Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 11SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Tvær bækur á langlista FT yfir
bestu viðskiptabækur ársins eru
ekki enn komnar út. Það þykir ekki
lítið afrek að komast á listann, og
margir sperra eyrun
alveg sérstaklega þeg-
ar óútkomnar bækur
rata þangað – það
hlýtur jú að vera mikið
í þannig verk spunnið
fyrst útgefendurnir
lögðu sig fram við að
koma bókunum á
framfæri við gagnrýn-
endur.
Önnur óútkomnu
bókanna tveggja á list-
anum er eftir banda-
ríska áhættufjárfest-
inn Ellen Pao: Reset: My Fight for
Inclusion and Lasting Change.
Pao er mikill reynslubolti, há-
menntuð og með langan feril að baki
í bandaríska tæknigeiranum. Í dag
starfar hún hjá fjárfestingar-
sjóðnum Kapor Capital, stýrir sam-
tökum sem eru helguð fræðslu um
fjölbreytileika á vinnustaðnum, og
var um skeið forstjóri samfélags-
vefsins Reddit. En það sem gerði
Pao fræga var þegar hún kærði fyrr-
verandi vinnuveitanda, tækni-
fjárfestinn Kleiner Perkins Caufield
& Byers og sakaði um mismunun á
grundvelli kynferðis.
Dómsmálið skók bandaríska
tækniheiminn og
þótti varpa ljósi á
óheilbrigða vinnu-
staðamenningu og
einsleitni. Pao þurfti
að standa af sér
harkalegar árásir, og
tapaði á endanum
dómsmálinu, en í
hugum margra stóð
hún samt uppi sem
sigurvegari, og hetja
sem reyndi að verja
málstað jafnréttis.
Í Reset segir Pao
söguna eins og hún leggur sig, og
hvernig mismunun í einum öflugasta
atvinnugeira heims hefur orðið til
þess að halda fólki af „röngum“ kyn-
þætti og „röngu“ kyni niðri. Hún
bendir á að þó margt hafi áunnist sé
slagurinn fjarri því búinn, og ekki
seinna vænna að lyfta upp hnef-
unum, hika ekki við að tuskast, og
segja hingað og ekki lengra.
ai@mbl.is
Saga konunnar
sem tók slaginn
Á dögunum var gengið frá ráðningu í eittæðsta embætti á vegum Reykjavíkur-borgar, þegar nýr borgarlögmaður var
ráðinn til starfa. Ráðningin þótti nokkuð umdeild
og olli töluverðum deilum innan borgarráðs, sem
enduðu með því að tillaga borgarstjóra um ráðn-
inguna var samþykkt með aðeins fjórum atkvæð-
um fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Bjartrar fram-
tíðar og Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri
grænna sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Það sem vakti sérstaka athygli í tengslum við
ráðninguna sneri ekki að því hver var ráðinn held-
ur því hversu fáir sóttu um stöðuna. Eins og áður
segir þá er starf borgarlögmanns eitt merkileg-
asta og best launaða starfið innan borgarinnar og
fyrirfram hefði mátt búast
við því að starfið yrði afar
eftirsótt. Að loknum
umsóknarfresti myndu
borgarfulltrúar því standa
frammi fyrir því lúx-
usvandamáli að þurfa að
velja úr mörgum hæfum
umsækjendum. Svo reynd-
ist ekki vera því einungis
tveir lögfræðingar sóttu um
starfið – sem hlýtur að telj-
ast merkilegt. Þessir tveir
einstaklingar voru báðir af-
ar hæfir og eflaust erfitt
fyrir þriggja manna ráðn-
ingarnefnd að velja á milli
þeirra.
Niðurstaða ráðningarnefndar var sú að annar
umsækjandinn væri hæfari en hinn og lagði
nefndin til að sá aðili fengi starfið, sem síðar varð
niðurstaða borgarráðs. Eflaust var niðurstaðan fín
og rétt er að óska nýjum borgarlögmanni til ham-
ingju með ráðninguna. Það er engu að síður full
ástæða til að gera athugasemdir við aðdraganda
ráðningarinnar.
Hið merkilega starf borgarlögmanns var ein-
ungis auglýst laust til umsóknar einu sinni, í einu
dagblaði og voru umsækjendur um starfið ein-
ungis tveir, eins og áður segir. Annar umsækjand-
inn var staðgengill borgarlögmanns á þeim tíma
og hinn var sjálfstætt starfandi lögmaður „úti í
bæ“, eins og það er oft kallað. Það er með hrein-
um ólíkindum að ekki hafi fleiri sótt um starfið og
hlýtur skýringuna að mega rekja til þess hversu
starfið var lítið auglýst.
Þegar auglýst er eftir umsækjendum um laus
störf, hvort sem það er innan stjórnsýslunnar eða
á almennum vinnumarkaði, þá hlýtur það að vaka
fyrir vinnuveitandanum að fá sem flestar umsókn-
ir um starfið. Þannig gefst kostur á að velja úr
mörgum hæfum umsækjendum. Ef ekki berast
nægjanlega margar umsóknir eru til fjölmörg
dæmi þess að umsóknarfrestur sé framlengdur
eða störf séu auglýst aftur. Það má meira að segja
finna mörg dæmi þess innan
Reykjavíkurborgar – um
störf sem hljóta að teljast
áhrifaminni en starf borgar-
lögmanns.
Sá sem þetta ritar gerði
könnun á því hverjir af hans
nánustu kollegum hefðu vit-
að af hinu auglýsta starfi og
varð niðurstaðan sú að aug-
lýsingin virtist hafa farið
framhjá flestum. Eins og
gefur að skilja var könnunin
afar óvísindaleg en getur
engu að síður gefið ákveðna
vísbendingu.
Á stjórnvöldum hvíla til-
teknar skyldur þegar kemur að auglýsingu á laus-
um störfum og ráðningu í opinber störf, allt í
nafni vandaðra vinnubragða og gegnsærrar
stjórnsýslu. Stundum er nóg að uppfylla ákveðnar
lágmarkskröfur þótt æskilegt sé að stjórnvöld
reyni eftir fremsta megni að gera betur en lág-
markskröfur kveða á um. Það er engu líkara en að
meirihluti borgarráðs hafi ekki sóst eftir því að fá
margar umsóknir um starf borgarlögmanns. Ef
satt reynist, þá er það afar einkennileg og varhug-
arverð stjórnsýsla – hjá stjórnmálaflokkum sem
tengja sig við gegnsæ og góð vinnubrögð.
Illa ráðið við ráðningu?
LÖGFRÆÐI
Haukur Örn Birgisson
hæstaréttarlögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni
”
Þegar auglýst er eftir
umsækjendum um
laus störf, þá hlýtur
það að vaka fyrir
vinnuveitandanum að
fá sem flestar umsókn-
ir um starfið. Þannig
gefst kostur á að velja
úr mörgum hæfum
umsækjendum.
Poulsen ehf. | Skeifan 2 | IS-108 Reykjavík | 530 5900 | poulsen.is
BREMSUHLUTIR
MINTEX
HANNA