Ljósið - 01.02.1923, Side 3

Ljósið - 01.02.1923, Side 3
LJÓSIÐ ins, var andlegur siðameistari, er kendi frelsi guðs, en ekki frelsi villidýra og skriðkvikinda. Það getur engin rétt siðmenning þrifist í heimi vorum gefi menn jafnrétti refum og sauðurn, ránfuglum og þeim saklausu fuglum er vér höfum arð og blessun af. Það erum við kristnir menn, sem eigum eftir guðs boði að drottna yfir fuglum loftsins, fiskum sjáfarins og öllum dýrum jarðarinnar, þetta er rétt biblíumál, hitt er rangt og mjög villandi, sem biblíutrúaðir kennendur barna segja, að öll ritningin sé blessunarorð frá góðum guði. Hrösunar- og þrætuepli er bókin, sem þið kallið heilaga ritningu, — hún getur ekki varið sig sjálf frek- ar en »Hvítir hrafnar« Þórbergs Þórðarsonar. Það ljóðakver hefir Þórbergur sent mér að gjöf. »Hvítir hrafnar« kosta fimm krónur og er það langt- um betra verð en á nýjustu ljóðabókum annara skálda vorra — Eg leyfi mér að mæla með Hvítu krummunum, þeir eru meinlausir eins og hundaskítur er sólin er búin að verka á, það finnur og veit Þórbergur sjálfur, hann tek- ur því fram í formála kversins að kvæðin séu flest eins og dægurflugur, sem fæðst hafi á nokkrum augnablikum. Mest masið er um vonbrigði og sviknar ástir kvenna. Eg sem þekki Þórberg að góðu finn að skáldafjör heiðindómsins hjá honum eyðileggúr sanna lífsspeki kristilegrar opinberunar. Lengsta og þróttmesta kvæðið í ljóðakveri þessu er Hallbjarnardrápa. Það kvæði lýsir talsverðum andans krafti. En ramheiðin er hugsunin öll eins og heiðin vé- frétt og spádómur um frelsisbendingu. — Síðast í kvæði þessu tignar Þórbergur Hallbjörn eins og frelsara alþýð- unnar, er það von því Hallbjörn og kristin kona prent- arans eru sömu trúar, nefnilega álitu þau að flugnahöfð- inginn gamli verði tröll sem forsjónin drottins ráði ekki við, ef konur og menn heiti á fjandann sér til fullting- is. Heiðin vill kona Hallbjarnar lifa, heldur en trúa kirkj- unnar fræðum, sem öll reka sig á. Eyður heitir sonur

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.