Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2017, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 16.03.2017, Blaðsíða 19
19fimmtudagur 16. mars 2017 VÍKURFRÉTTIR félaga taka sinn tíma og nægir þar að nefna skipulagsmálin. Þá tekur einnig sinn tíma að byggja upp innviði þar sem þörf er á, svo sem grunnskóla og leikskóla. Hitt er svo annað að erfitt er að sjá nákvæmlega fyrir hvernig spá um fjölgun íbúa á Suðurnesjum muni ganga eftir til lengri tíma og ekki síður hvernig fjölgun íbúa á svæðinu muni dreifast á sveitarfélögin. Allt hefur það sín áhrif á uppbyggingu innviða í sveitarfélögunum,“ segir Magnús. Unnið er að því ýmsan hátt í Garði að mæta þeim miklu breytingum sem orðið hafa á samfélaginu og á Suðurnesjum á örstuttum tíma og útlit er fyrir að verði í náinni framtíð. Magnús nefnir skipulags- málin sem samkvæmt gildandi deiliskipulagi er töluvert framboð af íbúarlóðum til úthlutunar en unnið er að því að endurskoða gildandi deiliskipulag í einu íbúðahverfi og vinna nýtt deiliskipu- lagi á öðru svæði í sveitarfélaginu með það að markmiði að bjóða upp á sem fjölbreyttasta möguleika á uppbyggingu íbúðarhús- næði. „Samhliða þessu er unnið að gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið, sem mun taka á og fjalla um margt af því sem hafa þarf í huga í tengslum við húsnæðismálin,“ segir hann. Hafist verður handa við stækkun grunnskólans á þessu ári en fyrirséð er að á næstunni muni vanta fleiri kennslustofur. Þá er að hefjast vinna við að skoða hvernig best sé að mæta þeirri stöðu að leikskólinn sé orðinn fullnýttur og þörf á fleiri leikskólaplássum. „Þá má nefna að sú vinna sem stendur yfir við að skoða kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar felur í sér að fram komi tillögur og lausnir sem miða að því að mæta fjölgun íbúa með uppbyggingu innviða, hvort sem af sameiningu sveitarfélaganna verður eða ekki,“ segir bæjarstjórinn í Garði. „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að ef við skipu- leggjum okkur ekki er hætta á því að hlutirnir fari ekki á besta veg. Það er mikilvægt að við verðum tilbúin.“ Markmið þingsins Markmið þingsins er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál. Draga fram vænt- ingar, viðhorf og hugmyndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa í Reykjansbæ. Vilt þú hafa áhrif? Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum: 75 ára og eldri 55-75 ára 55 ára og yngri Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum Unnið er út frá þjóðfundarfyrirkomulagi Boðið er upp á veitingar Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið nesvellir@reykjanesbaer.is eða í síma 420 3400 eigi síðar en 23. mars nk. Taka þarf fram nafn, kennitölu, netfang og símanúmer. Niðurstöður þingsins verða afhentar Reykjanesbæ sem innlegg í stefnumótunarvinnu í málaflokknum. Framtíðarþing um farsæl efri ár í Reykjanesbæ verður haldið á Nesvöllum fimmtudaginn 6. apríl kl. 15:00 - 18:00. FARSÆL EFRI ÁR Í REYKJANESBÆ 0 5000 10000 15000 20000 25000 30000 35000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.