Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.03.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 16. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is Tryggvi Thorleif Larum ólst upp í Njarðvík til þriggja ára aldurs og flutti þá með foreldrum sínum, íslenskri móður og norsk-bandarískum föður til Norður-Kaliforníu í Bandaríkj- unum þar sem hann hefur búið síðan. Tryggvi fór nýlega á eftirlaun eftir að hafa starfað í mörg ár hjá bandarísku póstþjónustunni og þá ákváðu hann og eiginkona hans, Amy Larum, að setjast að á Íslandi. Þau hafa komið sér vel fyrir í íbúð við Hafnargötuna í Reykjanesbæ sem þau kalla nú sinn heimabæ. „Við sjáum hvali og norður- ljósin út um gluggana, svo við erum mjög sátt með nýja heimilið,“ segir Tryggvi. Foreldrar hans kynntust um miðja síðustu öld þegar faðir hans, Ken- neth Otto Larum, kom til Íslands til að byggja Keflavíkurflugvöll. „Móðir mín, hún Gréta Gunnarsdóttir, var minn fyrsti kennari og las oft fyrir mig Íslendingasögurnar. Á heimilinu voru ýmsir munir sem minntu á Ísland enda var mamma mjög stolt af upp- runa sínum. Það sama má segja um mig því ég hef alltaf verið mjög stoltur Íslendingur.“ Móðurafi Tryggva var Gunnar Salómonsson, oft nefndur Gunnar Úrsus. Hann var þekktur afl- raunamaður í byrjun síðustu aldar. Nýtur hverrar stundar við tréskurðinn Þegar Tryggvi varð eldri langaði hann að fjárfesta í íslenskum munum í víkingastíl til að skreyta heimili sitt í Norður-Kaliforníu. Þá rann upp fyrir honum að slíkir munir voru hvergi til sölu. „Þá ákvað ég að læra tréskurð og gera þetta sjálfur. Mest lærði ég af því að prófa mig áfram en fann svo líka bandarískan listamann sem skorið hafði út hesta sem settir voru á hring- ekjur. Svo leiddi eitt af öðru og ég náði góðum tökum á tréskurði. Smátt og smátt fengu verkin meiri athygli og mörg þeirra hef ég selt víða um heim.“ Eitt verka Tryggva er til sýnis á Vestur- farasafninu á Hofsósi en það var af- hent Halldóri Ásgrímssyni heitnum, fyrrum forsætisráðherra, í Gimli í Kanada. Tryggvi kveðst hafa verið einkar stoltur þegar hann fékk þær fréttir að forsætisráðherrann ætlaði að þiggja verkið að gjöf. „Auðvitað lang- aði mig að segja mömmu fréttirnar en hún var látin á þessum tíma. Ég veit að hún hefði líka orðið stolt. Þetta var því stór en erfið stund fyrir mig.“ Tryggvi segir fólk á Íslandi stundum undrandi yfir því að hann sé sjálf- lærður tréskurðarmeistari. Sjálfur er hann viss um að hann hafi hæfileikana í blóðinu vegna norræna upprunans og nýtur hverrar stundar við list- sköpunina. „Þegar ég var enn að vinna sinnti ég listinni alltaf á kvöldin og um helgar og hún veitti mér miklu meiri gleði en dagvinnan. Það er eitthvað við listina sem dregur mann að sér. Við listsköpun verður einbeitningin að vera mikil og ekki hægt að vera að pæla í neinu öðru og það er svo hollt. Þannig er hægt að beina orkunni sinni í eitthvað jákvætt.“ Tryggvi var í bandaríska hernum á árunum 1975 til 1978 og kveðst hafa hlotið þjálfun þar til að eyða sem sé andstæðan við listsköpunina þar sem hann býr eitt- hvað til. Meiri kröfur til útlendinga áður fyrr Eftir að Tryggvi flutti til Banda- ríkjanna talaði hann alltaf ensku við móður sína. Hann og Amy stunda nú íslenskunám af kappi hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum og gengur vel. Eftir að hafa flutt til Bandaríkjanna þriggja ára kom Tryggvi ekki aftur til Íslands fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall. Þá vann hann í nokkra mánuði hjá Vífilfelli, í fiski í Vest- mannaeyjum og á togara og lærði svo- litla íslensku í vinnunni. „Markmiðið hjá okkur Amy er að verða það góð í íslensku að við getum haldið uppi samræðum. Ég tala ágæta „vinnu-ís- lensku“ síðan í gamla daga enda voru gerðar meiri kröfur til útlendinga þá að læra málið.“ Tryggvi bendir á að sumir yfirmanna hans hafi verið gamlir karlar sem ekki kunnu orð í ensku og þá hafi hann þurft að gjöra svo vel að læra öll orð sem tengdust störfunum á íslensku. Þegar Tryggvi flutti til Íslands gaf hann frá sér öll verkfæri þar sem raf- magnið á Íslandi er annars konar en í Bandaríkjunum. Hann er núna að leita að góðum stað á Suðurnesjum þar sem hann getur haldið listsköpun- inni áfram. Keppti í snjóskurði í -24 gráðum Eftir að hafa fengist við tréskurð í mörg ár fékk Tryggvi skemmtilega áskorun á dögunum. Hún var að taka ●● Tryggvi●Larum●bjó●í●Njarðvík●til●þriggja●ára●aldurs●en●flutti●þá●með●íslenskri●móður●og●norskum●og●bandarískum●föður●til●Bandaríkjanna ●● Hann●er●nú●kominn●á●eftirlaun●og●fluttur●til●baka●í●Reykjanesbæ●þar●sem●hann●ætlar●að●verja●efri●árunum ●● Tryggvi●er●sjálfmenntaður●í●tréskurði●og●vatt●kvæði●sínu●í●kross●á●dögunum●og●tók●þátt●í●alþjóðlegu●móti●í●snjóskurði Hagleiksmaður á Hafnargötunni Á heimili Tryggva má sjá ýmis falleg verk sem hann hefur skorið út í gegnum tíðina. Áður bjó hann í Bandaríkjunum og byrjaði að skera út því hann vildi fegra heimilið sitt með munum í víkingastíl. VF-myndir: dagnyhulda@vf.is Liðið fékk 20 tonna klump til að vinna listaverk úr. Ancestry on Ice leit svona út þegar það var tilbúið. Liðið að störfum í Colorado. Snjóskurðarmótið fór fram í 2800 metra hæð og því þurftu keppendur reglulega að anda að sér súrefni úr sérstökum súrefnisflöskum til að vinna bug á háfjallaveiki.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.