Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. MUNDI Ég var beðinn um að gefa eftir smá pláss í blaðinu vegna þrengsla - það eru ekki alltaf jólin Árni Sigfússon bæjar-stjóri Reykjanesbæjarsegir að það dugi lítið að sitja ævi- ráðnir á sín- um skrif- stofustólum, telja at- vinnulausa og saka svo sveitar- stjórnar- menn um að vera ekkert að gera, enda sé það fjarri sanni. „Ég bið menn um að vinna frekar í málunum heldur en að tala um þau.Við horfum til þess núna að það eru um 312 manns á atvinnuleysisskrá hér í Reykjanesbæ og það er 312 manns of mikið. Það er hreyfing á atvinnuleysis- skránni, en mikilvægast er að skoða hvað margir eru á leið- inni inn í langtímaatvinnu- leysi þar sem viðmiðunin er 6 mánuðir eða lengur. Það eru sem betur fer örfáir í þeirri stöðu ennþá og það staðfestir það að hreyfing sé á skránni. Hinsvegar er hættan sú að fleiri séu að fara inn í lantímaatvinnuleysi. Það er mjög mikilvægt að rjúfa þann vonleysismúr sem fer þá að myndast í huga þess sem er atvinnulaus.“ Árni segir að Reykjanesbær hafi verið gerð fjárhagsáætlun- ar fyrir árið 2003 gert ráð fyrir ýmsum átaksverkefnum til að koma til móts við atvinnuleys- ið: „Reykjanesbær hefur komið inn með átaksverkefni og er að undirbúa þau, en það er ein- göngu fyrir þann hóp sem getur verið kominn í erfiðari stöðu vegna langtíma atvinnuleysis. Árni leggur áherslu á að fram- kvæmdaverkefni á vegum Reykjanesbæjar verða margfalt stærri en undir eðlilegum kringumstæðum. Áætlað er að framkvæma fyrir um 800 mill- jónir á þessu ári sem mun svara tímabundinni niðursveiflu í at- vinnumálum, og að auki verður framkvæmt fyrir mörg hundruð milljónir við uppbyggingu sorpeyðingarstöðvar í Helgu- vík“ segir Árni og bætir við: „Það sem sveitarfélög geta gert í slíkri stöðu er að spýta í lóf- ana, hraðað verkefnum og eins og menn sjá í fjárhagsáætlun okkar erum við þannig að mæta þyngra ári í atvinnulífinu með því að auka við fram- kvæmdir. Þær framkvæmdir stuðla að auknum þrótti í at- vinnulífinu.“ Árni segir ýmis merki uppi um að ástandið í atvinnumálum fari batnandi vegna verkefna sem koma á svæðið: „Ég vil nefna flokkunarstöðina og Fiskimjölsverksmiðjuna í Helguvík þar sem frysting og bræðsla er að hefjast. Fram- kvæmdir eru að hefjast við jöfnun lóðar fyrir Stálpípugerð og verulegar framkvæmdir á vegum bæjarins í byggingum, gatnagerð og umhverfisverk- efnum eru á dagskrá. Tvöföld- un Reykjanesbrautar er hafin og unnið er af kappi við upp- byggingu sorpbrennslustöðvar- innar. Einnig er álvinnsla að hefja starfsemi í Helguvík á ár- inu. Við sjáum einnig að flug- samgöngur og þjónusta eru að komast úr lægð og búist er við auknum fjölda flugfarþega, auk þess sem ný flugfélög tengjast starfsemi á Keflavíkurflugvelli, Iceland Express og Kanadíska flugfélagið HMY.“ Árni segir að það hjálpi lítið að ræða atvinnumálin út frá flokkspólitík og hann segir að allir vilji bæta atvinnuástandið: „Ég nenni ekki að ræða við menn sem vilja gera flokkspólitík úr þessu. Við erum að vinna okkar verk hér og það er vissulega samstarfs- verkefni á milli atvinnulífs og sveitarfélaga. Við erum að skapa hér grunn til þess að auka áhuga fólks á að koma hingað og bæta aðstæður í at- vinnulífinu, en það er hinsveg- ar ekki gert á einum eða tveim- ur mánuðum og að þessum málum þarf að vinna af þolin- mæði. En að framansögðu er ljóst að við sitjum ekki auðum höndum í að leggja okkar af mörkum með auknum fram- lögum til framkvæmda, aðstoð við langtímaatvinnulausa, leið- um til að laða ný fyrirtæki að og flýtingu verkefna sem fyrir- tæki á svæðinu geta unnið fyrir okkur.