Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Blaðsíða 36
er talið að þar spili inn í boðskapur myndarinnar sem talaði gegn veiði- mennsku og var í raun ný nálgun í barnateiknimyndum; þar sem um- hverfisvernd var undirliggjandi tónn. Bandarísk skotfélög töluðu meira að segja gegn myndinni og töldu hana áróður. Í tímaritinu Outdoor Life skrifaði ritstjóri blaðsins leiðara árið 1942 og sagði Bamba vera þá „mestu móðgun sem bandarískir íþrótta- menn hefðu nokkurn tímann orðið fyrir“, og vísaði þar til skotveiði- manna. Þá þótti hún einnig of raunsæ, ekki innihalda nógu mikla „fantasíu“, of blóðug, dramatísk og sorgleg. Að því leyti var Bambi frum- kvöðull í barnamyndum þessa tíma, þar sem börnum var sýnd sorg og erfiðleikar en ekki bara litadýrð, skoppandi sveppir, dans og tónlist á borð við aðrar myndir Disney svo sem Fantasíu. Stórblöðin ytra voru hálfsjokkeruð yfir Disney, að hann skyldi leggja annað eins á börnin. Mamma Bamba hefði til dæmis alls ekki þurft að deyja. Það skipti í raun engu þótt Disney benti á að hann væri aðeins að fylgja Bambi heitir teiknikvikmynd íeðlilegum litum, sem lista-maðurinn Walt Disney hefir gert,“ skrifaði Víkverji Morgun- blaðsins í miðri seinni heimsstyrjöld, 6. janúar árið 1944. Þá voru tvö ár lið- in frá því að myndin var frumsýnd vestanhafs en hún á 75 ára afmæli nú um helgina, 13. ágúst. Víkverji skrif- aði að myndin yrði nú sýnd mjög bráðlega í Gamla bíói en hún var þá nýkomin til landsins. Leyfum Vík- verja að lýsa myndinni aðeins frekar: „Kvikmyndin segir frá hirtinum Bamba og uppvexti hans meðal skóg- ardýranna. Koma þar mörg dýr og fuglar við sögu og öllu er lýst á hinn dásamlegasta hátt, sem Walt Disney er svo tamur. Bambi mun ábyggilega verða vinsæll meðal kvikmynda- húsagesta, yngri og eldri, en þó að Bambi sé aðalpersóna í myndinni koma þar fleiri við sögu og gæti jeg trúað, að kanínan, vinur Bambi, vinni sér hylli margra.“ Bambi átti sannarlega eftir að vinna sér hylli margra og hafa ótví- ræð áhrif á kvikmyndagerð framtíð- arinnar. Bambi byggist á austur- rískri skáldsögu frá 1923, Bambi: Eine Lebensgeschichte aus dem Walde, eftir Felix Salten. Í stuttu máli fjallar sagan um dádýrið Bamba sem er ætlað að taka við stöðu föður síns er fram líða tímar sem verndari skógardýranna og verja þá gegn hættulegum veiðimönnum skóganna. Bambi er náinn móður sinni og á vini svo sem kanínu og skunk. Myndin hverfist um sorg Bamba þegar hann missir móður sína, en veiðimaður drepur hana, og hvernig hann verður að takast á við lífið og fullorðnast. Hann finnur ástina, tekur að sér hlutverk föður síns og eignast litla bamba sjálfur. Þriðja besta Þrátt fyrir að Bambi hafi á þessum 75 árum náð heimsfrægð og hylli tap- aði Disney í fyrstu á myndinni. Það sem setti strik í reikninginn var það að myndin var frumsýnd í miðri seinni heimsstyrjöld og Evrópu- markaðurinn því að miklu leyti lok- aður og var það meðal annars ástæð- an fyrir því hve seint myndin barst hingað til lands. Þrátt fyrir að hafa verið valin þriðja besta teiknimynd allra tíma af Bandarísku kvikmyndastofnuninni, hlaut hún ótrúlega misjafna dóma og Harðlega gagnrýnd fyrir að vera blóðug og sorgleg Dádýrið Bambi er komið á ellilífseyrisaldur en fangar þó alltaf hjörtu nýrra og nýrra kynslóða. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.8. 