Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.8. 2017 hönnun fyrir lífið Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | eirvik.is Góð hönnun á ekki aðeins við um útlit hlutar, einnig upplifun notandans á honum. Nýju innbyggðu eldhústækin frá Miele eru hönnuðmeð þessa hugmyndafræði í huga. Tækin passa öll fullkomlega saman hvað varðar útlit, áferð og virkni. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í eldhústækin og innréttinguna og tryggðu þér gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum. VETTVANGUR Allir kannast við að talað sé íhálfkæringi um Ísland sem„skerið“. Jafnvel „klak- ann“. Með því er gefið í skyn, oft- ast meira í gamni en alvöru, að við höfum dregið stutta stráið í happ- drætti heimshlutanna. Það er auðvitað öðru nær. Nátt- úruauðlindir Íslands eru ekkert minna en stórkostlegur lottóvinn- ingur fyrir fámenna þjóð. Skyn- samleg nýting þeirra hefur átt drjúgan þátt í að færa okkur lífs- kjör á heimsmælikvarða. Nýtingin hefur þó ekki alltaf ver- ið skynsamleg. Stundum hefur þurft að grípa í taumana til að tryggja að hún væri arðbær, ábyrg og sjálfbær. Kvótakerfið er skýr- asta dæmið. Rammaáætlun sömu- leiðis mikilvæg viðleitni til að tryggja vandaðar og yfirvegaðar ákvarðanir. Hvort tveggja metn- aðarfull kerfi, nýstárleg á sínum tíma og byltu fyrri nálgun gagn- vart tveimur af helstu auðlindum okkar, fiskinum og orkunni. Ég tel að við stöndum nú á tíma- mótum hvað varðar náttúru lands- ins. Stóraukin umferð ferðamanna er grundvallarbreyting sem kallar á að við tökum fyrri nálgun til end- urskoðunar. Auka þarf verulega stýringu í þágu náttúruverndar. Okkur ber skylda til að tryggja að land- ið hljóti ekki óbætanlegan skaða af núver- andi álagi, að ekki sé minnst á aukið álag sem ýmis svæði gætu hæglega átt í vændum. Í mörgum til- vikum dugir að bæta aðstöðu og leiðsögn. Mikið hefur áunnist í þeim efnum. Stjórnvöld verja ár- lega vel yfir milljarði króna til slíkrar uppbyggingar og munu gera það áfram. (Sú staðreynd vill gleymast þegar kallað er eftir komugjöldum til að fjármagna inn- viði.) Þrjár stoðir þeirrar uppbygg- ingar eru Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða, og nýjar reglur sem heimila að gjald sé í auknum mæli tekið af ferðamönn- um fyrir þjónustu sem þeir njóta, meðal annars í þjóðgörðum. Í öðrum tilvikum gæti hins vegar þurft að innleiða stýringar sem okkur þykja framandi; setja þrengri skorður við umferð, eftir svæðum eða tímabilum, jafnvel þannig að fjöldatakmarkanir verði innleiddar í einhverjum tilvikum. Ég tel að fjöldatakmarkanir eigi ekki að vera leiðarljós eða fyrir- framgefið markmið en þær geta þó átt rétt á sér. Um þetta verða eig- endur og eftir atvikum ábyrgðar- og umsjónaraðilar hvers svæðis að taka ákvarðanir. Hornstrandir og Laugavegurinn eru tveir áfangastaðir sem slík um- ræða hefur beinst að nú nýverið, sá fyrri vegna umferðar skemmti- ferðaskipa og sá síðari eftir að Ein- ar Sveinbjörnsson lýsti sinni reynslu svo að eftir var tekið. Þörfin fyrir svo róttækt inngrip kann að virðast langsótt þegar haft er í huga að gönguleiðin vinsæla um Cinque Terre á Ítalíu, sem er ekki nema 12 kílómetrar, tekur ár- lega við 2,5 milljónum ferðamanna og rætt hefur verið um að setja mörkin þar við eina og hálfa millj- ón. Um þennan samanburð held ég að megi segja þrennt: að okkar náttúra sé viðkvæmari, að við höf- um ekki áhuga á að taka við eins mörgum, og að við getum tekið á móti heldur fleiri en við ger- um í dag ef við bætum aðstöðu og innviði. Almannarétt- urinn, sem um aldir hefur tryggt okkur umgengnisrétt um landið, getur ekki falið í sér rétt til að valda óá- sættanlegum náttúruspjöllum. Það gengur heldur ekki upp að túlka hann þannig að í krafti hans megi skilyrðislaust stunda hópferðir í at- vinnuskyni um viðkvæm svæði. Álagið er