Úlfur - 06.02.1906, Blaðsíða 1

Úlfur - 06.02.1906, Blaðsíða 1
MÁLGAGN sannleiksásíar og hreinskiini. ÚLFUR Ábyrgðar og útsölumaður Eggert Einarsson.. Kemur út þegar nauðsyn krefur. Kosíar 10 aura númerið. Nr. 1. Akureyri, 6. febrúar. 1906. Um bæjarmál. Inngangsorð nokkur þykir hlýða að láta »Ulf« flytja lesendum sínum, um leið og hann byrjar göngu sína hér í veröldinni. Er það sérstaklega til að skýra stefnu hans og ætlunarverk. Engum sem þekkir verulega til bæjar- lífsins hér í bænum, mun dyljast, að sjaldan hafi verið meiri þörf á verulega góðu, ein- örðu og sjálfstæðu blaði en einmitt nú. »Síefnir« og »Gjallarhorn« eru nærri komin undir pottinn eins og Sigurðar segir. »Norð- urland« er undir læknahöndum, eins og allir vita, og »Norðri« er hvítvoð- ungur enn. Blað fyrir bæinn er því bráð- nauðsynlegt, og vill Ulfur bæta úr þeirri þörf. Mun hann verða alleinarður hver sem í hlut á, en ekki ljúga lýtum og skömm- um upp á saklausa menn. Vonast hann því eftir vinfengi allra viturra manna og réttsýnna, en mun varast allan kunnleik við þorskhöfuð og þöngulhausa. * * # Nokkrir kunningjar ritstjórans hafa hreyft því við hann, að starf hans yrði örðugt, þar sem hann hefir lítt við ritstörf fengist til þessa. Er því og sízt að neita, að al- úð mikla þarf til að stjórna svo vel sé slíku blaði, sem Úlfur á að verða. En »fáir eru smiðir í fyrsta sinn«, og vonar ritstjórinn að menn hafi það í huga þegar þeir dæma það starf hans. Útgefendurnir. Fyrir því að látið er drýgindalega _ yfir því í innganginum hér að framan, að Úlfur ætli sér að verða bæjarblað, mun eigi úr vegi að hann þegar í fyrsía blaði sínu hefji umræður um einhver bæjarmál, og hefir því ritstj. í samráði við einn eða tvo óheimska bæjarbúa hugsað sér að byrja umræðurnar á því að fara nokkrum orðum um lóðasölu bæjarstjórnar fyr og síðar, og um húsaút- mælingar byggingarnefndar, og hve lítið virð- ist greitt fyrir því frá bæjarfélagsins hlið að fátækir fjöískyldumenn komi upp húskofa yfir höfið á sér. Wí verður eigi neitað, að þaö eitt með öðru stuðlar til þess að bær þessi siækki, að íbúar hans eða þeir sem "hingao vilja flytja geti bygt sér hús oían yfir höfuðið sem fyrirhafnarminst. Og væri stjórn ein- hvers bæjar t. d. Akureyrar nokkuð um það hugarað fólkinu fjölgaði f bænum,sem gæti eignast heimili, sem það yndi við og þætti vænt um, ætti hún að hlynna að því að menn gætu stofnsett slíkt heimili á lóö kaup- staðarins og leggja sem minstar tálmanir á menn í því efni. Bæjarstjórnin á Akureyri hefir stundum verið mjög liðug í því að láta menn fá byggingarlóðir með góðum kjörum, en stund- um aftur styrð og treg í þessum efnum og um mörg ár algjörlega vanmáttug í þeim efnum. Pegar bæjarstjórnin hefir sýntsig hjálp- sama og liðuga, hefir ætið verið meira bygt á bæjarlandinu, heldur en þegar hún hefir verið dýr og stirð. Upphaflega gaf konungur, sem kunnugt er, Iandsspildu nokkra úr Naustalandi til kaupstaðar, þessari spildu skiptu svo ráð- andi menn í bænum fljótlega niður í bygg- ingarlóðir, og afhentu þær til byggingar og ræktunar fyrir ekki neitt. Petta voru stór

x

Úlfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úlfur
https://timarit.is/publication/1274

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.