2017 LESBÓK Bambi var frumsýnd hérlendis um páskana, í apríl, 1944 í Gamla bíói. Í Alþýðublaðinu skrifaði blaðamaður svo um þá páskahelgi: „Í Gamla bíó var sýnd ákaf- lega vinsæl mynd, Bambi, eftir Walt Disney og þar var þröng- in því langsamlega mest. Ég gekk fram hjá kvikmyndahús- inu klukkan 8.30 um morg- uninn á annan í páskum og þá var lestin komin alla leið að gluggum Jóns Björnssonar & Co. Nokkru síðar, eða hálftíma áður en sala aðgöngumiða átti að hefjast, var lestin komin nið- ur í Bankastræti. Þarna gekk á ýmsu. Þrír lögregluþjónar voru þarna en réðu ekki við neitt. Kaðall var strengdur meðfram margfaldri röðinni til þess að reyna að halda uppi reglu, en það tókst misjafnlega og ein- hver dóni gerði sér lítið fyrir og skar á kaðalinn.“ Allt vitlaust í Gamla bíói TÓNLIST Nýjasta sólóplata Liam Gallagher er afsökunarbeiðni til fyrrverandi eiginkonu hans en á henni syngur hann um „sín eigin mistök“. Um- rædd eiginkona er Nicole Appleton, söngkonan úr All Saints, en hann hélt framhjá henni með blaða- konunni Lizu Ghorbani sem hann barnaði. Aðdáendur Gallagher eru í skýjunum með nýj- asta lagið sem er sérstaklega um þetta mál, „For What It’s Worth“ og hefur því verið líkt við eitt besta lag bróður hans, Noel Gallagher, „Don’t Look Back In Anger“. Einn gagnrýnandi skrifaði þannig að það hefði alltaf verið vitað að Liam væri engu síðri lagahöfundur en bróðir hans. Afsökunarbeiðni AFP Nýjasta lagasmíði Gallagher þykir einstök. KVIKMYNDIR Charlize Theron bjó sig undir nýjustu kvikmynd sína, Atomic Blonde, sem nú er í sýningum ekki aðeins með afar stífri líkamsrækt sem fékk hana til að kasta upp á hverjum degi heldur lék hún sjálf nær öll eig- in áhættuatriði, sem enduðu meðal annars þannig að hún braut tennur og marði rifbein. Í myndinni leikur hún breskan leyniþjón- ustumann sem sendur er til Berlínar að ná í mikilvæg gögn og þarf að lifa af mikla hættu- för. Theron leikur ekki aðeins aðalhlutverkið heldur er hún einnig framleiðandi kvikmynd- arinnar. Hasar og brotnar tennur á tökustað Charlize Theron tók þjálfunina fyrir nýjustu mynd sína alvarlega. Myndin Death of Stalin gerist eftir síðasta dag í lífi harðstjórans. Dauði Stalíns KVIKMYND Í vikunni var stikla úr gamanmyndinni Death of Stalin frumsýnd, en myndin kemur út 20. október. Myndin er byggð á franskri grafískri skáldsögu að sama nafni, og sýnir óreiðuna og valdataflið sem á sér stað innan sovéska kommúnistaflokksins eftir dauða einræðisherrans Jósefs Stal- ín árið 1953. Myndin státar af stjörnuliði breskra og bandarískra leikara á borð við Steve Buscemi, Jeffrey Tambor, Jason Isaacs, Olgu Kury- lenko og Michael Palin. Leikstjóri myndarinnar er Armando Iannucci, sem skrifaði handrit og leikstýrði gamanþáttunum Veep, en myndin var valin til sýningar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto 2017. TÓNLIST Bandaríska tónlistar- goðið Bruce Springsteen hefur til- kynnt að hann muni halda röð tón- leika á Broadway sem munu hefjast í október. Springsteen mun spila fimm sinnum í viku í Walter Kerr- leikhúsinu á Broadway fram í nóv- ember, en inn á milli laga mun hann lesa upp úr sjálfsævisögu sinni „Born to Run“. „Ég vildi gera eitthvað sem er eins persónulegt og náið og hægt er,“ segir Springsteen um tón- leikana. „Tónleikarnir eru bara ég, gítarinn, píanóið, orð og tónlist, sumt af því verður sungið, sumt af því verður talað. Þetta byggir laus- lega á mínu eigin lífi og starfi.“ Springsteen heldur tónleika í haust. Persónulegur á Broadway

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.