Ljósið - 01.05.1923, Blaðsíða 1

Ljósið - 01.05.1923, Blaðsíða 1
LJOSIÐ RITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 11. ár. ReykjaviK, mai 1923. • 5. blað Je.stís Kristur er Guð kristinna manna. Þjóðsögur Gyðinga. Vegurinn til kristilegrar breytni í þessum heimi er ekki sá, aö blinda og afvegaleiða ungu þjóðina strax í æsku með því að kenna smábörnunum Gyðinga-þjóðsög- ur. Börnin sem eiga að verða góð og guöelskandi, þeim á ekki að kenna að óttast guð. — Sannur guð birtist í sönnum manni góðum og kærleiks-ríkum, óviltum. Lög- gjafi Gyðingaþjóðar var, eftir því er sagan segir, fund- inn af dóttur Faraós konungs, sem var heiðinn konung- ur yfir Egyptalandi, sem var gott og frjósamt land með kornrækt og gripafjölda. Þegar Móse var orðinn fullorðinn, þá reiðist hann við hirðmann konungs og drepur hann, flýr síðan af hræðslu og er um tíma hjá göldróttum presti er Jetro er nefndur. Lygamörður þessi er þá orðinn svo leikinn í loddaralist, er Epypsk speki var kölluð, að engir töfra- vitringar Faraós konungs höfðu við honum. Skáldsagan getur þess að göngustafur töframanns- ins varð að höggormi er gleypti allar pöddur og orma er mentaðir vitringar konungs gátu skapað. Tíu plágur Egyptalands gerði þetta galdratröll með töfrasprota þessum, þessi heimsfrægi lygamörður og lög- gjafi, þeirra vondu Gyðinga, er áttu lög hans fast klöpp- uð á steina. Sjá nú ekki kærleiksríkir menn, að lögin frá Sínaí- fjalli, sögnin frá Aldingarðinum Eden og sögnin um hinn gamla reiða guð Jafa eða Jehofa, sem var vondur, heið-

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.