Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017VIÐTAL TIL LEIGU Lyngháls 9 - 110 Reykjavík Skrifstofuhæð á jarðhæð Stærð: 651,8 fm. Leiguverð: Tilboð Ekki vsk. húsnæði 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur, löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Til leigu vönduð 651,8 fm skrifstofuhæð við Lyngháls. Skiptist í rúmgóða móttöku og tvö opin vinnurými sem rúma hvort um sig um 28 vinnustöðvar. Fjórar skrifstofur og eitt stórt fundarherbergi. Eldhús/mötuneyti með matsal sem tekur um 40 manns. Starfsmannaaðstaða með salernum og sturtu. Um 20 fm loftkælt tæknirými. Lagnastokkar með veggjum, kerfisloft með lýsingu og dúkur á gólfi. Næg bílastæði framan og neðan við húsið. Gott aðgengi fyrir fatlaða. Traustir leigjendur eru á öðrum hæðum hússins. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun - 534 1020 // sala@jofur.is geta nýtt sér möguleikann nema með þessa vottun frá FME.“ Copley segir að Kaupþing sé einn- ig í samskonar vottunarferli hjá FME. „Það er önnur forsenda fyrir því að hægt sé að setja frumútboð af stað og ákvarða stærð þess, að vera metnir hæfir hjá FME til að fara með virkan beinan eignarhlut yfir 10%. Þetta er nauðsynlegt þar sem líklegt er að við verðum einn stærsti, ef ekki stærsti, eigandi Arion banka í einhvern tíma eftir útboð, ef af verður, en í dag er það dótturfélag okkar Kaupskil sem fer með okkar eignarhlut samkvæmt skilyrðum FME.“ Hann segir að þó svo að kaup- réttur vogunarsjóðanna þriggja í Arion banka sé enn virkur telji hann að þeir muni ekki nýta sér hann, þó svo þeir fái grænt ljós tímanlega frá FME. „Það er samt ekki mitt að ákveða. Samkvæmt kaupsamn- ingum í lokaða útboðinu er kveðið á um að ef af frumútboði verður þá verði þeirra hlutur sá sami í að minnsta kosti sex mánuði frá útboð- inu, því hluturinn læsist í þann tíma og það sama á við um okkur. Þannig að þeir verða hluthafar áfram og mættu ekki selja í frumútboði. Ég veit heldur ekki til þess að neinn þeirra myndi vilja selja. Þeir hafa ekki tilkynnt mér það og ég ræði við þá mjög oft,“ segir Copley. Selja ekki fleiri hluti fyrr en ákvörðun hefur verið tekin Hvað með aðkomu íslensku lífeyr- issjóðanna? „Lífeyrissjóðirnir eru fyrirferðar- miklir á íslenska markaðnum. Við ætlum ekki að selja fleiri hluti í bankanum fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um frumútboð eða ekki.“ Þið hafið átt í viðræðum við þá síð- an á síðasta ári ekki satt? „Já, við ræddum við þá um kaup á hlutum í lokuðu útboði. Ef við horf- um aðeins til baka þá komu Panama- skjölin og stjórnarskiptin í veg fyrir að hægt væri að selja hlutabréf í bankanum á þeim tíma. Við vildum ekki selja á sama tíma og það væru kosningar út af óvissunni sem skap- ast. Til að gera gott úr þessu vildum við selja einhverja hluti til fjárfesta í lokuðu útboði. Við höfðum því sam- band við marga erlenda fjárfesta, m.a. marga af eigendum Kaupþings, ekki bara þá sem keyptu á endanum, flesta ef ekki alla lífeyrissjóðina hér á landi, tryggingafélög, fjársterka einstaklinga og fleiri. Við leituðum fanga ansi víða. Undir lok síðasta árs vorum við mjög nálægt því að selja hlut, en það brást. Svo kom nýtt ár og ég hélt að það væri engin von til þess að selja neitt í lokuðu útboði en þá kom áhugi á kaupum. Við vorum að semja við lífeyrissjóðina á þeim tíma, þá stærstu það er að segja, og þegar við lukum sölunni fengu þeir ekki að kaupa af því að það voru aðr- ir sem buðu hærra. Ég gæti ekki sagt við mína eigendur og stjórnvöld að ég sé að selja þeim sem ekki býð- ur hæst. Það er bara tómt rugl.“ Er mikilvægt að fá íslensku lífeyr- issjóðina með? „Það er mikilvægt, en myndi ekki stoppa framgang almenns útboðs. Ef og þegar af verður þá munu þeir þurfa að taka fjárfestingarákvörðun eins og aðrir.“ Hvað með starfsmenn bankans, sem eru nálægt 1.000 talsins, fengju þeir að kaupa í bankanum á sér- kjörum eins og oft tíðkast í svona út- boðum? „Þetta er til skoðunar en engin ákvörðun hefur verið tekin frekar en um útboðið sjálft.