Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 15FÓLK Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður semætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK SPROTAR kjúklinga er núna um 1,8-2 kg og var áður 1,1 kg. Ísúðanum er beint að þeim svæðum kjúklings- ins þar sem hann er þykkastur. „Okkar lausn er viðbót við þá kælingu sem fyrir er í verksmiðj- unum og hjálpar til að ná kælingunni niður í rétt hitastig. Þarf að ná kjúklingnum úr 8-10°C þegar hann kemur úr kæliklefanum niður í 4°C, og þar sem okkar tæki hafa verið notuð er að takast að kæla kjúklinginn enn meira en það,“ segir þor- steinn og bætir við að úðatæknin hafi verið þróuð í nánu samstarfi við Matfugl. Nýlega voru ísbyssur Thor Ice teknar í notkun í kjúklingaverksmiðjum í Slóveníu og Ungverja- landi og segir Þorsteinn að þar hafi þessi viðbót- arkæling komið sér vel þegar hitastigið úti fór upp í allt að 40°C. Betri kæling þýðir lengri end- ingartíma og að sögn Þorsteins á kjúklingur sem kældur er með aðferðum Thor Ice að geymast í allt að tólf daga, en kjúklingur kældur með gamla laginu getur tekið að skemmast á sex dögum. Hreinsa vatn og búa til verðmætt þykkni Vatnshreinsitæki Thor Ice byggist einnig á ískrapatækni. Nýlega keypti hollenskur kartöflu- framleiðandi hreinsikerfi frá Thor Ice og notar til að hreinsa vökva sem fellur til þegar sterkja er unnin úr kartöflunum. „Mikið vatn þarf í sterkju- framleiðsluna og þarf fyrirtækið bæði að kaupa vatnið inn í verksmiðjuna og borga fyrir að farga því. Eftir að hafa síað óhreinindi úr vökvanum tökum við hann inn í kælistrokkana og búum til ískristalla. Kristallana má hreinsa frá vökvanum og þá situr eftir nk. þykkni sem er auðugt af steinefnum og amínósýrum. Ískristallarnir verða síðan aftur að vatni sem má nota á ný til sterkju- gerðar en þykknið er hægt að selja og nýta t.d. í orkudrykki. Tekst með þessum hætti að endur- Það hefur kannski ekki farið mjög hátt, en ís- lenska tæknifyrirtækið Thor-Ice hefur verið að gera mjög áhugaverða hluti á sviði vatnshreins- unar. Fyrr á árinu fékk Thor-Ice styrk frá tækniþróunarsjóði til að vinna að frekari þróun vatnshreinsitækninnar, en um er að ræða hug- vitssamlega lausn sem getur stórbætt nýtingu vatns í matvælaframleiðslu. Rætur Thor Ice liggja í smíði kælilausna fyrir sjávarútveg og þegar fyrirtækið var stofnað árið 2003 snerist starfsemin aðallega um að búa til ískrapastokka sem seldir voru til kælitækni- fyrirtækja. Í framhaldinu fór Thor Ice að smíða eigin kælivélar og býr í dag til heildarlausnir fyr- ir kælingu í matvælaiðinaði. Vandi að kæla stóra kjúklinga Thor Ice hefur vakið athygli fyrir kælibúnað sem notaður er í kjúklingaverksmiðjum en þar er ískrapatæknin nýtt til að búa til ískristalla sem úðað er á nýslátraðan fuglinn til að bæta kælingu kjötsins til muna. Þorsteinn Ingi Víglundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Thor-Ice, útskýrir tæknina nánar: „Vandinn sem kjúklingaræktendur glíma við er að á tíu árum hafa fuglarnir stækkað mikið en kæliklefarnir í sláturhúsunum eru enn gerðir fyrir minni fuglana,“ segir hann en meðalstærð nýta um 80-90% af vatninu og skapa á sama tíma verðmæta nýja afurð.