar en ekki af þessu sam- ráði. Samráði sem fer fram á þeim fjölmörgu fundum sem löngum hafa verið nefndir sem uppspretta góðra hluta, en geta einnig breyst í and- hverfu sína. Endalausa funda- setu þar sem hópur fólks læt- ur sér leiðast í tilgangslausri umræðu um einhver leiðindi. Þess vegna er mikilvægt að allir þeir fundir sem haldnir eru innan fyrir- tækja hafi skýran tilgang, umræðan skipti máli fyrir þátttakendur, haldið sé utan um niðurstöður og þeim fylgt eftir. Í þessu sambandi vil ég einnig vekja athygli á vanmetnum þætti í að búa til góðan fund en það eru aðstæður og umgjörð fundarins. Almennt tel ég að það hjálpi til við frjóa og öfl- uga umræðu að huga betur að þeim málum. Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég hugleiddi hvenær maður kemst í bestan gír við að ræða málin. Hvenær er maður dýpstur og um leið mest afslappaður og hugsar um leið skyn- samlega? Jú, það er þegar maður er í hópi góðs fólks, með þægilega og mjúka birtu, sitjandi í þægilegum stól, og með tússtöflu við höndina. Þá geta öflugir hlutir gerst. Og eru að gerast. Ef litið er til þeirra fyrirtækja sem eru hvað fremst í nýsköpun og hamingju starfs- manna, þá er oftar en ekki að finna aðstöðu og umgjörð í vinnuum- hverfinu sem heldur utan um hópumræðu og virkar hvetjandi og gefandi. Hjálpar til við að láta hópnum líða vel og vinna vel saman. En í allri áherslunni á hópa eða teymisvinnu má ekki gleyma hinni leiðinni; að hver og einn hafi tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem hefur gerst undan- farin ár er að áherslan á hópvinnu hefur að mínu mati aðeins komið niður á þeim kostum sem felast í því að hugsa einn og með sjálfum sér. Vissulega hefur það töluvert með hvern einstakling að gera, hvort hann er bestur í hópi eða einn að hugsa. Það breytir þó ekki því að gefa þarf einstaklingi tækifæri til að fá næði og ró til að meta mál út frá eigin brjósti. Án áreit- is frá öðrum. Frumbyggjar Ástralíu ástunda það sem þeir nefna „walkabout“ og tengist m.a. því að verða hugsandi vera, komast í full- orðinna manna tölu. Segja að á slíkum stund- um færist maður nær guði. Í þessu sambandi má nefna að margir af helstu leiðtogum sög- unnar voru þekktir fyrir að nýta sér þessa leið. Mahatma Gandhi og Abraham Lincoln áttuðu sig á mikilvægi þess að fá að vera einir og hugsa sinn gang. Kunnu að hlusta á raddir og sjónarmið hópsins og lögðu mikla áherslu á að fá skoðanir fram og frjóa umræðu og málefnin. En tóku síðan umræðuna einir með sér til að velta fyrir sér. Ná andlegu jafnvægi og vega og meta það sem fram hafið komið. Án trufl- ana frá klið fjöldans. Kjarni málsins er að hér, eins og alltaf, þarf að vera jafnvægi til staðar. Nauðsynlegt og mikilvægt er að virkja orku og þekkingu hóps- ins á öflugum fundum þar sem teymið skiptist á skoðunum í umhverfi sem skapar hlýju og ró. En á sama tíma er ekki síður mikilvægt að gefa einstaklingum svigrúm og hvetja til þess að þeir nýti þá dýpt sem felst í að hugsa málin í kyrrð og ró. STJÓRNUN Þórður Sverrisson, ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun hjá Capacent. Einn eða í hópi ” En í allri áherslunni á hópa eða teymis- vinnu má ekki gleyma hinni leið- inni; að hver og einn hafi tækifæri til að hugsa sinn gang. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.