Fréttablaðið - 12.02.2018, Side 12
Carlos sveiflar töfrasprotanum
Carlos Carvalhal hefur snúið gengi Swansea við síðan hann tók við liðinu í afar vondri stöðu um áramótin.
fótbolti Þegar Carlos Carvalhal tók
við Swansea City 28. desember var
útlitið dökkt. Svanirnir voru með 13
stig á botni ensku úrvalsdeildarinn-
ar, fimm stigum frá öruggu sæti. Og
fæstir bjuggust við að náungi sem
Sheffield Wednesday var nýbúið að
reka gæti breytt einhverju þar um.
Núna, 47 dögum síðar, er Swan-
sea með 27 stig í 16. sætinu, stigi frá
fallsæti. Staðan er því allt önnur og
betri en hún var rétt fyrir áramót.
Carvalhal hefur stýrt Swansea í
11 leikjum. Sex þeirra hafa unnist,
fjórir endað með jafntefli og aðeins
einn tapast. Markatalan er 20-9.
Swansea hefur m.a. unnið Liverpool
og Arsenal síðan Carvalhal tók við
og aðeins Tottenham og Liverpool
hafa náð í fleiri stig í ensku úrvals-
deildinni. Þá er Swansea komið í
16-liða úrslit bikarkeppninnar þar
sem liðið mætir fyrrverandi læri-
sveinum Carvalhals í Wednesday.
Carvalhal hefur náð í alla þessa
sigra án þess að gera miklar breyt-
ingar á leikmannahópi Swansea.
André Ayew og Andy King voru þeir
einu sem komu í janúar-glugganum
en þeir eiga að fylla skörð Wilfrieds
Bony og Leroys Fer sem spila ekki
meira með á tímabilinu. Carvalhal
hefur einfaldlega unnið vel með
liðið sem hann er með í höndunum.
Carlos Carvalhal er 52 ára gamall
Portúgali sem hefur farið víða á 20
ára ferli í þjálfun. Hann hefur aðal-
lega starfað í föðurlandinu en einnig
stýrt liðum í Grikklandi, Tyrklandi
og Englandi og jafnan stoppað stutt
við hjá hverju liði. Árangurinn er
ekkert stórkostlegur en Carval-
Leikmaður helgarinnar
Sergio Agüero tók til sinna ráða í seinni hálf-
leiknum í leik Manchester City og Leicester City
á laugardaginn. Staðan í hálfleik var jöfn, 1-1, en
í seinni hálfleiknum héldu Agüero engin bönd.
Hann skoraði fjögur mörk og sá til þess að City
vann öruggan sigur.
Þetta er í fjórða sinn sem Agüero skorar
fernu í leik í ensku úrvalsdeildinni sem er
met. Argentínumaðurinn er kominn með 21
deildarmark í vetur og er fjórði leikmaðurinn
í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar
20 mörk eða meira fjögur tímabil í röð. Þá
hefur Agüero skorað í sjö heimaleikjum í röð
í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir City frá
Atlético Madrid árið 2011.
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að City
verði Englandsmeistari. Liðið er með 16
stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildar-
innar og þarf aðeins sex sigra í viðbót til að
tryggja sér titilinn. – iþs
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Harry Kane skoraði eina
mark leiksins þegar Tott-
enham vann Arsenal í
Norður-Lundúnaslag á
Wembley. Tottenham er
í 4. sæti deildarinnar en
Arsenal í því sjötta. Sjö stigum
munar á liðunum og vonir Arsenal
um að ná Meistaradeildarsæti eru
orðnar ansi veikar.
Hvað kom á óvart?
Nýliðar Huddersfield
gerðu sér lítið fyrir og
skelltu sjóðheitu liði
Bournemouth, 4-1.
Huddersfield hafði tap-
að fimm leikjum í röð fyrir leikinn
í gær en lyfti sér upp úr fallsæti
með sigrinum á Bournemouth.
Huddersfield hefur gengið illa
að skora í vetur en það var ekki
vandamál á sunnudaginn.
Mestu vonbrigðin
Manchester United
náði aldrei neinu flugi
gegn Newcastle United
á St. James’ Park og
þurfti að sætta sig við 1-0 tap.
Lykilmenn á borð við Paul Pogba
náðu sér á ekki á strik og því fór
sem fór. United er nú aðeins
tveimur stigum á undan Liverpool
og allt stefnir í spennandi baráttu
um Meistaradeildarsætin.
hal hefur aðeins unnið einn titil á
stjóraferlinum. Hann stýrði Vitória
Setúbal til sigurs í portúgölsku
deildabikarkeppninni fyrir áratug.