“ Hverju má búast við hvað varðar heildar- endurheimtur slitabúsins? „Almennt gengur verk- efnið hraðar en ég bjóst við. Þegar ég hóf störf setti ég upp skjal með hverri einustu eign í búinu, með nákvæmri verk- og tímaáætlun. Við höfum ver- ið á undan áætlun með flest verk- efnin og náð hærra verði út úr eign- unum líka. Eigendur Kaupþings, sem eru að- allega vogunarsjóðir, en einnig ís- lenskir lífeyrissjóðir, minni hlut- hafar og nokkrir Íslendingar, eru skynsamt fólk, en dagskipunin er að loka Kaupþingi eins fljótt og skyn- samlegt er til að geta skilað pen- ingum til hluthafa okkar. Við erum að skila peningum stöðugt til hlut- hafa í hverjum einasta mánuði. Það er virkur eftirmarkaður með skuldabréf útgefin af Kaupþingi, þótt þau séu óskráð. Verðið á þess- um bréfum útgefnum af Kaupþingi hefur tvöfaldast síðan ég kom til starfa. Þeir sem bjuggust við að fá 70% af 30% af kröfu sem er að nafn- virði 100 fá núna meira en 100% af 30%. Endurheimtur búsins eru því líklega í kringum eða yfir 30% af upprunalegu virði þess, en skuld- irnar skipta svo ört um hendur, nán- ast daglega, þannig að í dag eru örfáir upprunalegir hluthafar eftir í Kaupþingi, en þar á meðal eru til dæmis nokkrir íslenskir lífeyr- issjóðir. Endurheimturnar til almennra og ótryggðra kröfuhafa í Kaupþing gætu því orðið um 3,2 milljarðar sterlingspunda, eða um 434 millj- arðar íslenskra króna.“ Ríkið fær fyrstu 84 milljarðana Copley segir að samkvæmt stöð- ugleikaskilyrðunum fái ríkið fyrstu 84 milljarðana af söluandvirði Arion banka. Þannig hafi ríkið fengið allt söluandvirði hlutanna sem seldir voru í vor, sem voru um 49 millj- arðar króna. „Þegar söluandvirðið verður komið yfir 100 milljarða skiptum við hagnaði með ríkinu. Þegar þessir 84 milljarðar eru lagðir saman við hagnaðarskiptinguna má segja að ríkið sé búið að fá í kringum 70% af söluandvirði okkar hlutar í bankanum. Til viðbótar fær ríkið auðvitað hið svokallaða stöðugleika- framlag upp á tugi milljarða króna af öðrum eignum og kröfum sem tengdust Íslandi, sem við greiðum ríkinu einnig sem hluta af stöðug- leikaskilyrðunum.“ Fyrir einu ári kom Paul Copley í Kastljós á RÚV til að ræða bón- uskerfi Kaupþings, en mikil um- ræða fór af stað um kerfið á þeim tíma og hótuðu þingmenn meðal annars að setja ofurskatta á bón- usana, sem þeim fundust óviðeig- andi, enda hefði Kaupþing hrunið með tilheyrandi tjóni fyrir íslensk fyrirtæki og fjölskyldur. Hefur eitt- hvað nýtt gerst í þessu máli, og komu viðbrögðin þér á óvart? „Það hafa a.m.k. engar lagabreyt- ingar orðið síðan þá. Og bónuskerfið hefur virkað eins og það átti að gera, sem var að hvetja fólk til góðra verka, að hámarka endurheimtur, og ljúka því hratt. Hér klára menn því verkefnin sín á góðum tíma og hætta svo. Það hafa margir hætt hér eftir að ég byrjaði og horfið til ann- arra starfa. Viðbrögðin við bónuskerfinu voru ekki beint óvænt. Það að vinna fyrir Kaup- þing gerir mann ekki vinsælan. Kaupþing er í huga fólks tákn- mynd hrunsins. Margir hafa farið í fangelsi út af því. Bónuskerfið er marg- reynt og ég notaði það með góðum ár- angri hjá Lehman Brothers. Fólki er uppálagt að vinna þar til starfinu er lokið og þér er umbunað fyrir að leysa það hratt og örugglega af hendi. Ég er sannfærður um að þetta er gott kerfi, en ég vissi að það yrði ekki vinsælt út á við. Hversu óvin- sælt það varð kom mér aðeins á óvart, enda hafði ég ekki mikið verið á Íslandi áður en ég tók starfið að mér og vissi því ekki hverju ég gæti búist við. Ég vil ekki koma neinum í uppnám, en ég þarf að ljúka þessu starfi hið allra fyrsta og bónuskerfið er hluti af því, en það er í gildi til mars á næsta ári.“ ” Endurheimturnar til almennra og ótryggðra kröfu- hafa í Kaupþing gætu því orðið um 3,2 milljarðar sterl- ingspunda eða um 434 milljarðar íslenskra króna. Morgunblaðið/Hanna „Ég sakna enn Lehman-tímans. Ég sakna fólkins sem ég vann með og allra flækjanna. Fyrstu mánuðirnir í starfinu eru í algjörri móðu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.