Ljósið - 27.06.1913, Page 7
L J Ó S I Ð
79
Ástvaldur Gíslason kandidat talaði og nokkur orð, og var
það meira í hófi, en þó samkvæmt hans gömlu skoðunum.
Síðast reið séra Fr. Friðriksson á hið gamla vað og var
þeirra svæsnastur, þar eð hann kannaðist ekki við annað, en að
öll biblían væri innblásin og guðs opinberaða orð, og var ræða
hans svo sterk í garð nýguðfræðinganna, að þegar hann loksins
hætti, stóð biskupinn upp og áminti hann með bróðurlegum
orðum, að hann gæti ekki tekið alt í ritningunni inn sem nær-
ingu handa sinni göfugu og góðu sál. Hann yrði að hafna
mörgu, sem ekki gæti átt sér stað, að væri samboðið réttkristn-
um anda og heilbrigðri skynsemi.
* *
*
Þess skal getið, að þingherrann nýi, séra Kristinn Dantels-
son, sagðist ekki geta vegna annríkis setið Sýnóuds allan og
bar fram tillögu um að mótmæla gífuryrðum og árás lögmanns
Gísla Sveinssonar um þjóðkirkjuprestana og þeirra kenningar-
máta.
En biskup vor, Þórhallur Bjarnarson, mælti með kurteisi
á móti þessu ráðlagi þjóðklerksins kvaðst álíta, að klerkarnir
ættu ekki að berjast móti þessu máli með atkvæðagreiðslu. Það
væri nóg að ganga fram hjá málinu sem óheyrðu, og er það
eftir honum blessuðum, en kastar þó skugga á hans eigin rann-
sóknarvit í guðfræðilegum efnum.
* *
*
Eg talaði nokkur orð, áður en eg gekk út, og vonast eg til,
að öllum, sem heyrðu til mtn, hafi fundist það vera vel sagt,
ég sagði, að Jesús Kristur væri sá eini sanni guð og frelsari þjóðanna.
Við kristnir menu ættum að heiðra og virða hann með því að Iaga
og fullkomna lífsbreytni vora eftir þörf tímans; en breyting er
óumflýanleg í guðfræeislegum efnum sem öðrum.
Vinnið því ykkar verk í Jesú nafni með hans frelsisanda,
þá mun hinn mikli herra styrkja starf ykkar og blessa það.