Fréttablaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 15
Veitir vörn í allt að
6 kukkustundir við
erfiðustu aðstæður sem
íþrótta- og útivistarfólk
þarf að þola.
Anna Björg Hjartardóttir
Íslenska skíðalandsliðið sem keppir nú á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu notar EVY-sólarvörn til að varna sólbruna og húðskemmdum af völdum sólar.
Við erum afar ánægð með þetta frumkvæði og þessa faglegu sýn hjá Skíðasam-
bandi Íslands,“ segir Anna Björg
Hjartardóttir, framkvæmdastjóri
Celsus, sem selur EVY á Íslandi.
„Það er ánægjulegt að sambandið
skuli átta sig á mikilvægum gæðum
vörunnar því það er fyrir öllu að
keppendur hafi örugga sólarvörn í
skíðakeppnum, sem þolir erfiðustu
aðstæður og verndar húð þeirra
fyrir sólbruna,“ segir Anna Björg.
EVY veitir vörn í allt að sex
klukkustundir og viðheldur raka í
húðinni við erfiðustu aðstæður sem
útivistar- og íþróttafólk má þola.
Notkun á EVY er því mikil á meðal
skíðamanna, keppnisræðara,
pólfara og annarra ofurhuga sem
reyna á mátt sinn úti í náttúrunni.
„Því má nefna að fyrir utan að
vera opinber sólarvörn íslenska
skíðalandsliðsins er EVY Techno-
logy opinber sólarvörn sænska
golflandsliðsins og sænska hjól-
reiðalandsliðsins og var valin fyrir
alla keppendur í Volvo Race. Þá er
hún einnig sólarvörn keppenda í
fjölmörgum siglingakeppnum og
hér á landi hafa pólfarar valið að
nota EVY, sem hét áður Proderm,
og sama á við um marga í fjalla-
klifri, jöklaferðum, sundkeppnis-
fólk og siglingakappa,“ upplýsir
Anna Björg.
Valin sólarvörn ársins
„EVY inniheldur bæði háa vörn
gegn UVA-geislum og UVB-geislum.
Þeir síðarnefndu (UVB) valda
sólbruna og fólk verður fljótt vart
við afleiðingarnar þegar húðin
brennur, en þá er líka skaðinn
skeður,“ segir Anna Björg og bætir
við að líka sé hægt að skaðast af
sólinni án þess að húðin brenni.
„Því alvarleg skaðsemi útfjólu-
bláu UVA-geislanna orsakar húð-
skemmdir í undirhúðinni, veldur
hrukkum, slakri húð og eykur
hættu á húðkrabbameini.“
Anna Björg segir að ekkert eldi
húðina eins mikið og
sólin.
„Húð sem er orðin
útitekin og fallega
sólbrún verður
samt sem áður
áfram fyrir skaða af
UVA-geislum, nema
áfram sé notuð góð
sólarvörn. Ráðlegg-
ingar húðlækna eru að
útivistarfólk ætti alltaf að nota
sólarvörn til að vernda sig gegn
skaðlegum geislum, jafnt að sumri
sem vetri til, því snjór endurkastar
skaðlegum sólargeislum um 85 pró-
sent, segir Anna Björg.
Þess má geta að tímaritið TARA
valdi sólarvöruna Daily Face frá
EVY sem bestu sólarvöru ársins
2017. Hún er með sólarvörn fyrir
andlit með kollageni, silkiextrakt
og hyaluronicacid, og hæstu vörn
gegn UVA- og UVB-geislum sólar.
Hún fæst 75 ml umbúðum og
hentar því í handfarangur.
Allt að 6 tíma sólarvörn
EVY byggir á einkaleyfisskráðri
formúlu.
„Grunnformúlan styrkir nátt-
úrulegar varnir húðarinnar og
bindur raka í húðinni, jafnvel við
erfiðustu aðstæður á jöklum, í frosti
EVY er sólarvörn
íslenska skíðalandsliðsins
Skíðasamband Íslands gerði samning við Celsus um að allir keppendur í A- og B-landsliðum
Íslands í skíðaíþróttum munu hér eftir nota hina byltingarkenndu EVY-sólarvörn við æfingar og
keppni. A-landsliðið tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu sem haldnir eru nú í febrúar.
og söltum sjó, sem dæmi.
Vörnin nuddast ekki svo
létt af og þolir sund, sjó,
leik og íþróttir, og ekkert er
um glans eða klístur. Rann-
sóknir sýna allt að sex tíma vörn
gegn UVA- og UVB-geislum, en EVY
verndar líka gegn hita, vindi og
þurrki af klór, saltvatni og húðert-
andi áreiti,“ upplýsir Anna Björg en
EVY sólarvörn er líka notuð á varir
þar sem hún situr í sex klukku-
stundir.
EVY sólarvörnin inniheldur
engin hormónatruflandi efnasam-
bönd.
EVY sólarfilterar eru húðvænir
og innihalda engar nanóeindir sem
eru taldar skaðlegar lífríki og fara
inn í frumur líkamans, engin ilm-
og litarefni eða paraben.
Ítarlegar upplýsingar um EVY sólar-
vörnina er að finna á vefsíðunni
evy.is. Fæst í öllum apótekum, Frí-
höfninni, Hagkaup, Nettó og víðar
yfir sumartímann.
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M Á N U DAG U R 1 2 . F E B r úA r 2 0 1 8
1
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
F
1
-7
7
7
0
1
E
F
1
-7
6
3
4
1
E
F
1
-7
4
F
8
1
E
F
1
-7
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K