Ljósið - 01.02.1908, Side 6
14
LJÓSIÐ
Heimskan er drottning presta.
Næstliðinn sunnudag hjelt ræðu í Dómkirkjunni, einn
guðfróði vitringurinn Runólfur að nafni.
Maðurinn talaði skynsamlega í ræðustólnum á milli.
Um bænina fór hann mörgum fögrum orðum, í miðri stól-
ræðunni strandaði vitið stórkostlega, upp á sama máta og
hjá öllum falskennurum kirkjunnar.
Presturinn þekkti mig og mína kenning, hann áleit
það vantrú mikla, ef allir tryðu ekki bókstaflega, að Jesús
Kristur hafi verið kvalinn og deyddur, prestur þessi er
eins og hinir hnexlararnir, lieimskur hjátrúarfullur óviti.
Það er stórartaður bjánaskapur af lærðum manni, að muna
ekki orð |spámannsins. »Hræðist ekki þá sem líkamann
deyða, en geta ekki líflátið sálina«. Maður talaði þessi
orð, guð var skýrð sál er bjó í dauðlegu holdi. Mikil
drottning er heimskan í guðfræðingum vorum, enda verður
vit mitt þeim að fótakefli.
Sannleikans anda frá andlegum föður vorum og herra
Kristi, bið eg upplýsi þennan vin minn og alla presta, svo
þeir kenni hreinan sannleika æskulýðnum framvegis.
Réttlæting aí trá.
Framh. Mér virðist, kæru hræður og systur, það
vera bæði broslegt og sorglegt, að herrarnir Jón Helgason
og Þórhallur Bjarnason, skuli ekki sjá að kenningar að-
ferð þeirra er mjög heimskuleg. í öðru orðinu segja þessir
fróðu menn, að postulinn Páll hafi skilið réttlæting af trú
mæta vel, nokkrum línum seinna í liugleiðing sinni, efast
þeir um, að Páll hafi skilið rétt það sama efni sem um
er að ræða.
En mér þykir undarlegt, að þessir fróðu herrar skulu
ekki nota sitt eigið vit og skynsemi; þeir vilja byggja hugs-