Ljósið - 15.05.1923, Blaðsíða 4

Ljósið - 15.05.1923, Blaðsíða 4
LJOSIÐ 4 arann og kent dauða bókfræði, mannaverk full af mót- sögnum við anda og lifandi orð drottins vors? Móse io boðorð klöppuð á steina voru þung, eí eitt þeirra var brotið, þá voru öll brotin. Líf fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Allir vita að Jesús boðaði frið á jörð vorri, sá frið- ur er ekki fenginn enn, hann fæst ekki meðan æðstu valdhafar þjóðanna myrða og kúga undirmennina. Herra vor drottinn Jesús Kristur hefir aldrei leyft vonda breytni við menn né málleysingja. Þingmenn vorir eru fulltrúar þjóðar vorrar. Sjá þeir ekki að land vort er að sökkva í óviðráðanlega fjárþurð ár frá ári. Er það ekki óviturlegri stjórn að kenna? Eru ekki flestar stéttir í landi voru kvartandi um of þunga skatta, og embættismenn ríkis og kirkju fjölga ómögum sínum. Allir þykjast fá of lítið, allir rífast um að fá hækkandi laun og um leið styttan vinnutíma. Glysgirnin og heimskan hér í Reykjavíkurborg er vaxandi böl, er hefnir sín á þjóðinni í heild sinni. Ungdóminum get eg ekki láð, þó hann villist í þessari hringiðu dýrsæðisins. Ég minnist spakmælisins: »Grísir gjalda, en gömul svín valda«. Þingmenn hafa birt það fyrir mínum eigin eyrum, að þingi verði slitið næstkomandi laugardag. Eg sé að þingmenn vorir gæta ekki æðstu skyldu sinnar gagnvart þeim er vilja kristnir vera, meira en að nafninu til. Ég hef engan þingmann heyrt gera skýra játningu nema einn, veltalandi mann, er hefir sagst vera Ása- trúar, en vilji þó sleppa Loka. Þetta sýnir hreinskilni hans. En engin Ása-trú á að vera í kristindómi vorum. Enginn heiðindómur, enginn Gyðingdómur, engin lygi og engin hræsni. Einar Jochuinsson. Prentsmiöja Acta — 1923.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.