Ljósið - 11.06.1921, Page 2
2
LJÓSIÐ
kirkja, sem kvelja og meiða saklausar menneskjur
og ræna fé og lífL margra miljóna saklausra manna.
með djöflaæði ]»ví, sem nú hefur verið sýnt í hinum
nafnkristna heimi undanfarin ár, síðan stríðið braust
út á meðal stórþjóðanna. Kristindómskjarninn er
ekki búinn að siða mennina- enn. Það eru ekki
smælingjar eða ungdómurinn, sem því veldur. Ekki
vantar bókmentir eða guðsorðabækur: biblíur, bæna-
kver og sálma, þó er stórhneykslanleg vantrú á
hinn guðdómlega meistara frá Xazaret. Vantrú og
lýgi frá lærðum heimi er dýrkuð hér á landi og
leitað frétta frá framliðnum.
Það gerir Einar Kvaran, sá mikli vantrúar-
vitringur.
Kæra guðsbarn Ólafía! Eg segi þér og öðrum
satt. Það kristnar oss ekki liold og blóð hins rétt-
láta manns. Það eru orð hans og andi, sem vér sem
börn þurfum að meðtaka. Riki og kirkja eru gaml-
ar stofnanir frá viltum mönnum, allur ójöfnuður og
röng breytni í orði og verki er frá valdboði þessara
gömlu stofnana, vér þegnar ríkis og kirkju erum
elvki frjálsir nema að litlu leyti, getum því eigi
kastað þrældómsokinu af oss, og þeim ókristilegu
mannasetningum, er vér nauðugir verðum að lúta.
Drottinn blessi þig kæra Ólafía; þetta er lifandi
trúarsannfæring mín. Dómsvald mitt er ekki frá
mönnum heldur frá mínum sanna guði Jesú Kristi.
Eg neita því gjörsamlega að vér börn lierra
vors Jesú Krists þurfum að hafa annan guð en þann
góða hirðir fyrir löggjafa vorn og guð. IJinn gamli
löggjafa-gyðingur á að kafna fyrir frelsisljósi hins
nýja manns, er æðst vald fékk á himni og fær það
á jörðu líka, þá rétt er kendur náðarlærdómur herra
vors.
Trúin er ekki hrein hjá blindtrúuðu fólki.
Eg er trúaður á sanna manninn, en vantrúaðar