Ljósið - 11.06.1921, Page 1

Ljósið - 11.06.1921, Page 1
LJOSIÐ RITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 8. ár. Reykjavik, júni 1921. 7. blað Trúfreisis-erindí til frk. Ólafíu Jóhannsdóttur og vina hennar. Mig hryggir það kæra Ólafía að þú mentuð, góð manneskja varst ókristileg í breytni þinni og orðum þegar ég hitti þig seinast í húsi Benedikts Sveins- sonar forseta, og ég gaf þér til að lesa vísur til ritstjóra „Tímansu og almennings. En þú kæra vina mín sást að vísur þessar féllu ekki þinni blindtrúuðu sál, kastaðir því vísunum án þess að lesa þær, og sagðist hvorki vilja lesa guðlast eftir mig né aðra. A hverju byggir þú þessa ómannúðlegu breytni þína? Er ég kæra Ólafía þektur að því að vera ókristi- legur trúleysingi? Heíi ég brotið kærleikslög hins nýja manns? Eg veit ekki betur en að vér játendur hins sanna manns séum skyldug bæði karl sem kona að halda staðfestingareið vorn. Ég vil gjöra það í Drottins míns Jesú nafni. Það eru engin kristileg lög sem banna það að vér frelsingjar herra vors kæfum þann gamla mann svo hinn nýi maður geti náð því kærleiksríka takmarki, að friður verði á jörðu og guðsríki gróðursettur í þessum heimi. Aldrei verður friður fenginn meðan óvinur guðs og manna er kend- ur ungmennum bæði í orði og verki. Trú á dauða sögu og ritninguna og tungumálalærdómur eru ekki enn búnir að fylla kærleikskröfur meistarans frá Nazaret. Vér sjáum að það er ókristilegt ríki og

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.