“ Árni er bjartsýnn á að atvinnu- ástandið lagist og segir það grundvallaratriði að nýta þá miklu möguleika sem svæðið bíður uppá: „Það sem við þurf- um að einbeita okkur að á næstu misserum eins og við höfum verið að gera er að styrkja atvinnustarfsemi sem fyrir er á svæðinu og laða að nýja. Atvinnufyrirtækin byggja á arðsemiskröfum og rekstur- inn er í höndum þeirra en ekki sveitarfélagsins. Það sem við getum hins vegar gert er að stuðlað að aðstæðum sem stuðlar aftur að góðri arðsemi. Sem dæmi um slíkt erum við með góða alþjóðahöfn, al- þjóðaflugvöll, góðar samgöng- ur, hentugt húsnæði og góðan innri markað, þ.e. íbúa svæðis- ins. Þetta svæði hefur gríðar- lega mikla möguleika og það hefur verið unnið mjög skyn- samlega að uppbyggingu þess á síðustu árum og því ætlum við að halda áfram,“ segir Árni að lokum. ÁSTAND ATVINNUMÁLA Á SUÐURNESJUM Kristján Gunnarsson for-maður Verkalýðs- ogsjómannafélags Kefla- víkur og ná- grennis seg- ist líta at- vinnuá- standið al- varlegum augum: „Það var sent út bréf í lok ágúst þar sem sveitarstjórnir og samband sveitarfélaga á Suð- urnesjum voru vöruð við horfum í atvinnumálum. Það var óskað eftir því að gripið yrði til aðgerða þá þegar, en ekkert hefur verið gert.“ Kristján segir það skjóta skökku við þegar horfur í at- vinnumálum eru slæmar eins og verið hefur síðustu mánuði, að þá sé Markaðs- og at- vinumálaskrifstofan lögð nið- ur: „Nú eiga þessi mál að vera komin á hendur hafnarstjórnar, en ég sé lítið gerast á þeim vett- vangi,“ segir Kristján. Hann vill að gripið sé til markvissra aðgerða strax: „Ég kalla eftir viðbrögðum sveitarstjórna og lít á það sem samvinnuverkefni sveitarfélaga og aðila vinnu- markaðarins að ganga fram í þessum málum. Tími aðgerða er fyrir löngu síðan runninn upp,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir. - segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í viðtali við Víkurfréttir „Ég bið menn um að vinna frekar í málunum heldur en að tala um þau“ VÖRUÐU VIÐ SLÆMUM HORFUM Í ATVINNUMÁLUM SÍÐASTA HAUST „Jóladagarnir gengu fram úr björtustu vonum en um 700 manns nýttu sér tilboðið og gistu hjá okkur í desem- ber“, sagði Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík þegar Víkurfréttir spurðu hann út í það hvernig fram- takið „Jóladagar í Reykja- nesbæ“ hafi gengið. Eins og árið áður bauð Hótel Kefla- vík upp á fría gistingu í des- ember fyrir þá er komu í Reykjanesbæ og gerðu jóla- gjafainnkaupin hér í bæ. „Flestir gestanna voru af höf- uðborgarsvæðinu en annars fengum við gesti allstaðar frá, bæði frá nágrannabyggðarlög- um á Reykjanesi svo og utan af landi“. Steinþór sagði að það hefði verið gaman að sjá hve gestirnir hefðu verið á- nægðir með þessa uppákomu og hefðu flestir verið að versla fyrir mikið hærri upphæðir en þurfti. „Við sáum að nokkur hjón höfðu keypt vörur fyrir allt að þrjúhundruð þúsund krónur en aðrir voru svona á bilinu 20.000 - 100.000 kr.“. Aðspurður um viðbrögð gest- anna við þessu tilboði sagði Steinþór þau hafa verið mjög góð. „Á hótelherbergjum erum við með spurningarlista um hvernig gestum líkar þjón- ustan og var gaman að lesa viðbrögð gesta í desember. Starfsfólk hótelsins er sam- mála um að vinna í desember hafi verið sérstaklega skemmtilegt enda allir gestirn- ir ánægðir með framtakið og vildu koma því vel til skila. Athugasemdir eins og frábært framtak, skemmtileg sam- staða, frábært að versla, góð þjónusta og rólegheit voru al- geng viðbrögð hótelgesta við hótelinu og þjónustulund af- greiðslufólks í verslunum bæj- arins. Sumir vildu meina að við ættum að vera stolt af okk- ar verslun og þjónustu og vitn- uðu þá til aðstöðu og sam- stöðuleysis í sínum heimabæ en aðrir nefndu hve gott væri að versla í svona stresslausu umhverfi. Við fengum enga kvörtun yfir vöruúrvali, verði né öðru slíku“, sagði Steinþór. Almenn ánægja var hjá versl- unareigendum í Reykjanesbæ með tilboð Hótels Keflavíkur. Var það mál manna að við- skiptavinirnir hefðu einnig verið mjög ánægðir og talað um hve þægilegt væri að versla í bænum. Semsagt allir á eitt sáttir við þetta frábæra framtak! Jóladagar fram úr björt- ustu vonum www.vf.is fyrir fréttaþyrsta 3. tbl. 2003 - 16 sidur 15.1.2003 16:42 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.