Úlfur - 06.02.1906, Blaðsíða 3

Úlfur - 06.02.1906, Blaðsíða 3
1. bl. ULIrUR. 3 verð, því sé húsið laglegt, skiptir minnu þó það sé lítið í jafnmiklu landrými og hér er, einungis fylgi því næg lóð svo hægt sé að stækka það. Vanmáttur bæjarstjórnarinnar að geta séð mönnum fyrir hússíæðum í kauþstaðn- um hvarf þegar bærinn keypti Eyrarland og mikið af því landi var gjört að kaupstaðar- lóð. Hér var um keypt land að ræða, svo engin sanngirni var til að bærinn léti íbúa sína fá aftur spildur af því fyrir ekki neitt, en sanngjörnu og rímilegu verði gátu menn f búist við, enda verður eigi annað sagt en að liðlega væri farið af stað. Húðin var nú miklu stærri en sú sem rist var niður handa frumbyggjendum Akureyrar, en auð- vitað var nú sem þá byrjað á beztu blett- unum, farið í hrygglengjuna, og mest af hinum byggilegu lóðum með fram Hafn- arstræti norðan bakarísins seidar fyrir 10 au. □ al. undir húsið og 5 álnir umhverfis það, en 10 au. □ faðmur í báklóðum. Petta hét á bæjarsíjórnarmáli »vanalegt verð«. (Með því verði voru víst útnárarnir af konungslóðinni seldir innfrá), þó varð Laxdal og pöntunarfélagið að borga betur á Torfunefinu 25 au. fyrir □ aiin. Síðan var byrjað á Brekkugötu með sama verði. Enginn efi er á að lóðirnar við Hafnar- stræti og syðst í Brekkugötu mundu verða mest eftirsóttar, og verður eigi annað sagt en að bæjarstjórnin hafi selt þá með sann- gjörnu verði, þó að minsta kosti fuildýrt. En svo undarlega vill uu til þegar beztu lóðiruar eru farnar (hrygglengjan uppsniðin), þá verður bæjarstjórninni alveg það sama á og með konungslóðina, þegar búíð var að gefa það bezta af henni, þá eru skekklarn- ir setiir upp, eins þegar búið er að selja beztu byggingarblettina úr Eyrarlandslandi þá er verðið sett upp um 'nelming. Holtin við Brekkugötu nokkuð frá sjó eru eig leng- ur með hinu gamla vanaverði heldur tölu- vert hærra. Jónar tveir byggja í vatnsleysi uppi á mel fjarri öllum vegum, og eiga að sögn að borga töluvert hærra fyrir hússtæði sín en þeir bótarbúar þurftu. Pessi bæjarstjórnarpólitík er sumum nokk- uð torskilin. (Framh. við tækifæri.) 1. febrúar var eitthvað haldið upp á hér í bænum af æði- mörgum. Einhverjir höfðu gengist fyrir ræðhöldum og söng í leikhúsi bæjarins og fengu allir sem að komust, leyfi ti! að hlusta á það ókeypis og eiga menn því þó ekki að venjast hér, að þurfa eigi að borga fyrir það, sem þar fer fram. 4 helztu ræðu- menn bæjarins töluðu þar og «Hekla» söng. Inngangur á margt hér á leikhúsið, bæði óskemti- legra og vitlausara, hefir verið seldur á 50 aura og meira, og hafi nú sótt samkomu þessa um 300 ’manns, þá hafa ræðumennirnir og söngmennirnir sama sem gefið áheyrendunum 150 kr., og er þetta allra þakka vert. Um samát og samdrykkju hjá Vigfúsi og Boga á eftir er óþarfi að tala; þeir, sem þar voru munu hafa gjört það upp á sína peninga, og hefði því átt að vera þeim frjálst. Pótt sumir séu að segja að þeim krónum hefði mátt öðruvísi verja. En að lá mönnum, þótt þeir gleðji sig á góðri stund, þeg- ar þeir hafa ráð til þess eða einhver vill trúa þeim fyrir glaðningunni ætti enginn að gjöra, Lví hefir verið fleygt, að það sé af sundrung í bænum, að allir voru ekki saman í glaðningunni. En þessu sem öðru má snúa til betri vegar. Allir gátu ekki kom- ist fyrir hjá Boga, og að Vigfúsi vildu og margir hlynna og því var svo ógnar eðlilegt að sumir vildu vera þar, einkum þeir sem vildu hafa bal! á eftir. — Náttúrlega var það eiginlega bara fyrir gleymsku, að Oddeyrarhótetið var eigi fylt líka það kvöld. Nógir mundu hafa fengist þangað ef listi fyrir því hefði verið látinn ganga um eyrina. Bryggj uhrunið. Morguninn sem bryggjan brast, Borgararnir svdfu fast, Vöknuðu upp við voða kast, Víða í fjöllum dundi. „Hvað var pað sem heyrðist mér“ ? hver pd annan spyrja fer, — Út úr húsum hraða sér, — „Hvað var pað sem hrundi“ ? Við sfóinn frammi enginn lengur undi. Það var brygg\an stór og sterk, Eitt stcersta heímsins furðuverk, Sem bœ]arnefndin mœt og merk Mdlaði upp á fundi. Vildu peir einn völund fd. Sem vissu mestan \örðu á, Þess vegleg merki mega sjd Menn hjd Eyrarsundi. Listamaðurinn lengi sér par undi.

x

Úlfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úlfur
https://timarit.is/publication/1274

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.