ekki eingöngu af völd- um erlendra ferðamanna því að göngur og hjólreiðar um fjöll og firnindi verða sífellt vinsælli meðal okkar Íslendinga, sem er að sjálf- sögðu jákvætt þótt það feli í sér ákveðna áhættu hvað varðar um- gengni um náttúruna. Það er eftirtektarvert að mark- viss stýring á álagi og umferð er almennt talin jákvæð af þeim sem fjalla um ferðamál í erlendum fjöl- miðlum. Ég tel að Ísland hafi tæki- færi til að skipa sér í fremstu röð hvað þetta varðar og að það muni styðja við og auka orðstír okkar sem ferðamannalands. Þannig tel ég að það geti farið saman að há- marka bæði arðsemi og sjálfbærni í nýtingu okkar á þessari dýrmætu auðlind. Álagsstýring og almannaréttur ’Fjöldatakmarkanireiga ekki að vera leið-arljós eða fyrirframgefiðmarkmið en þær geta þó átt rétt á sér. Um þetta verða eigendur og eftir at- vikum ábyrgðar- og um- sjónaraðilar hvers svæðis að taka ákvarðanir. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir thordiskolbrun@althingi.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu gefur út tilkynningu á Facebook-síðu sinni: „Í dag fer fram hinn stór- skemmtilega gleði- ganga í miðborg Reykjavíkur. Gleðigöngunni fylgja lokanir á götum og því mun umferð raskast töluvert. Við hvetj- um fólk til að kynna sér götulokanir og bifreiðastæði, til að forðast tafir og sektir. Til hamingju með daginn!“ Birgitta Haukdal söngkona þakkar fyrir sig á Facebook-síðu sinni: „TAKK FYR- IR YKKUR! Og TAKK fyrir mig ÞJÓÐHÁTÍÐ. Ég er enn í skýjunum og með svo mikla ást og ÞAKKLÆTI í hjarta mínu.“ Birgitta Jónsdóttir þingmaður: „Hvað óttast valinkunnir með- mælamenn? Af hverju þykir það ekki sjálfsagt að standa með ákvörðunum sínum og meðmælum? Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd krafðist þess að fá þessar upplýs- ingar en ekkert bólar á þeim. Af hverju þessi leyndarhyggja? Hver ræður því að þessum upplýsingum er haldið leyndum? Ef stjórnsýslan neitar að birta, af hverju stíga ekki þessir aðilar fram og standa með ákvörðun sinni? Þvílíkt hugleysi.“ Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir alþingismaður skrifar á Face- book: „Kennarar eiga þátt í því að ég er orðin alþingismaður í dag. Því af þeim hef ég lært að njóta lífsins, skipuleggja mig vel og stefna þangað sem ég ætla mér að fara. Ég er kennurum mínum afskaplega þakk- lát fyrir það.“ Síðan deilir hún pósti sem síðan Komdu að kenna skrifaði um hana í júlí, en þar er haft eftir henni: „Það eru margir kennarar á lífsleiðinni sem hafa haft mikil áhrif á mig. Móðir mín heitin var kennari, hún mótaði mig auðvitað hvað mest á lífsins leið. En það er einn kennari sem stendur upp úr þegar ég lít til baka á skólagöngu mína síð- ustu tuttugu ár. Það er hann Ellert Borgar. Hann var bæði kennari og skólastjóri í Ártúnsskóla þegar ég var þar. Ellert var algjörlega ein- stakur maður, hann lagði mikið upp úr gleði í skólanum og aga á sama tíma. Á hverjum föstudagsmorgni voru tímar hjá Ellerti sem fóru í að syngja íslensk lög og læra textana utan að. Það var ekki hægt að byrja föstudagsmorgna betur. Kennarar eins og Ellert, sem bæði halda í lífs- gleðina og gæta aga á sama tíma – eru kennarar sem hafa gefið mér hvað mest. Ekki skemmir fyrir að kunna texta við hin ólíklegustu ís- lensku lög eins og Hudson Bay og Brúðkaup Villa kokks og Dómhild- ar. Kennarar eiga þátt í því að ég er orðin alþingismaður í dag. Því af þeim hef ég lært að njóta lífsins, skipuleggja mig vel og stefna þangað sem ég ætla mér að fara. Ég er kennurum mínum afskaplega þakk- lát fyrir það.“ Bragi Valdimar laga- og texta- höfundur tvítar um Donald Trump og Kim Jong-un: „Ég hlakka svo til að lesa öll sniðugu tístin og kom- mentin eftir að skrípakallarnir tveir ná að tortíma jörðinni á kjarnorkufylleríi.“ TEKIÐ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.