Fréttablaðið - 12.02.2018, Page 10

Fréttablaðið - 12.02.2018, Page 10
Snorri skíðaði fyrstur Íslendinganna af stað Norskir yfirburðir í skiptigöngunni Snorri Einarsson endaði í 56. sæti í 30 km skiptigöngu á Ólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu í gær. Snorri var fyrsti Íslendingurinn sem keppir á leikunum í ár. Hann kom í mark á einni klukkustund, 23 mínútum og 33 sekúndum. Hann var 7,13 mínútum á eftir sigurvegaranum, Simen Hegstad Krüger frá Noregi. Norðmenn röðuðu sér í efstu þrjú sætin í skiptigöngunni. nordicphotos/getty 1 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M Á N U D a G U r10 S p o r t ∙ f r É t t a b L a ð i ð sport körfUboLti Íslenska kvenna- landsliðið í körfubolta er enn án stiga í A-riðli undankeppni EM 2019. Íslensku stelpurnar mættu Bosníu í Sara- jevo á laugardaginn og töpuðu með 30 stiga mun, 97-67. Íslenska liðið spil- aði vel í fyrri h á l f l e i k . Staðan að h o n u m l o k n u m var 40-36, Bosníu í vil. Hildur B j ö r g Kjartans- d ó t t i r minnkaði muninn í eitt stig, 41-40, í u p p h a f i s e i n n i hálfleiks. Þá settu þ æ r bosnísku í f l u g - g í r i n n og íslenska liðið sá ekki til sólar það sem eftir lifði leiks. Bosnía vann þriðja leikhlutann 32-14 og þegar loka- flautið gall munaði 30 stigum á liðunum, 9 7 - 6 7 . S ko t ný t i n g bosníska liðsins var miklu betri en þess íslenska (53,6%-35,1%) og þá rústaði Bosnía frá- kastabaráttunni 46-28. Helena Sverrisdóttir átti stórleik í íslenska liðinu í fyrradag. Hún skoraði 32 stig og var stigahæst á vellinum. Helena tók einnig sex fráköst og gaf fimm stoð- sendingar. Hún hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sem hún tók og nýtti 15 af 16 vítaskotum sínum. Frábær frammistaða hjá Hafnfirðingnum. Helena, sem lék sinn 67. landsleik á laugar- daginn, er fjórði stiga- hæsti leikmaður und- ankeppninnar með 24,0 stig að meðaltali í leik. Hún er líka í 7. sæti á listanum yfir framlagshæstu leik- menn undankeppn- innar. Hildur Björg spil- aði einnig ágætlega í leiknum á laugardag- inn. Hún skoraði 16 stig og tók átta fráköst. Þær Helena skoruðu samtals 48 af 67 stigum Íslands. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fjögur stig. Íslenska liðið er nú komið til Svartfjallalands þar sem það mætir heima- konum í Podgorica á mið- vikudaginn. Svartfellingar eru með fimm stig í A- riðli, líkt og Bosníumenn og Slóvakar. Leikurinn á miðvikudaginn hefst klukkan 18.00 að íslensk- um tíma. ingvithor@frettabladid.is Stórleikur Helenu dugði skammt gegn Bosníu helena sverrisdótt- ir átti frábæran leik í sarajevo. Frétta- blaðið/steFán Helena sverrisdóttir er fjórði stigahæsti leikmaður undankeppni EM 2019 með 24,0 stig að meðaltali í leik. frjÁLSar íþróttir Arna Stefanía Guðmundsdóttir hrósaði sigri í 400 metra hlaupi kvenna á Norður- landamótinu í Uppsölum í Svíþjóð í gær. Hún hljóp á 54,33 sekúndum sem er hennar besti tími á þessu tímabili og þriðji besti tími hennar frá upphafi. Arna var rúmri sekúndu frá því að ná lágmarki fyrir EM innanhúss sem fer fram í Birmingham 1. til 4. mars næstkomandi. FH-ingurinn sprettharðri byrjar tímabilið vel en hún hrósaði sigri í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleik- unum um síðustu helgi. Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR lenti í 3. sæti í stangarstökki á Norður- landamótinu í gær. Hún stökk yfir 4,24 m í fyrstu tilraun. Þetta er besti árangur Huldu á tímabilinu. – iþs Arna meistari arna stefanía varð hlutskörpust í Uppsölum. Fréttablaðið/eyþór 1 2 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E F 1 -6 D 9 0 1 E F 1 -6 C 5 4 1 E F 1 -6 B 1 8 1 E F 1 -6 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.