Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 3

Víkurfréttir - 22.06.2017, Page 3
JÓNSMESSUGANGA Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar verður farin laugardaginn 24. júní. Gangan hefst kl. 20:00 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur. Upplifðu töframátt jónsmessunnar á bjartri sumarnótt Gengið verður upp á fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund. Tónlistarmennirnir Gunnar og Hebbi úr Skítamóral sjá um söng og gítarspil á fjallinu. Dagskráin endar í Bláa Lóninu þar sem þátttakendur geta notið Jónsmessunæturinnar í töfrandi umhverfi Bláa Lónsins. Bláa Lónið verður opið til kl 23:00 þetta kvöld. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og eru þátttakendur á eigin ábyrgð. Þeir sem vilja njóta Bláa Lónsins að göngu lokinni býðst aðgangur á sérverði, eða 4.500 krónur. Göngustjóri er Arnar Már Ólafsson.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.