“ Sömu hreinsitækni mætti nota víðar, s.s. þar sem saltvatn er hreinsað og síðan notað til matvælafarmleiðslu. Eru fyrirtæki í Kaliforníu áhugasöm um að nota Thor-Ice-hreinsibúnaðinn en þar er sjór tekinn inn, hreinsaður og síðan dælt aftur út í hafið. „Þar sem saltstyrkurinn eykst við hreinsunina er litið á það sem dælt er út sem mengun og sjá þessi fyrirtæki möguleika í því að nota okkar tækni til að hreinsa sjóinn enn betur svo að eftir sitji sterkari saltlausn sem mætti þá frekar nota til að búa einfaldlega til salt.“ Nýtir mun minni orku en eiming Að hreinsa vatn með þessum hætti hefur marga kosti fram yfir eimingu. Munar mest um það að kælihreinsunin notar um einn sjötta af þeirri orku sem þarf til að hreinsa vatn með eim- ingu. „En upphitun hefur líka þann ókost að skemma prótín og amínósýrur og auka bakt- eríumagn. Með því að hreinsa í staðinn með kæl- ingu varðveitum við næringarefnin og lágmörk- um bakteríuvöxt,“ segir Þorsteinn. Er óhætt að reikna með að Thor-Ice muni stækka töluvert á næstu árum, en í dag vinnur átta manna hópur hjá fyrirtækinu ef verktakar eru taldir með. Þorsteinn segir að stuðningur tækniþróunarsjóðs hafi komið sér mjög vel og vill hann núna láta fyrirtækið vaxa jafnt og þétt, en fara sér í engu óðslega. „Í dag eru hluthafarnir sextán talsins og allt fjölskylda og vinir og því þolinmótt fjármagn. Ef við tökum fleiri fjárfesta inn til að hjálpa okkur með næsta vaxtarskeið munum við sækjast bæði eftir fjármagni og þekk- ingu.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nota kuldann til að hreinsa vatn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ný hreinsitækni frá Thor-Ice hefur reynst mjög vel hjá hollenskum kart- öfluframleiðanda. Ísbyssurnar hafa líka sannað notagildi sitt í kjúklingarækt. Örn Ingi Ágústsson, Hlynur Sigurðsson, Birgir Jósafatsson og Þorsteinn. Á myndina vantar Daníel Brynjólfsson og Pál Helgason sem eru núna erlendis við uppsetningu á tæki. VISTASKIPTI Nova Margrét Tryggvadóttir hefur verið ráðin aðstoð- arforstjóri Nova og mun hún bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins. Sölu- og þjón- ustusviði Nova verður nú skipt upp í tvö svið, annars vegar ein- staklingssvið og hins vegar fyrirtækjasvið. Margrét hefur starfað hjá fyrir- tækinu frá stofnun og verið einn af lykilstjórnendum þess. Síðast gegndi hún starfi framkvæmda- stjóra sölu og þjónustu en hún leiddi fyrst markaðs- og vefdeild fyrirtækisins. Margrét er alþjóðamarkaðsfræð- ingur með B.Sc. gráðu frá Tæknihá- skólanum (nú Háskólinn í Reykja- vík) og hefur reynslu af stjórnarsetu í ýmsum fyrirtækjum. Þá hefur hún gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag atvinnurekenda og Stjórnvísi. Þuríður Björg Guðnadóttir hefur verið ráðin til að stýra einstaklings- sviði og hefur jafn- framt tekið sæti í framkvæmda- stjórn Nova. Hún hefur starfað hjá Nova frá upphafi starfsferils síns, fyrst sem sölu- og þjónusturáðgjafi og síðar sem viðskiptastjóri á fyr- irtækjasviði. Þuríður tók við stöðu sem sölu- og þjónustustjóri Nova árið 2014 og verður nú yfir allri sölu og þjónustu til einstaklinga. Hún er með B.Sc. gráðu í rekstr- arverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá sama skóla. Skipulagsbreytingar og nýr aðstoðarforstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.