Víkurfréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Leitin að Fegurðardrottn-ingu Suðurnesja 2003 erhafin. Lovísa Aðalheiður
Guðmundsdóttir, sem hefur
umsjón með keppninni, sagði
í samtali við Víkurfréttir að
ekki hafi verið tekin ákvörð-
un um hvort keppnin verði
haldin í Stapa eða Bláa lón-
inu. Hins vegar sé undirbún-
ingur að fara í gang og nú sé
leitað eftir þátttakendum í
14-15 stúlkna hóp til að taka
þátt í keppninni.
Þátttakendur verða allir kynntir
á veglegan hátt í Víkurfréttum.
Ábendingum um stúlkur í
keppnina má koma til Lovísu
Guðmundsdóttur í síma 697
4030 og 565 8343
Ljóst hverjir
vö rðu Fisk-
markað Suð-
urnesja
Samkvæmt fundar-gerð Atvinnu- oghafnarráðs Reykja-
nesbæjar frá 8. janúar sl.
kemur fram að formaður
Atvinnu- og hafnarráðs
Reykjanesbæjar Þorsteinn
Erlingsson, Bergþór Bald-
vinsson hjá Nesfiski ehf.,
Einar Magnússon á Ósk
KE 15, Sparisjóðurinn í
Keflavík og Lífeyrissjóður
Suðurnesja komu í veg fyr-
ir fyrirhugaða yfirtöku
Fiskmarkaðs Íslands hf. á
Fiskmarkaði Suðurnesja
hf.
Fiskmarkaður Íslands hf.
keypti 31.3% í Fiskmarkaði
Suðurnesja á dögunum eftir
jól, en kaupin voru fjár-
mögnuð með 50 milljóna
króna láni.
Leitin að
næstu
fegurðar-
drottningu
er hafin!
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2003
Ný leigubílastöð í Reykjnesbæ:
46 ára karlmaður
handtekinn með
fí kniefni
Lögreglan í Keflavíkhandtók um helginakarlmann sem grun-
aður er um sölu fíkniefna.
Við húsleit í íbúð mannsins
fundust 40 grömm af hassi.
Manninum var sleppt að
lokinni yfirheyrslu.
Lögreglan í Keflavík heldur
rannsókn málsins áfram.
Helguví kurloðna
eftir mánuð
Í fyrra var landað rúm-um 48 þúsund tonnumaf loðnu hjá SR-mjöli í
Helguvík og segir Eggert
Ólafur Einarsson verk-
smiðjustjóri að búist sé við
fyrstu loðnu 10. til 15. febr-
úar. Eggert segist vona að
magnið í ár verði svipað:
„Það er ómögulegt að segja
hvað mikið af loðnu kemur
hingað til okkar, en við
vonum að sjálfsögðu það
besta,“ sagði Eggert í sam-
tali við Víkurfréttir.
Fjö lgun í slenskra
starfsmanna hjá
Varnarliðinu
Skráður fjöldi ís-lenskra starfsmannahjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli er í dag
905 einstaklingar, sem er
aukning um 21 mann á ár-
inu 2002. Þar af eru 667
karlar og 256 konur.
Ágætu lesendur!
Bendum á aðsendar greinar til blaðsins, m.a. um
fátækt, skólamál, læknamál og fleira sem komust
ekki inn í þetta blað. Þær er að finna á vf.is.
Greinarnar munu birtast í næsta tölublaði Víkurfrétta.
Á vf.is eru færðar inn allt að 30 fréttir og greinar á dag virka
daga og traust fréttaþjónusta allar helgar.
Hefur þú skoðað Víkurfréttir á Netinu nýlega?
Hvetjum greinahö
funda til
að stytta mál sitt,
þar sem pláss
í blaðinu er af sko
rnum skammti.
Ritstjórn Víkurfrét
ta.
Auglýsingasí minn er 421 0000
Ídag opnar ný leigubílastöð íReykjanesbæ undir nafninuAðalbílar. Leigubílastöðin
mun vera til húsa hjá Ný-ung
að Hafnargötu 8 og eru að-
stæður þar eins og best verður
á kosið. Flestir leigubílstjórarn-
ir sem voru á Aðalstöðinni
munu færa sig yfir á Aðalbíla
en um er að ræða um 20 bíla.
Ástæðan er að Aðalstöðin er að
hætta með leigubílastöð og því
þurftu þeir að finna nýtt pláss
og það var þá sem feðgarnir,
Garðar Oddgeirsson og Odd-
geir Garðarsson, komu til sög-
unnar og tóku að sér rekstur-
inn.
Eins og áður sagði eru aðstæður í
nýja húsnæðinu mjög góðar en
þar mun leigubílstjórum Aðalbíla
gefast kostur á að þrífa bíla sína
innandyra en hægt er að koma
allt að þremur bílum inn í einu.
„Við ætlum að reyna að hækka
standardinn aðeins upp með því
að hafa leigubílstjórana snyrti-
lega til fara og bílana hreina.
Þetta er gert til að viðskiptavinin-
um líði betur en það er það sem
skiptir mestu máli“, sagði Odd-
geir í samtali við Víkurfréttir.
Oddgeir sagði að búið væri að
vinna í þessu frá því í nóvember
á síðasta ári en þá var ákveðið að
ráðast í þessa framkvæmd.
„Þessi rekstur hentar Ný-ung
mjög vel því það bætist bara við
símaþjónustan“.
Oddgeir sagði að leigubílaþjón-
ustan yrði með svipuðum hætti
og áður. „Ég býst ekki við því að
gera miklar breytingar en við
munum halda áfram að bjóða
upp á góða þjónustu við Suður-
nesjamenn, t.d. með því að hafa
búðina opna allan sólarhringinn
ásamt því að auka skyndibitaúr-
valið en að öðru leiti verður þetta
mjög svipað“.
Aðalbí lar opna í dag
3. tbl. 2003 - 16 sidur 15.1.2003 16:40 Page 2