Carvalhal náði hins vegar ágætum
árangri með Wednesday og kom lið-
inu tvisvar í umspil um sæti í ensku
úrvalsdeildinni. Og nú er hann
búinn að rífa Swansea í gang.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta
sinn sem stjóri kemur inn á miðju
tímabili og snýr gengi Swansea við.
Garry Monk, Francesco Guidolin
og Paul Clement hafa allir gert það
á síðustu árum. Vandamálið hefur
verið að fylgja því eftir á tímabili
númer tvö. Guidolin og Clement
voru báðir reknir á sínu öðru tíma-
bili. Monk náði góðum árangri á
öðru tímabilinu en var svo látinn
taka pokann sinn á því þriðja.
Það sem Swansea þarf öðru
fremur er stöðugleiki. Síðan velska
liðið kom upp í ensku úrvalsdeild-
ina 2011 hefur það haft sjö knatt-
spyrnustjóra. Enginn þeirra hefur
náð tveimur árum í starfi.
Carvalhal er á réttri leið með
Swansea en hans stærsti hausverkur
verður að fá liðið til að halda dampi.
Það mistókst forverum hans í starfi.
ingvithor@frettabladid.is
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 27. umferðar 2017-18
Tottenham - Arsenal 1-0
1-0 Harry Kane (49.).
Everton - C. Palace 3-1
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (46.), 2-0 Oumar
Niasse (51.), 3-0 Tom Davies (75.), 3-1 Luka
Milivojevic, víti (83.).
Stoke - Brighton 1-1
0-1 José Izquierdo (32.), 1-1 Xherdan Shaqiri
(68.).
Swansea - Burnley 1-0
1-0 Ki Sung-yueng (81.).
West Ham - Watford 2-0
1-0 Chicharito (38.), 2-0 Marko Arnautovic
(78.).
Man. City - Leicester 5-1
1-0 Raheem Sterling (3.), 1-1 Jamie Vardy
(24.), 2-1 Sergio Agüero (48.), 3-1 Agüero
(53.), 4-1 Agüero (77.), 5-1 Agüero (90.).
Huddersfield - B’mouth 4-1
1-0 Alex Pritchard (7.), 1-1 Junior Stanislas
(13.), 2-1 Steve Mounie (27.), 3-1 Mounie
(66.), 4-1 Rajiv van La Parra, víti (90+5.).
Newcastle - Man. Utd. 1-0
1-0 Matt Ritchie (65.).
S’oton - Liverpool 0-2
0-1 Roberto Firmino (6.), 0-2 Mohamed
Salah (42.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 27 23 3 1 79-20 72
Man. Utd. 27 17 5 5 51-19 56
Liverpool 27 15 9 3 61-31 54
Tottenham 27 15 7 5 52-24 52
Chelsea 26 15 5 6 46-23 50
Arsenal 27 13 6 8 51-36 45
Burnley 27 9 9 9 21-24 36
Leicester 27 9 8 10 39-40 35
Everton 27 9 7 11 32-46 34
B’mouth 27 8 7 12 31-41 31
Watford 27 8 6 13 37-47 30
West Ham 27 7 9 11 34-46 30
Newcastle 27 7 7 13 25-36 28
Brighton 27 6 10 11 22-36 28
C. Palace 27 6 9 12 25-42 27
Swansea 27 7 6 14 20-37 27
Huddersf. 27 7 6 14 23-47 27
S’oton 27 5 11 11 28-40 26
Stoke 27 6 7 14 27-53 25
West Brom 26 3 11 12 21-37 20
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Skoraði fyrsta mark
Everton í 3-1 sigri á Crystal
Palace á heimavelli. Þetta var fjórða
deildarmark Gylfa í vetur.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Landsliðsfyrirliðinn lék
ekki með Cardiff í 1-1
jafntefli við Millwall vegna meiðsla.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Var í byrjunarliði Reading
sem tapaði fyrir Boro.
Tekinn af velli í seinni hálfleik.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Spilaði síðustu sex mínút-
urnar í 2-0 sigri Aston Villa á
nágrönnunum í Birmingham City.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Kom inn á undir lokin
í ótrúlegu 3-3 jafntefli
Bristol City og Sunderland.
Carlos Carvalhal stýrði Swansea City til sigurs á Burnley, 1-0, á Liberty vellinum í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. NoRDiCPHoToS/GETTy
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Var að venju í byrjunarliði
Burnley og lék fyrstu 85
mínúturnar í 1-0 tapi fyrir
Swansea á útivelli.
1 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M Á N U D a G U r12 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
1
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
F
1
-5
9
D
0
1
E
F
1
-5
8
9
4
1
E
F
1
-5
7
5
8
1
E
F
1
-5
6
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K